Hefð þjóðar, þróun og framtíð Toshiki Toma skrifar 1. nóvember 2010 06:00 Mikil umræða hefur átt sér stað varðandi tillögu mannréttindanefndar Reykjavíkurborgar um samskipti á milli skóla og kirkju. Mér líður eins og ég eigi tvo báta sem eru samsíða í höfn og ég hafi sett sitt hvorn fótinn í þá. Smám saman fara bátarnir að líða hvor frá öðrum og fæturnir mínir gliðna í sundur um leið. Líður ef til vill mörgum eins og mér? Samstarf milli skóla og kirkju er mikilvægt en samtímis viljum við virða mannréttindi í samfélaginu. Mér virðist sem ástæða hinnar miklu umræðu um samskipti skóla og kirkju sé sú að Mannréttindaráð borgarinnar flýtti sér um of að komast að niðurstöðu. Kirkjan er meðvituð um að samskipti við grunnskóla eru viðkvæm og því hún hefur unnið með fagfólki skólanna og búið til samkomulag um hvernig samstarf á milli þessara tveggja aðila ætti að vera. Þetta er gott samkomulag að mínu mati. Ef einhver brýtur samkomulagið eða að kvörtun berst frá skólabarni, foreldri þess eða forsjámanni til Mannréttindaskrifstofu (eða Mannréttindaráðs) borgarinnar, á hún þá ekki fyrst og fremst að kanna málið og gefa síðan kirkjunni eða skólanum viðvörun og krefjast úrbóta? Hlutverk Mannréttindaráðs er ekki að banna, heldur að benda á áþreifanleg vandamál og láta viðkomandi aðila vinna að úrlausnum. Mér virðist sem Mannréttindaráð misskilji hlutverk sitt. Ég tel því að það ætti að draga tillöguna til baka og setja málið aftur í umræðufarveg. Þetta er fyrsta tillagan sem ég hef. Þá er ég með aðra tillögu sem varðar kirkjuna sjálfa, þ.á m. mig sjálfan. Í fyrsta lagi heyrist stundum í umræðunni orðasamband eins og: ,,þetta eru örfáar kvartanir á móti miklum meirihluta sem ekki kvartar." Við í kirkjunni skulum passa okkur vel á hugsunarhætti sem þessum. Hver einasti þegn samfélagsins á rétt á mannréttindum. Mannréttindi eru ekki hugtak um meirihluta eða minnihluta. Ef jafnvel einu skólabarni finnst það vera brot á mannréttindum sínum, á þá það skilið að verið tekið alvarlega. ,,Fáir í meirihluta þýðir lítið" er algjör villuhugsun. Í öðru lagi þarf kirkjan að huga að áframhaldi samkomulagsins, sem er síðan árið 2007. Samkomulagið er fínt. En hvort það sé virt og framkvæmt eða ekki fer eftir sérhverjum presti eða starfsfólki kirkjunnar. Var kirkjan búin að gera prestum og öðrum starfsmönnum hvað fælist í þessu samkomulagi og hvað bæri að virða? Þegar kemur að hegðun sérhvers starfsmanns kirkjunnar er næstum ómögulegt að vita hvað gerist í raun og veru, þar sem enginn okkar veit nákvæmlega um allt sem er að gerast í hverjum einasta skóla. Það vantar bæði endurmenntun fyrir starfsfólk kirkjunnar og einnig eftirlit um að samkomulagið sé haldið. Í síðasta lagi held ég að það sé nauðsynlegt að horfa á málið í stærra samhengi, sem er hvert er okkar samfélag að þróast? Aðskilnaður á milli opinbers vald og trúarlegs er óhjákvæmilegt í háþróaðri þjóð. Það er ekki hægt að halda í gömlum starfsháttum eða venjum að eilífu. Við þurfum alltaf að sýna málum tillitssemi með tilliti til þróunar samfélagsins. Það þýðir alls ekki að kirkjan skuli fylgja þróun samfélagsins skilyrðislaust. Hún á að neita slæmri þróun og villigötum en úrbætur fyrir mannréttindum geta ekki talist til slæmra mála. Það eru mál sem kirkjan á að taka virkan þátt í. Í því ferli gæti orðið árekstur á milli venja og siða kirkjunnar og einhvers annars eins og nú sést í umræðu í kringum samskipti kirkju og skóla. Það er mín persónulega skoðun að kirkjunni hafi mistekist síðastliðin ár að meta þróun samfélagsins. Dæmi um það var t.d. umfjöllun um kynferðisbrot innan kirkjunnar eða mál sem vörðuðu ein hjúskaparlög. Nú skulum við í kirkjunni læra af reynslu okkar og sýna frumkvæði að framtíðarsýn kirkjunnar okkar og samfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Toshiki Toma Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Sjá meira
