Íslensk kona ákærð fyrir milljóna dollara fjárkúgun 9. nóvember 2010 06:00 Vickram Bedi og Helga Ingvarsdóttir. Íslensk kona, Helga Ingvarsdóttir, var handtekin ásamt kærasta sínum, Vickram Bedi, í Bandaríkjunum á fimmtudag fyrir stórfellda fjárkúgun. Samkvæmt bandaríska fréttamiðlinum Patch.com, telur lögreglan í Harrison í New York-ríki að upphæðirnar sem parið kúgaði út úr fórnarlambi sínu hafi verið allt að 20 milljónir Bandaríkjadala. Skrifstofa saksóknara í Westchester segir upphæðina nema um 6 milljónum Bandaríkjadala. Parið er ákært fyrir að hafa kúgað erfingja olíufyrirtækis um fyrrnefndar upphæðir á löngu árabili og eiga þau yfir höfði sér allt að 25 ára fangelsisdóm. Lögreglan í Harrison segir í samtali við fjölmiðla vestanhafs að málið hafi verið í rannsókn síðan í ágúst. Eftir húsleit á heimili parsins í Chappaqua og í fyrirtæki þeirra, Datalink Computers, var lagt hald á 17 milljónir íslenskra króna í reiðufé, farartæki og skartgripi. Saksóknari sagði á blaðamannafundi í gær að hin ákærðu hefðu svikið féð út úr fórnarlambinu með flóknum lygum. Urður Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, staðfestir að íslensk kona hafi verið handtekin í Bandaríkjunum og ráðuneytið hafi verið í sambandi við fjölskyldu hennar til að aðstoða þau við framhaldið. Silas, munkurinn morðóði í Da Vinci-lyklinum, var meðlimur í Opus Dei. Eins og flétta í Hollywood-mynd Samkvæmt patch.com áttu Helga og Bedi tölvufyrirtæki sem heitir Datalink. Fórnarlambið, sem er af ríkum ættum, leitaði aðstoðar hjá Datalink eftir að tölvan hans sýktist af vírus árið 2004. Bedi segir fórnarlambinu fljótlega að hann og fjölskylda hans séu í bráðri hættu. Á sex ára tímabili kokkar parið upp ótrúlega lygasögu. Það segist hafa rakið vírusinn til tölvu sem sem var í þorpi í Hondúras. Bedi segir fórnarlambinu að hann hafi sent frænda sinn, sem sé í indverska hernum, til Hondúras til að eyðileggja tölvuna. Hann hafi farið á herflugvél til Hondúras og í þorpinu hitt fyrir pólska presta með tengsl inn í kaþólsku trúarregluna Opus Dei. Bedi fullyrðir síðan að hann sjálfur sé nú farinn að starfa með bandarísku leyniþjónustunni (CIA) í þeim tilgangi að stöðva ráðabrugg pólsku prestanna. Talið er að fórnarlambið hafi á sex ára tímabili greitt Helgu og Bedi á bilinu 660 til 2.200 milljónir. Fréttir Innlent Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Fleiri fréttir Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Sjá meira
Íslensk kona, Helga Ingvarsdóttir, var handtekin ásamt kærasta sínum, Vickram Bedi, í Bandaríkjunum á fimmtudag fyrir stórfellda fjárkúgun. Samkvæmt bandaríska fréttamiðlinum Patch.com, telur lögreglan í Harrison í New York-ríki að upphæðirnar sem parið kúgaði út úr fórnarlambi sínu hafi verið allt að 20 milljónir Bandaríkjadala. Skrifstofa saksóknara í Westchester segir upphæðina nema um 6 milljónum Bandaríkjadala. Parið er ákært fyrir að hafa kúgað erfingja olíufyrirtækis um fyrrnefndar upphæðir á löngu árabili og eiga þau yfir höfði sér allt að 25 ára fangelsisdóm. Lögreglan í Harrison segir í samtali við fjölmiðla vestanhafs að málið hafi verið í rannsókn síðan í ágúst. Eftir húsleit á heimili parsins í Chappaqua og í fyrirtæki þeirra, Datalink Computers, var lagt hald á 17 milljónir íslenskra króna í reiðufé, farartæki og skartgripi. Saksóknari sagði á blaðamannafundi í gær að hin ákærðu hefðu svikið féð út úr fórnarlambinu með flóknum lygum. Urður Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, staðfestir að íslensk kona hafi verið handtekin í Bandaríkjunum og ráðuneytið hafi verið í sambandi við fjölskyldu hennar til að aðstoða þau við framhaldið. Silas, munkurinn morðóði í Da Vinci-lyklinum, var meðlimur í Opus Dei. Eins og flétta í Hollywood-mynd Samkvæmt patch.com áttu Helga og Bedi tölvufyrirtæki sem heitir Datalink. Fórnarlambið, sem er af ríkum ættum, leitaði aðstoðar hjá Datalink eftir að tölvan hans sýktist af vírus árið 2004. Bedi segir fórnarlambinu fljótlega að hann og fjölskylda hans séu í bráðri hættu. Á sex ára tímabili kokkar parið upp ótrúlega lygasögu. Það segist hafa rakið vírusinn til tölvu sem sem var í þorpi í Hondúras. Bedi segir fórnarlambinu að hann hafi sent frænda sinn, sem sé í indverska hernum, til Hondúras til að eyðileggja tölvuna. Hann hafi farið á herflugvél til Hondúras og í þorpinu hitt fyrir pólska presta með tengsl inn í kaþólsku trúarregluna Opus Dei. Bedi fullyrðir síðan að hann sjálfur sé nú farinn að starfa með bandarísku leyniþjónustunni (CIA) í þeim tilgangi að stöðva ráðabrugg pólsku prestanna. Talið er að fórnarlambið hafi á sex ára tímabili greitt Helgu og Bedi á bilinu 660 til 2.200 milljónir.
Fréttir Innlent Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Fleiri fréttir Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Sjá meira