Umfjöllun: Grindavík lagði Keflavík í hörkuleik Jón Júlíus Karlsson skrifar 16. desember 2010 22:30 Grindvíkingar fögnuðu mikilvægum sigri í nágrannaslag gegn Keflvík, 79-75, í 11. umferð Iceland Express deild karla sem fram fór í Röstinni í kvöld. Lokamínúturnar voru gríðarlega spennandi en Grindvíkingar höfðu misst niður góða forystu og hleypt Keflvíkingum yfir þegar skammt var eftir að leiknum. Með sigrinum situr Grindavík eitt í öðru sæti deildarinnar með 18 stig og er tveimur stigum á eftir Íslands- og bikarmeisturum Snæfells sem tróna á toppnum Grindvíkingar byrjuðu leikinn af miklum krafti og spiluðu frábæra vörn fyrstu mínúturnar. Keflvíkingum tókst aðeins að skora tvö stig á fyrstu fjórum mínútunum leiksins og náðu heimamenn um leið yfirhöndinni í leiknum. Eftir að Guðjón Skúlason, þjálfari Keflavíkur, tók leikhlé varð meira jafnræði með liðunum og aðeins munaði þremur stigum eftir fyrsta leikhluta, 20-17, Grindvíkingum í vil. Heimamenn hrukku heldur betur í gang fyrir utan þriggja stiga línuna í öðrum leikhluta. Ármann Vilbergsson átti magnaða innkomu og setti niður fjóra þrista í röð og Grindvíkingar fóru inn í hálfleik með tólf stiga forystu, 43-31. Nýkringdur troðslumeistari, Ólafur Ólafsson sá um að áhorfendur fengju eitthvað fyrir peninginn þegar hann tróð meistaralega eftir frábæra stoðsendingu frá Þorleifi bróður sínum. Grindvíkingar náðu mest 17 stiga forskoti í þegar skammt var eftir að þriðja leikhluta og héldu þá margir að eftirleikurinn yrði auðveldur fyrir þá gulklæddu. Keflvíkingar stigu upp á lokamínútum þriðja leikhluta og náðu að minnka muninn niður í tólf stig fyrir lokaleikhlutann. Keflvíkingar fóru loksins að sýna sitt rétta andlit í lokaleikhlutanum og söxuðu niður forskotið jafnt og þétt. Þriggja stiga skotin hrukku niður hvert af öðru og Þröstur Leó Jóhannsson kom gestunum yfir þegar aðeins um tvær mínútur voru eftir af leiknum, 71-72. Upphófst þá mikil barátta á milli liðanna um sigurinn en Grindvíkingar voru sterkari þegar á hólminn var komið og fögnuðu mikilvægum sigri. Ármann Vilbergsson var óvænt stigahæstur í liði Grindvíkinga, setti niður 15 stig og nýtti öll þriggja stiga skot sín í leiknum. Páll Axel Vilbergsson, Ryan Pettinella og Ólafur Ólafsson komu næstir með 14 stig. Hjá Keflavík átti Hörður Axel Vilbergsson ágætan leik og skoraði 18 stig og Lazar Trifunovic var með 16 stig. Grindavík-Keflavík 79-75 (20-17, 23-14, 20-20, 16-24)Grindavík: Ármann Vilbergsson 15, Ryan Pettinella 14/16 fráköst, Páll Axel Vilbergsson 14, Ólafur Ólafsson 14, Þorleifur Ólafsson 10, Jeremy Kelly 8, Ómar Örn Sævarsson 4/9 fráköst. Keflavík: Hörður Axel Vilhjálmsson 18, Lazar Trifunovic 16/9 fráköst, Þröstur Leó Jóhannsson 11, Valentino Maxwell 9, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 8, Gunnar Einarsson 8, Almar Stefán Guðbrandsson 5. Dominos-deild karla Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Sjá meira
Grindvíkingar fögnuðu mikilvægum sigri í nágrannaslag gegn Keflvík, 79-75, í 11. umferð Iceland Express deild karla sem fram fór í Röstinni í kvöld. Lokamínúturnar voru gríðarlega spennandi en Grindvíkingar höfðu misst niður góða forystu og hleypt Keflvíkingum yfir þegar skammt var eftir að leiknum. Með sigrinum situr Grindavík eitt í öðru sæti deildarinnar með 18 stig og er tveimur stigum á eftir Íslands- og bikarmeisturum Snæfells sem tróna á toppnum Grindvíkingar byrjuðu leikinn af miklum krafti og spiluðu frábæra vörn fyrstu mínúturnar. Keflvíkingum tókst aðeins að skora tvö stig á fyrstu fjórum mínútunum leiksins og náðu heimamenn um leið yfirhöndinni í leiknum. Eftir að Guðjón Skúlason, þjálfari Keflavíkur, tók leikhlé varð meira jafnræði með liðunum og aðeins munaði þremur stigum eftir fyrsta leikhluta, 20-17, Grindvíkingum í vil. Heimamenn hrukku heldur betur í gang fyrir utan þriggja stiga línuna í öðrum leikhluta. Ármann Vilbergsson átti magnaða innkomu og setti niður fjóra þrista í röð og Grindvíkingar fóru inn í hálfleik með tólf stiga forystu, 43-31. Nýkringdur troðslumeistari, Ólafur Ólafsson sá um að áhorfendur fengju eitthvað fyrir peninginn þegar hann tróð meistaralega eftir frábæra stoðsendingu frá Þorleifi bróður sínum. Grindvíkingar náðu mest 17 stiga forskoti í þegar skammt var eftir að þriðja leikhluta og héldu þá margir að eftirleikurinn yrði auðveldur fyrir þá gulklæddu. Keflvíkingar stigu upp á lokamínútum þriðja leikhluta og náðu að minnka muninn niður í tólf stig fyrir lokaleikhlutann. Keflvíkingar fóru loksins að sýna sitt rétta andlit í lokaleikhlutanum og söxuðu niður forskotið jafnt og þétt. Þriggja stiga skotin hrukku niður hvert af öðru og Þröstur Leó Jóhannsson kom gestunum yfir þegar aðeins um tvær mínútur voru eftir af leiknum, 71-72. Upphófst þá mikil barátta á milli liðanna um sigurinn en Grindvíkingar voru sterkari þegar á hólminn var komið og fögnuðu mikilvægum sigri. Ármann Vilbergsson var óvænt stigahæstur í liði Grindvíkinga, setti niður 15 stig og nýtti öll þriggja stiga skot sín í leiknum. Páll Axel Vilbergsson, Ryan Pettinella og Ólafur Ólafsson komu næstir með 14 stig. Hjá Keflavík átti Hörður Axel Vilbergsson ágætan leik og skoraði 18 stig og Lazar Trifunovic var með 16 stig. Grindavík-Keflavík 79-75 (20-17, 23-14, 20-20, 16-24)Grindavík: Ármann Vilbergsson 15, Ryan Pettinella 14/16 fráköst, Páll Axel Vilbergsson 14, Ólafur Ólafsson 14, Þorleifur Ólafsson 10, Jeremy Kelly 8, Ómar Örn Sævarsson 4/9 fráköst. Keflavík: Hörður Axel Vilhjálmsson 18, Lazar Trifunovic 16/9 fráköst, Þröstur Leó Jóhannsson 11, Valentino Maxwell 9, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 8, Gunnar Einarsson 8, Almar Stefán Guðbrandsson 5.
Dominos-deild karla Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Sjá meira