Rosberg stendur betur að vígi en Schumacher 22. júlí 2010 12:01 Lewis Hamilton er efstur í stigamótinu, en Nico Rosberg vinur hans var á verðlaunapalli með honum í síðustu keppni sem var á Silverstone. Mynd: Getty Images Þjóðverjinn Nico Rosberg keppir á Hockenheim brautinni í Þýskalandi um helgina og ekur Mercedes, sem er heimamerki, þó bækistöðvar liðsins séu í Bretlandi. Honum og Michael Schumacher verður örugglega vel fagnað á heimavelli, en Rosberg er ofar landa sínum í stigamótinu. Rosberg komst á verðlaunapall í síðustu keppni, sem var á Silverstone, en hann varð í þriðja sæti á eftir Mark Webber og Lewis Hamilton, en sá síðarnefndi er ágætur vinur hans frá fyrri tíð. "Þýski kappaksturinn er alltaf sérstakur fyrir þýskan ökumann og enn frekar, þar sem ég keyri fyrir Mercedes", sagði Rosberg í fréttatilkynningu liðsins á f1.com. "Ég á góðar minningar frá Hockenheim, þar sem ég vann í þremur undirmótaröðum sem ég keppti í á brautinni og vann minn fyrsta sigur í opnum kappakstursbíl á brautinni. Það er mögnuð stemmning og ótrúlegur hávaði á áhorfendasvæðinu og gaman að upplifa stuðning áhorfenda við þýska ökumenn." "Ég elska brautina, sem reynir talsvert á. Það eru staðir til framúraksturs og mótin geta verið spennandi. Það er gott veganesti að mæta í mótið eftir að hafa komist á verðlaunapall í síðustu keppni. Við munum vinna að því að kappi að bæta bílinn og stefnum á árangursríka mótshelgi", sagði Rosberg. Sýnt er frá æfingum keppnisliða á Hockenheim á föstudag á Stöð 2 Sport kl. 19.30, lokæfingunni á laugardag kl. 08.55 og tímatökunni kl. 11.45. Kappaksturinn er sýndur, eins og tímatakan daginn áður í opinni dagskrá á sunnudag kl. 11.30. Þátturinn Endamarkið er strax eftir keppni í læstri dagskrá. Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni Sport Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Fleiri fréttir Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Þjóðverjinn Nico Rosberg keppir á Hockenheim brautinni í Þýskalandi um helgina og ekur Mercedes, sem er heimamerki, þó bækistöðvar liðsins séu í Bretlandi. Honum og Michael Schumacher verður örugglega vel fagnað á heimavelli, en Rosberg er ofar landa sínum í stigamótinu. Rosberg komst á verðlaunapall í síðustu keppni, sem var á Silverstone, en hann varð í þriðja sæti á eftir Mark Webber og Lewis Hamilton, en sá síðarnefndi er ágætur vinur hans frá fyrri tíð. "Þýski kappaksturinn er alltaf sérstakur fyrir þýskan ökumann og enn frekar, þar sem ég keyri fyrir Mercedes", sagði Rosberg í fréttatilkynningu liðsins á f1.com. "Ég á góðar minningar frá Hockenheim, þar sem ég vann í þremur undirmótaröðum sem ég keppti í á brautinni og vann minn fyrsta sigur í opnum kappakstursbíl á brautinni. Það er mögnuð stemmning og ótrúlegur hávaði á áhorfendasvæðinu og gaman að upplifa stuðning áhorfenda við þýska ökumenn." "Ég elska brautina, sem reynir talsvert á. Það eru staðir til framúraksturs og mótin geta verið spennandi. Það er gott veganesti að mæta í mótið eftir að hafa komist á verðlaunapall í síðustu keppni. Við munum vinna að því að kappi að bæta bílinn og stefnum á árangursríka mótshelgi", sagði Rosberg. Sýnt er frá æfingum keppnisliða á Hockenheim á föstudag á Stöð 2 Sport kl. 19.30, lokæfingunni á laugardag kl. 08.55 og tímatökunni kl. 11.45. Kappaksturinn er sýndur, eins og tímatakan daginn áður í opinni dagskrá á sunnudag kl. 11.30. Þátturinn Endamarkið er strax eftir keppni í læstri dagskrá.
Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni Sport Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Fleiri fréttir Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira