Umfjöllun: Brynjar með skotsýningu í sigri KR-inga á Njarðvík Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. febrúar 2010 23:04 Fannar Ólafsson og félagar í KR voru grimmir í kvöld eins og sjá má á þessari mynd. Mynd/Vilhelm KR-ingar náðu fjögurra stiga forskot á toppi Iceland Express deildar karla með tólf stiga sigri á Njarðvík, 89-77, í DHL-Höllinni í kvöld. Eftir jafnan en sveiflukenndan leik þá sýndu KR-ingar mikla yfirburði í lokaleikhlutanum og tryggðu sér sinn fyrsta sigur á Njarðvíkingum í vetur. Þetta var fjórða tap Njarðvíkur í röð í deild og bikar og það er ljóst að Sigurður Ingimundarson er í miklum vandræðum með að koma liðinu aftur í gang. Koma Nick Bradford virðist hafa haft þveröfug áhrif á liðið og leikmenn liðsins átti fá svör þegar KR-ingar hertu vörnina í lokaleikhlutanum. Maður kvöldsins var án nokkurs vafa KR-ingurinn Brynjar Þór Björnsson sem hitti úr 10 af 14 skotum sínum og skoraði alls 33 stig. Brynjar setti niður sjö þrista úr ellefu skotum í leiknum og margar körfur hans komu á mjög mikilvægum tímapunktum fyrir Vesturbæjarliðið. Njarðvíkurliðið byrjaði leikinn vel og komst í 11-6 en Nick Bradford var með 7 af þessum fyrstu 11 stigum liðsins. Níu stig KR-inga í röð þar af sjö frá Brynjar Þór Björnssyni færði þeim hinsvegar frumkvæðið sem þeir héldu út leikhlutann en KR var 27-18 yfir eftir fyrsta leikhlutann. Tommy Johnson var þarna kominn með 10 stig en hann leiddi sókn KR-liðsins á lokakafla leikhlutans. Njarðvíkingar komu sterkir til baka í öðrum leikhluta, svæðisvörn Njarðvíkurliðsins hægði á KR-sókninni og liðið náði síðan frumkvæðinu að nýju með því að skora níu stig í röð og komast 46-40 yfir. Magnús Þór Gunnarsson skoraði á þessu kafla tvo flotta þrista sem voru hans einu körfur í hálfleiknum. Njarðvík var að lokum 49-44 yfir í hálfleik. Jóhann Árni Ólafsson átti mjög góðan annan leikhluta og var kominn með 14 stig í hálfleik. Magnús Þór byrjaði seinni hálfleikinn á því að setja fimm fyrstu stig hálfleiksins og koma Njarðvík 11 stigum yfir, 55-44. Brynjar Þór kom KR aftur af stað með tíu stigum á stuttum tíma og KR kom muninum aftur niður í eitt stig. 59-60. Liðin skiptust um að ná forustunni það sem eftir lifði leikhlutans en staðan var síðan 70-70 eftir þriðja leikhluta. Það stefndi því allt í jafnan lokaleikhluta en önnur var raunin. KR-ingar skoruðu 11 af fyrstu 12 stigum fjórða leikhluta og voru komnir með þrettán stiga forskot, 86-73, þegar 2 og hálf mínúta var eftir. Njarðvíkingar frusu hreinlega á úrslitastundu og létu vesturbæinga labba yfir sig á lokakaflanum. Brynjar Þór Björnsson átti stórkostlegan leik fyrir KR-inga og var með 33 stig. Tommy Johnson skoraði 22 stig og Pavel Ermolinski gældi við þrennuna með 10 stigum, 9 fráköstum og 8 stoðsendingum. Semja Inge kom líka inn með frábæran kraft í vörnina og vann hann ófáa lausa bolta í þessum leik. Jóhann Árni Ólafsson var með 19 stig hjá Njarðvík, Magnús Þór Gunnarsson skoraði 16 stig og Nick Bradford var með 16 stig og 8 stoðsendingar. Dominos-deild karla Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Fleiri fréttir „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Sjá meira
KR-ingar náðu fjögurra stiga forskot á toppi Iceland Express deildar karla með tólf stiga sigri á Njarðvík, 89-77, í DHL-Höllinni í kvöld. Eftir jafnan en sveiflukenndan leik þá sýndu KR-ingar mikla yfirburði í lokaleikhlutanum og tryggðu sér sinn fyrsta sigur á Njarðvíkingum í vetur. Þetta var fjórða tap Njarðvíkur í röð í deild og bikar og það er ljóst að Sigurður Ingimundarson er í miklum vandræðum með að koma liðinu aftur í gang. Koma Nick Bradford virðist hafa haft þveröfug áhrif á liðið og leikmenn liðsins átti fá svör þegar KR-ingar hertu vörnina í lokaleikhlutanum. Maður kvöldsins var án nokkurs vafa KR-ingurinn Brynjar Þór Björnsson sem hitti úr 10 af 14 skotum sínum og skoraði alls 33 stig. Brynjar setti niður sjö þrista úr ellefu skotum í leiknum og margar körfur hans komu á mjög mikilvægum tímapunktum fyrir Vesturbæjarliðið. Njarðvíkurliðið byrjaði leikinn vel og komst í 11-6 en Nick Bradford var með 7 af þessum fyrstu 11 stigum liðsins. Níu stig KR-inga í röð þar af sjö frá Brynjar Þór Björnssyni færði þeim hinsvegar frumkvæðið sem þeir héldu út leikhlutann en KR var 27-18 yfir eftir fyrsta leikhlutann. Tommy Johnson var þarna kominn með 10 stig en hann leiddi sókn KR-liðsins á lokakafla leikhlutans. Njarðvíkingar komu sterkir til baka í öðrum leikhluta, svæðisvörn Njarðvíkurliðsins hægði á KR-sókninni og liðið náði síðan frumkvæðinu að nýju með því að skora níu stig í röð og komast 46-40 yfir. Magnús Þór Gunnarsson skoraði á þessu kafla tvo flotta þrista sem voru hans einu körfur í hálfleiknum. Njarðvík var að lokum 49-44 yfir í hálfleik. Jóhann Árni Ólafsson átti mjög góðan annan leikhluta og var kominn með 14 stig í hálfleik. Magnús Þór byrjaði seinni hálfleikinn á því að setja fimm fyrstu stig hálfleiksins og koma Njarðvík 11 stigum yfir, 55-44. Brynjar Þór kom KR aftur af stað með tíu stigum á stuttum tíma og KR kom muninum aftur niður í eitt stig. 59-60. Liðin skiptust um að ná forustunni það sem eftir lifði leikhlutans en staðan var síðan 70-70 eftir þriðja leikhluta. Það stefndi því allt í jafnan lokaleikhluta en önnur var raunin. KR-ingar skoruðu 11 af fyrstu 12 stigum fjórða leikhluta og voru komnir með þrettán stiga forskot, 86-73, þegar 2 og hálf mínúta var eftir. Njarðvíkingar frusu hreinlega á úrslitastundu og létu vesturbæinga labba yfir sig á lokakaflanum. Brynjar Þór Björnsson átti stórkostlegan leik fyrir KR-inga og var með 33 stig. Tommy Johnson skoraði 22 stig og Pavel Ermolinski gældi við þrennuna með 10 stigum, 9 fráköstum og 8 stoðsendingum. Semja Inge kom líka inn með frábæran kraft í vörnina og vann hann ófáa lausa bolta í þessum leik. Jóhann Árni Ólafsson var með 19 stig hjá Njarðvík, Magnús Þór Gunnarsson skoraði 16 stig og Nick Bradford var með 16 stig og 8 stoðsendingar.
Dominos-deild karla Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Fleiri fréttir „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Sjá meira