Button: Vonbrigði að falla úr titilslagnum 11. nóvember 2010 09:07 Jenson Button umvafinn fréttamönnum í Brasilíu. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Jenson Button er fráfarandi heimsmeistari í Formúlu 1 og verður að sjá á eftir titilinum í Abu Dhabi um næstu helgi, þar sem fjórir keppinauta hans munu takast á um titilinn. Möguleikar Buttons voru endanlega úr sögunni eftir keppnina í Brasilíu á sunnudaginn. "Vitanlega eru vonbrigði að vera dottinn út úr baráttunni um titilinn. En ég var ánægður með það sem ég var að gera í Brasilíu, en keppnin var skemmtileg. Ég hlakka til að standa mig vel á ný um helgina", sagði Button í tilkynningu frá McLaren á f1.com. "Það gekk vel í Abu Dhabi í fyrra og álagið af titilslagnum er af herðum mér. Ég get því ekið af kappi. Ég var í slag við Mark Webber fram á síðasta hring í fyrra og naut þess vel. Komst á verðlaunapallinn. Vonast eftir sambærilegum úrslitum í ár." "Það sem er mikilvægast er að þetta verður síðasta keppnin með rásnúmer 1 á bílnum. Allavega í ár. Það hefur verið heiður og forréttindi að vera með þetta rásnúmer og ég ætla skila því með sóma í mótinu með góðum árangri. Ég hlakka til mótsins og vonandi verður stórfengleg niðurstaða í titilslagnum", sagði Button. Liðsfélagi hans Lewis Hamilton á möguleika á titlinum, en keppinautar hans um titilinn eru Fernando Alonso, Mark Webber og Sebastian Vettel. Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Jenson Button er fráfarandi heimsmeistari í Formúlu 1 og verður að sjá á eftir titilinum í Abu Dhabi um næstu helgi, þar sem fjórir keppinauta hans munu takast á um titilinn. Möguleikar Buttons voru endanlega úr sögunni eftir keppnina í Brasilíu á sunnudaginn. "Vitanlega eru vonbrigði að vera dottinn út úr baráttunni um titilinn. En ég var ánægður með það sem ég var að gera í Brasilíu, en keppnin var skemmtileg. Ég hlakka til að standa mig vel á ný um helgina", sagði Button í tilkynningu frá McLaren á f1.com. "Það gekk vel í Abu Dhabi í fyrra og álagið af titilslagnum er af herðum mér. Ég get því ekið af kappi. Ég var í slag við Mark Webber fram á síðasta hring í fyrra og naut þess vel. Komst á verðlaunapallinn. Vonast eftir sambærilegum úrslitum í ár." "Það sem er mikilvægast er að þetta verður síðasta keppnin með rásnúmer 1 á bílnum. Allavega í ár. Það hefur verið heiður og forréttindi að vera með þetta rásnúmer og ég ætla skila því með sóma í mótinu með góðum árangri. Ég hlakka til mótsins og vonandi verður stórfengleg niðurstaða í titilslagnum", sagði Button. Liðsfélagi hans Lewis Hamilton á möguleika á titlinum, en keppinautar hans um titilinn eru Fernando Alonso, Mark Webber og Sebastian Vettel.
Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira