Dallas Mavericks er sjóðheitt þessa dagana og vann í nótt sinn níunda leik í röð í NBA-deildinni. Að þessi sinni gegn Sacramento.
Dallas var lengi vel í miklu basli í leiknum en náði að knýja fram sigur undir lokin. Þar munaði mikið um að Jason Kidd slökkti á Tyreke Evans.
Dirk Nowitzki skoraði 25 stig fyrir Dallas og Jason Terry var með 23.
Miami vann sinn fjórða leik í röð þar sem liðið fékk 75 stig frá stjörnunum sínum þremur.
Úrslit næturinnar:
Miami-Atlanta 89-77
Philadelphia-Charlotte 109-91
Chicago-Houston 119-116
Minnesota-Cleveland 129-95
Milwaukee-Orlando 96-85
Sacramento-Dallas 103-105