Mikil umræða hefur átt sér stað varðandi tillögu mannréttindanefndar Reykjavíkurborgar um samskipti á milli skóla og kirkju. Mér líður eins og ég eigi tvo báta sem eru samsíða í höfn og ég hafi sett sitt hvorn fótinn í þá. Smám saman fara bátarnir að líða hvor frá öðrum og fæturnir mínir gliðna í sundur um leið. Líður ef til vill mörgum eins og mér? Samstarf milli skóla og kirkju er mikilvægt en samtímis viljum við virða mannréttindi í samfélaginu. Mér virðist sem ástæða hinnar miklu umræðu um samskipti skóla og kirkju sé sú að Mannréttindaráð borgarinnar flýtti sér um of að komast að niðurstöðu. Kirkjan er meðvituð um að samskipti við grunnskóla eru viðkvæm og því hún hefur unnið með fagfólki skólanna og búið til samkomulag um hvernig samstarf á milli þessara tveggja aðila ætti að vera. Þetta er gott samkomulag að mínu mati. Ef einhver brýtur samkomulagið eða að kvörtun berst frá skólabarni, foreldri þess eða forsjámanni til Mannréttindaskrifstofu (eða Mannréttindaráðs) borgarinnar, á hún þá ekki fyrst og fremst að kanna málið og gefa síðan kirkjunni eða skólanum viðvörun og krefjast úrbóta? Hlutverk Mannréttindaráðs er ekki að banna, heldur að benda á áþreifanleg vandamál og láta viðkomandi aðila vinna að úrlausnum. Mér virðist sem Mannréttindaráð misskilji hlutverk sitt. Ég tel því að það ætti að draga tillöguna til baka og setja málið aftur í umræðufarveg. Þetta er fyrsta tillagan sem ég hef. Þá er ég með aðra tillögu sem varðar kirkjuna sjálfa, þ.á m. mig sjálfan. Í fyrsta lagi heyrist stundum í umræðunni orðasamband eins og: ,,þetta eru örfáar kvartanir á móti miklum meirihluta sem ekki kvartar." Við í kirkjunni skulum passa okkur vel á hugsunarhætti sem þessum. Hver einasti þegn samfélagsins á rétt á mannréttindum. Mannréttindi eru ekki hugtak um meirihluta eða minnihluta. Ef jafnvel einu skólabarni finnst það vera brot á mannréttindum sínum, á þá það skilið að verið tekið alvarlega. ,,Fáir í meirihluta þýðir lítið" er algjör villuhugsun. Í öðru lagi þarf kirkjan að huga að áframhaldi samkomulagsins, sem er síðan árið 2007. Samkomulagið er fínt. En hvort það sé virt og framkvæmt eða ekki fer eftir sérhverjum presti eða starfsfólki kirkjunnar. Var kirkjan búin að gera prestum og öðrum starfsmönnum hvað fælist í þessu samkomulagi og hvað bæri að virða? Þegar kemur að hegðun sérhvers starfsmanns kirkjunnar er næstum ómögulegt að vita hvað gerist í raun og veru, þar sem enginn okkar veit nákvæmlega um allt sem er að gerast í hverjum einasta skóla. Það vantar bæði endurmenntun fyrir starfsfólk kirkjunnar og einnig eftirlit um að samkomulagið sé haldið. Í síðasta lagi held ég að það sé nauðsynlegt að horfa á málið í stærra samhengi, sem er hvert er okkar samfélag að þróast? Aðskilnaður á milli opinbers vald og trúarlegs er óhjákvæmilegt í háþróaðri þjóð. Það er ekki hægt að halda í gömlum starfsháttum eða venjum að eilífu. Við þurfum alltaf að sýna málum tillitssemi með tilliti til þróunar samfélagsins. Það þýðir alls ekki að kirkjan skuli fylgja þróun samfélagsins skilyrðislaust. Hún á að neita slæmri þróun og villigötum en úrbætur fyrir mannréttindum geta ekki talist til slæmra mála. Það eru mál sem kirkjan á að taka virkan þátt í. Í því ferli gæti orðið árekstur á milli venja og siða kirkjunnar og einhvers annars eins og nú sést í umræðu í kringum samskipti kirkju og skóla. Það er mín persónulega skoðun að kirkjunni hafi mistekist síðastliðin ár að meta þróun samfélagsins. Dæmi um það var t.d. umfjöllun um kynferðisbrot innan kirkjunnar eða mál sem vörðuðu ein hjúskaparlög. Nú skulum við í kirkjunni læra af reynslu okkar og sýna frumkvæði að framtíðarsýn kirkjunnar okkar og samfélagsins.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun