Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar 22. nóvember 2025 21:01 Sjúkrahúsið á Akureyri er í grunninn einstaklega aðlaðandi vinnustaður. Sjúkrahúsið er vel staðsett, býr að miklum mannauði og fyrirséð er að húsakostur sjúkrahússins muni batna mikið til hins betra á komandi árum ef núverandi áætlanir ganga eftir. Verkefni sjúkrahússins eru fjölbreytt og í gegnum árin hefur ekki skort lækna sem sóst hafa eftir að starfa á sjúkrahúsinu til lengri eða skemmri tíma og hafa sterkar taugar til þess. Þessu má að mjög stóru leyti þakka kjarnahópi fastráðinna og reynslumikilla sérfræðilækna á staðnum, sem hafa lagt sig fram um að veita framúrskarandi þjónustu, auk þess að halda vel utan um afleysingalækna og nýútskrifaða lækna og vera þeim til halds og trausts langt umfram það sem vinnuskyldan býður eða greitt er fyrir. Dæmi eru um að einungis einn læknir sé starfandi í sinni sérgrein á sjúkrahúsinu, taki símann allan sólarhringinn allan ársins hring og hlaupi til að aðstoða í húsi eftir þörfum í sínum frítíma, enda ekki annað hægt ef tryggja á öryggi sjúklinga. Þetta er ómöguleg staða að setja einstaka lækna í og ekki vænleg til að menn endist í starfi, enda óboðlegt að öryggi sjúklinga sé ógnað ef einn einstaklingur er ekki stöðugt til taks. Dæmi eru einnig um að læknar hafi verið á bakvakt í allt að 17 sólahringa samfellt, sem þýðir að viðkomandi sinnir dagvinnu og er síðan á vaktinni á kvöldin, nóttunni og um helgar á sama tímabili, á vakt þar sem yfirleitt er lítið sem ekkert sofið vegna stöðugra símhringinga. Þetta er staða sem ekki á undir nokkrum kringumstæðum að koma upp á sjúkrahúsi í velmegandi ríki árið 2025. Nýlega var tilkynnt um fyrirhugaða uppsögn ferliverkasamninga við marga af þessum lykillæknum Sjúkrahússins á Akureyri án þess að nein lausn lægi fyrir varðandi hvernig eigi að veita þá þjónustu við íbúa svæðisins í framhaldinu. Ferliverkasamningarnir fela í sér að læknarnir greiða sjúkrahúsinu aðstöðugjöld fyrir stofurekstur innan veggja spítalans þar sem þeir sinna ýmsum verkum á borð við speglanir, ómskoðanir o.fl. Á þessum samningi hafa læknarnir veitt íbúum Norðurlands mikið magn nauðsynlegrar læknisþjónustu á sama tíma og þeir hafa verið í húsi á sjúkrahúsinu og til taks ef eitthvað brátt kemur upp á. Ljóst er að vegna veru læknanna í húsinu hefur fleiru en einu mannslífi verið bjargað í gegnum tíðina. Á litlu sjúkrahúsi getur lausn sem þessi skipt sköpum til að tryggja öryggi sjúklinga og erfitt að sjá hvað tekur við ef þessi mannafli flytur starfsemi sína á stofu úti í bæ eða jafnvel suður. Það liggur í augum uppi að ef mikið af verkefnunum flyst af svæðinu mun það fela í sér gríðarlega kostnaðaraukningu fyrir ríkissjóð þar sem greiða þarf ferðakostnað íbúa svæðisins suður vegna læknisþjónustu í stór auknum mæli. Kostnaðaraukning og skert öryggi sjúklinga getur ekki verið markmið neins. Stjórnvöld hafa þó gefið stjórnendum sjúkrahússins þau skilaboð að þeim sé skylt að segja þessum samningum upp. Ef það er raunin verður að finna aðra lausn sem er boðleg og sátt er um áður en lengra er haldið, til þess að koma í veg fyrir að fótunum verði kippt undan sjúkrahúsinu. Nýverið sögðu tveir lyflæknar og einn bæklunarlæknir upp störfum á Sjúkrahúsinu á Akureyri og má skilja sem svo að hluti ástæðunnar sé yfirvofandi uppsögn ferliverkasamninganna, en fleira kemur þó til. Ofangreint álag hefur verið viðvarandi mjög lengi, í mörgum sérgreinum er bara einn sérfræðingur starfandi og í sumum enginn. Árum saman hefur verið auglýst eftir fleiri læknum án árangurs. Svo virðist sem að fjárheimildir hafi skort fyrir lausnum sem duga til að laða lækna að, t.d. með því að bjóða læknum sérkjör fyrir að sinna störfum utan höfuðborgarsvæðisins. Slíkt tíðkast í öllum löndunum í kringum okkur og er lykilatriði til að manna minni staði. Horfa verður til sérúrræða fyrir sjúkrahús og heilbrigðisstofnanir utan Reykjavíkur sem búa við annan veruleika en þjónustan í Reykjavík, sérstaklega þar sem mikil ábyrgð hvílir þar á mun færri herðum en gerist á stærri stöðum. Meðlimir í stjórn Læknafélags Íslands áttu mjög gott og uppbyggilegt samtal við lækna og stjórnendur Sjúkrahússins á Akureyri nú á föstudaginn og þar kom skýrt fram að ekki skortir hugmyndir að lausnum til að tryggja áfram farsælt og öflugt starf á sjúkrahúsinu. Það er algjört forgangsmál að tryggja viðunandi mönnun á staðnum, tryggja öryggi sjúklinga og bæta starfsaðstæður læknanna. Einnig verður að viðurkenna mikilvægi Sjúkrahússins á Akureyri sem varasjúkrahúss Landspítala sem verður að vera starfhæft bráðasjúkrahús allan sólarhringinn allan ársins hring. Tryggja verður stöðu Sjúkrahússins sem kennslusjúkrahúss, bjóða sérnámslæknum í auknum mæli að taka hluta sérnáms þar og fjölga þannig læknum á öllum stigum starfsferilsins. Hlusta verður á raddir reyndustu sérfræðinga sjúkrahússins og koma í veg fyrir að þeir hverfi annað, enda kemur ekki endilega maður í manns stað í litlu landi í harðri alþjóðlegri samkeppni um starfskrafta lækna. Höfundur er formaður Læknafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Akureyri Steinunn Þórðardóttir Mest lesið Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Sjá meira
Sjúkrahúsið á Akureyri er í grunninn einstaklega aðlaðandi vinnustaður. Sjúkrahúsið er vel staðsett, býr að miklum mannauði og fyrirséð er að húsakostur sjúkrahússins muni batna mikið til hins betra á komandi árum ef núverandi áætlanir ganga eftir. Verkefni sjúkrahússins eru fjölbreytt og í gegnum árin hefur ekki skort lækna sem sóst hafa eftir að starfa á sjúkrahúsinu til lengri eða skemmri tíma og hafa sterkar taugar til þess. Þessu má að mjög stóru leyti þakka kjarnahópi fastráðinna og reynslumikilla sérfræðilækna á staðnum, sem hafa lagt sig fram um að veita framúrskarandi þjónustu, auk þess að halda vel utan um afleysingalækna og nýútskrifaða lækna og vera þeim til halds og trausts langt umfram það sem vinnuskyldan býður eða greitt er fyrir. Dæmi eru um að einungis einn læknir sé starfandi í sinni sérgrein á sjúkrahúsinu, taki símann allan sólarhringinn allan ársins hring og hlaupi til að aðstoða í húsi eftir þörfum í sínum frítíma, enda ekki annað hægt ef tryggja á öryggi sjúklinga. Þetta er ómöguleg staða að setja einstaka lækna í og ekki vænleg til að menn endist í starfi, enda óboðlegt að öryggi sjúklinga sé ógnað ef einn einstaklingur er ekki stöðugt til taks. Dæmi eru einnig um að læknar hafi verið á bakvakt í allt að 17 sólahringa samfellt, sem þýðir að viðkomandi sinnir dagvinnu og er síðan á vaktinni á kvöldin, nóttunni og um helgar á sama tímabili, á vakt þar sem yfirleitt er lítið sem ekkert sofið vegna stöðugra símhringinga. Þetta er staða sem ekki á undir nokkrum kringumstæðum að koma upp á sjúkrahúsi í velmegandi ríki árið 2025. Nýlega var tilkynnt um fyrirhugaða uppsögn ferliverkasamninga við marga af þessum lykillæknum Sjúkrahússins á Akureyri án þess að nein lausn lægi fyrir varðandi hvernig eigi að veita þá þjónustu við íbúa svæðisins í framhaldinu. Ferliverkasamningarnir fela í sér að læknarnir greiða sjúkrahúsinu aðstöðugjöld fyrir stofurekstur innan veggja spítalans þar sem þeir sinna ýmsum verkum á borð við speglanir, ómskoðanir o.fl. Á þessum samningi hafa læknarnir veitt íbúum Norðurlands mikið magn nauðsynlegrar læknisþjónustu á sama tíma og þeir hafa verið í húsi á sjúkrahúsinu og til taks ef eitthvað brátt kemur upp á. Ljóst er að vegna veru læknanna í húsinu hefur fleiru en einu mannslífi verið bjargað í gegnum tíðina. Á litlu sjúkrahúsi getur lausn sem þessi skipt sköpum til að tryggja öryggi sjúklinga og erfitt að sjá hvað tekur við ef þessi mannafli flytur starfsemi sína á stofu úti í bæ eða jafnvel suður. Það liggur í augum uppi að ef mikið af verkefnunum flyst af svæðinu mun það fela í sér gríðarlega kostnaðaraukningu fyrir ríkissjóð þar sem greiða þarf ferðakostnað íbúa svæðisins suður vegna læknisþjónustu í stór auknum mæli. Kostnaðaraukning og skert öryggi sjúklinga getur ekki verið markmið neins. Stjórnvöld hafa þó gefið stjórnendum sjúkrahússins þau skilaboð að þeim sé skylt að segja þessum samningum upp. Ef það er raunin verður að finna aðra lausn sem er boðleg og sátt er um áður en lengra er haldið, til þess að koma í veg fyrir að fótunum verði kippt undan sjúkrahúsinu. Nýverið sögðu tveir lyflæknar og einn bæklunarlæknir upp störfum á Sjúkrahúsinu á Akureyri og má skilja sem svo að hluti ástæðunnar sé yfirvofandi uppsögn ferliverkasamninganna, en fleira kemur þó til. Ofangreint álag hefur verið viðvarandi mjög lengi, í mörgum sérgreinum er bara einn sérfræðingur starfandi og í sumum enginn. Árum saman hefur verið auglýst eftir fleiri læknum án árangurs. Svo virðist sem að fjárheimildir hafi skort fyrir lausnum sem duga til að laða lækna að, t.d. með því að bjóða læknum sérkjör fyrir að sinna störfum utan höfuðborgarsvæðisins. Slíkt tíðkast í öllum löndunum í kringum okkur og er lykilatriði til að manna minni staði. Horfa verður til sérúrræða fyrir sjúkrahús og heilbrigðisstofnanir utan Reykjavíkur sem búa við annan veruleika en þjónustan í Reykjavík, sérstaklega þar sem mikil ábyrgð hvílir þar á mun færri herðum en gerist á stærri stöðum. Meðlimir í stjórn Læknafélags Íslands áttu mjög gott og uppbyggilegt samtal við lækna og stjórnendur Sjúkrahússins á Akureyri nú á föstudaginn og þar kom skýrt fram að ekki skortir hugmyndir að lausnum til að tryggja áfram farsælt og öflugt starf á sjúkrahúsinu. Það er algjört forgangsmál að tryggja viðunandi mönnun á staðnum, tryggja öryggi sjúklinga og bæta starfsaðstæður læknanna. Einnig verður að viðurkenna mikilvægi Sjúkrahússins á Akureyri sem varasjúkrahúss Landspítala sem verður að vera starfhæft bráðasjúkrahús allan sólarhringinn allan ársins hring. Tryggja verður stöðu Sjúkrahússins sem kennslusjúkrahúss, bjóða sérnámslæknum í auknum mæli að taka hluta sérnáms þar og fjölga þannig læknum á öllum stigum starfsferilsins. Hlusta verður á raddir reyndustu sérfræðinga sjúkrahússins og koma í veg fyrir að þeir hverfi annað, enda kemur ekki endilega maður í manns stað í litlu landi í harðri alþjóðlegri samkeppni um starfskrafta lækna. Höfundur er formaður Læknafélags Íslands.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun