LeBron James segir afar litlar líkur vera á því að hann spili með bandaríska landsliðinu á HM í körfubolta í sumar.
James, sem var fyrirliði liðsins á ÓL í Peking, segist líklega verða of upptekinn í sumar til þess að spila með landsliðinu.
Hann reynir að skýla sér á bak við þá ástæðu að hann verði samningslaus í sumar og þurfi að taka margar mikilvægar ákvarðanir.
Hann hefur víst einnig gert samning um að leika í kvikmynd í sumar og þar með er dagskráin hjá honum fyllt.