Að venju er hægt að sjá inn á Vísi yfirlit yfir flottustu mörkin í hverri umferð í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Nú eru menn búnir að velja fallegustu mörkin úr leikjunum sem fram fóru í þessari viku en það var mikið um óvænt úrslit og umdeild atvik í tíu leikjum vikunnar.
Það eru leikmenn Tottenham og Fulham sem eiga fjögur af fimm flottustu mörkin þar af nær bakvörðurinn Chris Baird tveimur mörkum inn á listann. Hægt er að sjá þessi mörk með því að smella hér fyrir ofan.
Það er ekki aðeins hægt að skoða flottustu mörkin eða skoða svipmyndir frá hverjum leik inn á Vísi því boðið er upp á allskyns samantektir frá leikjum vikunnar.
Þar má finna fimm mínútna yfirlit yfir alla leiki umferðarinnar, val á leikmanni umferðarinnar (DJ Campbell hjá Blackpool) og val á úrvalsliði umferðarinnar. Það má einnig nálgast flottustu markvörslurnar sem og umfjöllun um stærsta "móment" vikunnar sem er að þessu sinni jöfnunarmark Birmingham á móti Manhester United.
Allt það flottasta úr leikjum vikunnar í ensku úrvalsdeildinni
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mest lesið

Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“
Íslenski boltinn

Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu
Enski boltinn

Leeds sló eigið stigamet
Enski boltinn

„Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“
Körfubolti

„Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“
Íslenski boltinn

„Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“
Körfubolti



„Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“
Íslenski boltinn
