Brynjar Níelsson: Að vera sakborningur 18. maí 2010 09:15 Fram hefur komið í fjölmiðlum að nokkrir starfsmenn Arion banka hafi stöðu sakbornings við rannsókn sérstaks saksóknara á málum sem tengjast Kaupþingi. Ekki var að sökum að spyrja að hávær krafa varð uppi um að viðkomandi starfsmönnum yrði sagt upp eða þeir leystir frá störfum meðan rannsókn færi fram. Gjarnan er vísað til siðferðissjónarmiða til rökstuðnings þeirri kröfugerð. Því er tilefni til að benda á nokkur mikilvæg atriði um réttarstöðu manna við rannsókn mála af þessu tagi, þar sem uppi er grunur um refsiverða háttsemi. Kaupþing var stór banki á evrópskan mælikvarða þegar hann hrundi haustið 2008. Viðskipti voru margslungin og flókin og margir starfsmenn gátu komið að þeim með einum eða öðrum hætti. Má því gera ráð fyrir að fjölmargir starfsmenn kunni að búa yfir upplýsingum sem varða rannsókn sérstaks saksóknara. Þegar svo stendur á, þarf sérstakur saksóknari að ákveða hvort viðkomandi starfsmaður hafi réttarstöðu sakbornings eða vitnis, en réttindi og skyldur eru mismunandi eftir því hvora réttarstöðuna menn fá við rannsókn mála. Sérstakur saksóknari hefur sjálfur lýst því yfir í fjölmiðlum, að þeim sem kunna að hafa komið að viðskiptum, sem til rannsóknar eru, sé frekar gefin réttarstaða sakbornings við upphaf rannsóknar, þar sem það gefur þeim aukin réttindi samkvæmt lögum. Sérstakur saksóknari hefur því talið að þegar vafi er uppi, sé rétt að gefa viðkomandi frekar stöðu sakbornings en vitnis. Að baki þessu liggja einnig varúðarsjónarmið, því hætta getur verið á að vitni, sem skylt er að svara spurningum að viðlagðri refsiábyrg, varpi ómeðvitandi á sig sök. Óvarkárni saksóknara að þessu leyti kann því að skaða rannsóknina. Það er alþekkt við upphaf rannsóknar sakamála að ýmsir, sem ekki liggja undir sérstökum grun, fái réttarstöðu sakbornings. Við getum því öll fengið réttarstöðu sakbornings vegna hugsanlegrar vitneskju okkar um mál, sem til rannsóknar eru hverju sinni. Harkaleg viðbrögð, eins og krafa um brottrekstur og útilokun frá þátttöku í atvinnulífi, eru því í mörgum tilvikum fráleit. Rétt er því að leyfa forsvarsmönnum Arion banka og annarra banka að meta hvert tilvik fyrir sig hvað varðar þá starfsmenn sem þar starfa og hafa réttarstöðu sakbornings. Krafan um brottrekstur starfsmanna sem hafa réttarstöðu sakborninga er hvorki réttmæt né eðlileg. Réttlát reiði, sem sumir vísa til, er engin afsökun fyrir kröfum af þessum toga. Þetta fólk og aðstandendur þeirra á nógu erfitt þó að það sé ekki svipt möguleikum á að afla sér lífsviðurværis. Það verður að teljast einkennilegt að veita fólki réttarstöðu sakbornings í þeim tilgangi að tryggja réttindi þess við rannsókn máls, ef það á síðan að leiða til þess að svipta eigi þetta sama fólk mikilvægum mannréttindum á öðrum sviðum. Slík siðferðisviðmið verða vonandi ekki höfð til hliðsjónar í íslensku samfélagi. Ef svo á að vera er kannski betur heima setið en af stað farið í þeirri viðleitni að búa til nýtt og betra samfélag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynjar Níelsson Skoðun Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Sjá meira
Fram hefur komið í fjölmiðlum að nokkrir starfsmenn Arion banka hafi stöðu sakbornings við rannsókn sérstaks saksóknara á málum sem tengjast Kaupþingi. Ekki var að sökum að spyrja að hávær krafa varð uppi um að viðkomandi starfsmönnum yrði sagt upp eða þeir leystir frá störfum meðan rannsókn færi fram. Gjarnan er vísað til siðferðissjónarmiða til rökstuðnings þeirri kröfugerð. Því er tilefni til að benda á nokkur mikilvæg atriði um réttarstöðu manna við rannsókn mála af þessu tagi, þar sem uppi er grunur um refsiverða háttsemi. Kaupþing var stór banki á evrópskan mælikvarða þegar hann hrundi haustið 2008. Viðskipti voru margslungin og flókin og margir starfsmenn gátu komið að þeim með einum eða öðrum hætti. Má því gera ráð fyrir að fjölmargir starfsmenn kunni að búa yfir upplýsingum sem varða rannsókn sérstaks saksóknara. Þegar svo stendur á, þarf sérstakur saksóknari að ákveða hvort viðkomandi starfsmaður hafi réttarstöðu sakbornings eða vitnis, en réttindi og skyldur eru mismunandi eftir því hvora réttarstöðuna menn fá við rannsókn mála. Sérstakur saksóknari hefur sjálfur lýst því yfir í fjölmiðlum, að þeim sem kunna að hafa komið að viðskiptum, sem til rannsóknar eru, sé frekar gefin réttarstaða sakbornings við upphaf rannsóknar, þar sem það gefur þeim aukin réttindi samkvæmt lögum. Sérstakur saksóknari hefur því talið að þegar vafi er uppi, sé rétt að gefa viðkomandi frekar stöðu sakbornings en vitnis. Að baki þessu liggja einnig varúðarsjónarmið, því hætta getur verið á að vitni, sem skylt er að svara spurningum að viðlagðri refsiábyrg, varpi ómeðvitandi á sig sök. Óvarkárni saksóknara að þessu leyti kann því að skaða rannsóknina. Það er alþekkt við upphaf rannsóknar sakamála að ýmsir, sem ekki liggja undir sérstökum grun, fái réttarstöðu sakbornings. Við getum því öll fengið réttarstöðu sakbornings vegna hugsanlegrar vitneskju okkar um mál, sem til rannsóknar eru hverju sinni. Harkaleg viðbrögð, eins og krafa um brottrekstur og útilokun frá þátttöku í atvinnulífi, eru því í mörgum tilvikum fráleit. Rétt er því að leyfa forsvarsmönnum Arion banka og annarra banka að meta hvert tilvik fyrir sig hvað varðar þá starfsmenn sem þar starfa og hafa réttarstöðu sakbornings. Krafan um brottrekstur starfsmanna sem hafa réttarstöðu sakborninga er hvorki réttmæt né eðlileg. Réttlát reiði, sem sumir vísa til, er engin afsökun fyrir kröfum af þessum toga. Þetta fólk og aðstandendur þeirra á nógu erfitt þó að það sé ekki svipt möguleikum á að afla sér lífsviðurværis. Það verður að teljast einkennilegt að veita fólki réttarstöðu sakbornings í þeim tilgangi að tryggja réttindi þess við rannsókn máls, ef það á síðan að leiða til þess að svipta eigi þetta sama fólk mikilvægum mannréttindum á öðrum sviðum. Slík siðferðisviðmið verða vonandi ekki höfð til hliðsjónar í íslensku samfélagi. Ef svo á að vera er kannski betur heima setið en af stað farið í þeirri viðleitni að búa til nýtt og betra samfélag.
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar