Tillögur um lúpínu ekki skynsamlegar 15. júní 2010 03:00 hólmsheiði Þar eins og víðar má sjá birki og víðiplöntur vaxa upp úr lúpínubreiðunni. „Mér finnst þessar tillögur, sem fram eru komnar um útrýmingu lúpínu ekki skynsamlegar.“ Þetta segir Tómas Ísleifsson, bóndi og líffræðingur á Ytri-Sólheimum í Mýrdal. „Mér virðist sem skoðanir á þessu máli byggist ekki bara á þekkingu, heldur allt of mikið á tilfinningum,“ bætir hann við. Mismunandi skoðanir eru á þeim tillögum um heftingu á útbreiðslu lúpínu sem umhverfisráðuneytið kynnti nýlega. Tómas kveðst þekkja mörg dæmi um gagnsemi jurtarinnar: „Það var fyrir um fjörutíu árum sem girtur var af lítill skiki í landi Eystri-Sólheima. Þetta gerði Þorsteinn Jónsson sem þar var þá bóndi. Skikinn var á uppblásnum jökulmel og algjörlega gróðurlaus. Þarna setti Þorsteinn niður lúpínu, sem fljótlega þakti blettinn alveg. Þegar girðingin féll niður, að um tuttugu árum liðnum, þá kom beit á þetta. Nú er þetta bara graslendi og ekki eina einustu lúpínu að sjá. Landið í kring er enn þá örfoka, réttnefnt Ísland í tötrum.“ Tómas segist geta nefnt fleiri dæmi um gagnsemi lúpínunnar. Í skógræktargirðingu í landi Ytri-Sólheima, þar sem ein fyrsta lúpínusáningin hafi átt sér stað fyrir fimmtíu og fimm árum eða svo, séu nú vaxin væn tré. Innan girðingar sé orðið grösugt en lúpínan hafi hopað eftir að farið var að beita fé hóflega í hana. Tómas kveður það augljóst að Íslendingar hafi ekki efni á að græða upp öræfi landsins nema að nota aðferðir eins og að ofan greinir. Nú sé á Sólheimum verið að sá grasfræi ofan vegar í 240 hektara lands. Ekki sé ólíklegt að áburðarkostnaður hlaupi á einhverjum milljónum króna á hverju landi, svo lengi sem eigi að hafa beitarnot af því. „Þakka ber að landgræðslan er að hjálpa til þarna,“ segir Tómas. „Hins vegar sá ég það nýverið þegar ég ók frá Sólheimum til Reykjavíkur að öskuvandamálið er fyrst og fremst í landi Sólheima. Öskufallið er bölvun ef það kemur niður á örfoka land, því þá fýkur askan til. Fíngerðasti hlutinn fýkur í burtu. Eftir stendur grófasti hlutinn, sem sverfur jurtir til dauða, fýkur í skafla sem feykjast fram og til baka. Sömu sandkornin eru að eyðileggja ár eftir ár. Þar sem askan fellur á gróið land, til dæmis lúpínugróður sem gengur næst skóginum í að hindra fok, er askan þegar fram í sækir blessun. Mér er sagt að fosfórmagnið sé það mikið í henni að þarna eru komnar birgðir 60 ára.“ Ekki náðist í Svandísi Svavarsdóttur umhverfisráðherra í gær.jss@frettabladid.is Fréttir Innlent Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Fleiri fréttir Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Sjá meira
„Mér finnst þessar tillögur, sem fram eru komnar um útrýmingu lúpínu ekki skynsamlegar.“ Þetta segir Tómas Ísleifsson, bóndi og líffræðingur á Ytri-Sólheimum í Mýrdal. „Mér virðist sem skoðanir á þessu máli byggist ekki bara á þekkingu, heldur allt of mikið á tilfinningum,“ bætir hann við. Mismunandi skoðanir eru á þeim tillögum um heftingu á útbreiðslu lúpínu sem umhverfisráðuneytið kynnti nýlega. Tómas kveðst þekkja mörg dæmi um gagnsemi jurtarinnar: „Það var fyrir um fjörutíu árum sem girtur var af lítill skiki í landi Eystri-Sólheima. Þetta gerði Þorsteinn Jónsson sem þar var þá bóndi. Skikinn var á uppblásnum jökulmel og algjörlega gróðurlaus. Þarna setti Þorsteinn niður lúpínu, sem fljótlega þakti blettinn alveg. Þegar girðingin féll niður, að um tuttugu árum liðnum, þá kom beit á þetta. Nú er þetta bara graslendi og ekki eina einustu lúpínu að sjá. Landið í kring er enn þá örfoka, réttnefnt Ísland í tötrum.“ Tómas segist geta nefnt fleiri dæmi um gagnsemi lúpínunnar. Í skógræktargirðingu í landi Ytri-Sólheima, þar sem ein fyrsta lúpínusáningin hafi átt sér stað fyrir fimmtíu og fimm árum eða svo, séu nú vaxin væn tré. Innan girðingar sé orðið grösugt en lúpínan hafi hopað eftir að farið var að beita fé hóflega í hana. Tómas kveður það augljóst að Íslendingar hafi ekki efni á að græða upp öræfi landsins nema að nota aðferðir eins og að ofan greinir. Nú sé á Sólheimum verið að sá grasfræi ofan vegar í 240 hektara lands. Ekki sé ólíklegt að áburðarkostnaður hlaupi á einhverjum milljónum króna á hverju landi, svo lengi sem eigi að hafa beitarnot af því. „Þakka ber að landgræðslan er að hjálpa til þarna,“ segir Tómas. „Hins vegar sá ég það nýverið þegar ég ók frá Sólheimum til Reykjavíkur að öskuvandamálið er fyrst og fremst í landi Sólheima. Öskufallið er bölvun ef það kemur niður á örfoka land, því þá fýkur askan til. Fíngerðasti hlutinn fýkur í burtu. Eftir stendur grófasti hlutinn, sem sverfur jurtir til dauða, fýkur í skafla sem feykjast fram og til baka. Sömu sandkornin eru að eyðileggja ár eftir ár. Þar sem askan fellur á gróið land, til dæmis lúpínugróður sem gengur næst skóginum í að hindra fok, er askan þegar fram í sækir blessun. Mér er sagt að fosfórmagnið sé það mikið í henni að þarna eru komnar birgðir 60 ára.“ Ekki náðist í Svandísi Svavarsdóttur umhverfisráðherra í gær.jss@frettabladid.is
Fréttir Innlent Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Fleiri fréttir Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Sjá meira
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent