Snæfellingar fóru á kostum í 17 stiga sigri á Grindavík, 110-93, í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum Iceland Express deildar karla í körfubolta í Fjárhúsinu í Stykkishólmi í gær.
Sigurinn þýðir að Snæfell er komið inn í undanúrslitin en Grindvíkingar þurfa hinsvegar að sætta sig við snemmbúið sumarfrí og að ná ekki að vinna einn einasta leik í úrslitakeppninni þetta árið.
Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Hólminum í gær og myndaði kveðjuleik Grindvíkinga á timabilinu.
Myndirnar má sjá í albúminu hér að neðan. Hægt er að sjá myndirnar stærri með því að smella á þær.

