Búnaður sem nýtist öllum æskilegastur 1. júlí 2010 04:00 Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra Dómsmálaráðherra segir að huga þurfi að nauðsynlegum aðgerðum til að bæta öryggi lögreglumanna: „Ég mun óska eftir því við ríkislögreglustjóra að embættið taki sérstaklega til umfjöllunar öryggi lögreglumanna og að gerðar verði viðeigandi ráðstafanir til úrbóta eða tillögum skilað til ráðuneytisins." Þetta segir Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra vegna umfjöllunar Fréttablaðsins fyrr í vikunni um tíðara og harðara ofbeldi borgara gegn lögreglumönnum við skyldustörf, oft samfara varanlegum skaða hjá þeim síðarnefndu. „Það álitaefni hefur verið til umfjöllunar um árabil hvort lögreglumenn og fangaverðir taki í notkun rafstuðtæki, öðru nafni rafbyssur," segir dómsmálaráðherra. „Ríkislögreglustjóri hefur komist að þeirri niðurstöðu að rafbyssa hafi umtalsverða kosti sem valdbeitingartæki með takmarkaðri áhættu. Þó hefur hann ekki talið ástæðu til, að svo stöddu, að búa öll lögreglulið rafbyssum. Til skoðunar kæmi að heimila sérsveitinni notkun á þeim til reynslu sem valkost í stað skotvopna." Ráðherra segir að í ljósi niðurstöðu ríkislögreglustjóra hafi verið litið svo á, við núverandi stöðu í ríkisfjármálum, að í öllu falli sé skynsamlegra að nota þá takmörkuðu fjármuni, sem lögregla hefur til búnaðarkaupa, til að kaupa búnað sem nýtist sem flestum lögreglumönnum, í stað þess að lagt verði út í kostnað við að vopna sérsveitina með rafbyssum. „Lögreglan hefur þurft að þola niðurskurð fjárheimilda og þess sér stað í starfseminni. Lögreglumenn eru uggandi um öryggi sitt og huga þarf að nauðsynlegum aðgerðum til að búa betur að því." - jss Innlent Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fleiri fréttir Mikill kraftur í íslenska atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Sjá meira
Dómsmálaráðherra segir að huga þurfi að nauðsynlegum aðgerðum til að bæta öryggi lögreglumanna: „Ég mun óska eftir því við ríkislögreglustjóra að embættið taki sérstaklega til umfjöllunar öryggi lögreglumanna og að gerðar verði viðeigandi ráðstafanir til úrbóta eða tillögum skilað til ráðuneytisins." Þetta segir Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra vegna umfjöllunar Fréttablaðsins fyrr í vikunni um tíðara og harðara ofbeldi borgara gegn lögreglumönnum við skyldustörf, oft samfara varanlegum skaða hjá þeim síðarnefndu. „Það álitaefni hefur verið til umfjöllunar um árabil hvort lögreglumenn og fangaverðir taki í notkun rafstuðtæki, öðru nafni rafbyssur," segir dómsmálaráðherra. „Ríkislögreglustjóri hefur komist að þeirri niðurstöðu að rafbyssa hafi umtalsverða kosti sem valdbeitingartæki með takmarkaðri áhættu. Þó hefur hann ekki talið ástæðu til, að svo stöddu, að búa öll lögreglulið rafbyssum. Til skoðunar kæmi að heimila sérsveitinni notkun á þeim til reynslu sem valkost í stað skotvopna." Ráðherra segir að í ljósi niðurstöðu ríkislögreglustjóra hafi verið litið svo á, við núverandi stöðu í ríkisfjármálum, að í öllu falli sé skynsamlegra að nota þá takmörkuðu fjármuni, sem lögregla hefur til búnaðarkaupa, til að kaupa búnað sem nýtist sem flestum lögreglumönnum, í stað þess að lagt verði út í kostnað við að vopna sérsveitina með rafbyssum. „Lögreglan hefur þurft að þola niðurskurð fjárheimilda og þess sér stað í starfseminni. Lögreglumenn eru uggandi um öryggi sitt og huga þarf að nauðsynlegum aðgerðum til að búa betur að því." - jss
Innlent Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fleiri fréttir Mikill kraftur í íslenska atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Sjá meira