Kattafár á Kársnesi: Heimilisfaðir handsamar villikött SB skrifar 2. júlí 2010 21:04 Hér sést villikötturinn í búrinu. Jakob handsamaði hann fyrr í dag. Villiköttur braust inn á heimili fjölskyldu í Kópavoginum, áreytti heimilisköttinn og skemmdi innanstokksmuni. Engar reglur eru um kattahald í Kópavoginum og þurfti fjölskyldan sjálf að handsama köttinn og koma á dýraspítala. Fjölskyldan var í sumarbústað þegar villikötturinn gerði sig heimankominn. „Við fórum í frí í vikunni og þegar við komum til baka þá hafði villköturinn gert heimilið að sínu. Hann hafði étið mat okkar eigin heimiliskattar, svaf í rúminu hans og kannski áreytt hann," segir Jakob Líndal, arkitekt en fjölskylda hans býr á Kársnesinu í Kópavogi. Jakob segir þetta ekki í fyrsta skipti sem kötturinn komi inn á heimilið ."Nú ákvað hann að setjast að." Eftir árás villikattarins hafi heimiliskötturinn ekki verið samur: „Kötturinn er eins og hrísla og á hvergi skjól. Það er líkast því að honum hafi verið nauðgað." „Eldri sonur minn lokaði hann inn á baðherbergi. Ég hringdi því í Kattholt og þau sögðust ekkert geta gert og bendu á heilbrigðisfulltrúa Garðabæjar og Kópavogs. Heilbrigðisfulltrúinn benti mér á meindýraeyði. Meindýraeyðirinn benti mér á áhaldahús Kópavogsbæjar. Og áhaldahúsið benti mér til baka á heilbrigðisfulltrúann." Vísir fjallaði fyrr í vikunni um ófríska konu sem varð fyrir árás kattar á Kársnesinu. Ari Steinarsson, eiginmaður konunnar, sagðist ráðalaus enda engar reglur um kattahald í bænum. Kötturinn klóraði og beit eiginkonu Ara sem þurfti að fara á spítala og fá stífkrampasprautu. „Það er verra að vera bitinn af ketti en hundi því það er meiri hætta á sýkingu. Það er sérstaklega hættulegt ef hún er ólétt, ef svona gerist fyrr á meðgöngunni getur það haf mjög skaðleg áhrif á fóstur," sagði Ari í samtali við Vísi. Jakob handsamaði villiköttinn sjálfur nú í dag. Hann hafði á endanum samband við meindýraeyði sem útvegaði honum kattagildru. Þegar kötturinn hafði gengið í gildruna fór hann með köttinn á dýraspítala þar sem honum var lógað. Jakob segist ósáttur við að þetta skuli ekki vera í betra ferli, að almenningur þurfi sjálfur að standa í því að fjarlægja þessi villdýr - ábyrgðin ætti að vera hjá bænum. „Það eru reglur um kattahald í nágrannasveitarfélögunum, Reykjavík, Mosfellsbæ, Seltjarnarnesi til dæmis. En í Kópavogi eru engar reglur. Kettir eru ekki skráðir eða hreinsaðir, ekki örmerktir og það eru engar kvaðir sem fylgja því að eiga kött." Jakob segist sjálfu kattaeigandi og myndi ekki setja það fyrir sig að borga einhverskonar árgjald fyrir það að eiga kött. „Kettir eiga að vera örmerktir og með bjöllu. Ef ekki, þá á að koma þeim fyrir kattanef." Innlent Tengdar fréttir Kattafár á Kársnesi: Ófrísk kona bitin og klóruð „Ég er orðinn frekar ráðalaus, ég er búinn að prófa allt,“ segir Ari Steinarsson íbúi á Kársnesi í Kópavogi. Hann segir farir sínar ekki sléttar af kattaumgangi í íbúð sinni en hann býr á jarðhæð. Undanfarnar þrjár vikur hefur Ari, ásamt ófrískri konu sinni, vaknað að minnsta kosti fjórum sinnum við umgang í köttum í íbúð sinni. 1. júlí 2010 16:16 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Villiköttur braust inn á heimili fjölskyldu í Kópavoginum, áreytti heimilisköttinn og skemmdi innanstokksmuni. Engar reglur eru um kattahald í Kópavoginum og þurfti fjölskyldan sjálf að handsama köttinn og koma á dýraspítala. Fjölskyldan var í sumarbústað þegar villikötturinn gerði sig heimankominn. „Við fórum í frí í vikunni og þegar við komum til baka þá hafði villköturinn gert heimilið að sínu. Hann hafði étið mat okkar eigin heimiliskattar, svaf í rúminu hans og kannski áreytt hann," segir Jakob Líndal, arkitekt en fjölskylda hans býr á Kársnesinu í Kópavogi. Jakob segir þetta ekki í fyrsta skipti sem kötturinn komi inn á heimilið ."Nú ákvað hann að setjast að." Eftir árás villikattarins hafi heimiliskötturinn ekki verið samur: „Kötturinn er eins og hrísla og á hvergi skjól. Það er líkast því að honum hafi verið nauðgað." „Eldri sonur minn lokaði hann inn á baðherbergi. Ég hringdi því í Kattholt og þau sögðust ekkert geta gert og bendu á heilbrigðisfulltrúa Garðabæjar og Kópavogs. Heilbrigðisfulltrúinn benti mér á meindýraeyði. Meindýraeyðirinn benti mér á áhaldahús Kópavogsbæjar. Og áhaldahúsið benti mér til baka á heilbrigðisfulltrúann." Vísir fjallaði fyrr í vikunni um ófríska konu sem varð fyrir árás kattar á Kársnesinu. Ari Steinarsson, eiginmaður konunnar, sagðist ráðalaus enda engar reglur um kattahald í bænum. Kötturinn klóraði og beit eiginkonu Ara sem þurfti að fara á spítala og fá stífkrampasprautu. „Það er verra að vera bitinn af ketti en hundi því það er meiri hætta á sýkingu. Það er sérstaklega hættulegt ef hún er ólétt, ef svona gerist fyrr á meðgöngunni getur það haf mjög skaðleg áhrif á fóstur," sagði Ari í samtali við Vísi. Jakob handsamaði villiköttinn sjálfur nú í dag. Hann hafði á endanum samband við meindýraeyði sem útvegaði honum kattagildru. Þegar kötturinn hafði gengið í gildruna fór hann með köttinn á dýraspítala þar sem honum var lógað. Jakob segist ósáttur við að þetta skuli ekki vera í betra ferli, að almenningur þurfi sjálfur að standa í því að fjarlægja þessi villdýr - ábyrgðin ætti að vera hjá bænum. „Það eru reglur um kattahald í nágrannasveitarfélögunum, Reykjavík, Mosfellsbæ, Seltjarnarnesi til dæmis. En í Kópavogi eru engar reglur. Kettir eru ekki skráðir eða hreinsaðir, ekki örmerktir og það eru engar kvaðir sem fylgja því að eiga kött." Jakob segist sjálfu kattaeigandi og myndi ekki setja það fyrir sig að borga einhverskonar árgjald fyrir það að eiga kött. „Kettir eiga að vera örmerktir og með bjöllu. Ef ekki, þá á að koma þeim fyrir kattanef."
Innlent Tengdar fréttir Kattafár á Kársnesi: Ófrísk kona bitin og klóruð „Ég er orðinn frekar ráðalaus, ég er búinn að prófa allt,“ segir Ari Steinarsson íbúi á Kársnesi í Kópavogi. Hann segir farir sínar ekki sléttar af kattaumgangi í íbúð sinni en hann býr á jarðhæð. Undanfarnar þrjár vikur hefur Ari, ásamt ófrískri konu sinni, vaknað að minnsta kosti fjórum sinnum við umgang í köttum í íbúð sinni. 1. júlí 2010 16:16 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Kattafár á Kársnesi: Ófrísk kona bitin og klóruð „Ég er orðinn frekar ráðalaus, ég er búinn að prófa allt,“ segir Ari Steinarsson íbúi á Kársnesi í Kópavogi. Hann segir farir sínar ekki sléttar af kattaumgangi í íbúð sinni en hann býr á jarðhæð. Undanfarnar þrjár vikur hefur Ari, ásamt ófrískri konu sinni, vaknað að minnsta kosti fjórum sinnum við umgang í köttum í íbúð sinni. 1. júlí 2010 16:16