Alþingi fær málskotsrétt til forseta Svavar Gestsson skrifar 13. nóvember 2010 06:30 Forseti Íslands lýsti því yfir á dögunum að hann íhugaði að setja Icesave-málið aftur í þjóðaratkvæði. Hann dró ummæli sín ekki til baka í yfirlýsingu frá forsetaskrifstofunni sama dag eins og hann hefði getað gert en vildi greinilega ekki gera. Þar með hefur hann í raun afnumið þingræðið í þessu máli - og hann getur það í fleiri málum. Nú er vitað að niðurskurður í heilbrigðismálum úti á landi er afar óvinsælt mál þar. Verður fjárlagafrumvarpið sent til þjóðaratkvæðis? Rökrétt afleiðing af þessari afstöðu forsetans væri sú að framvegis byrjaði Alþingi á því að spyrja forsetann áður en mál væri til meðferðar á Alþingi hvort líklegt væri að forsetinn myndi fallast á málið eða ekki. Alþingi hefur málskotsrétt til forsetans. Hvernig ætlar Alþingi að höggva á þennan hnút? Forsetinn getur tekið sér þetta vald gagnvart Alþingi af því að Alþingi er svo óvinsælt - meðal annars fyrir málflutning þingmannanna sjálfra - að enginn mun taka upp hanskann fyrir Alþingi. Ólafur mun því halda áfram; hann verður eins og Pútín og Medvedjeff í einum og sama manninum. Forsetinn getur líka komist upp með þetta vegna þess að það er ekki bannað í stjórnarskránni, engin skýr lög hafa verið sett um forsetaembættið. Þau þarf að setja og það er vel hægt að setja lög um forsetaembættið á grundvelli stjórnarskrárinnar eins og hún er. Þetta er ekki skrifað hér í hálfkæringi og enn síður í gríni. Hér er komið að kjarna lýðræðisins, þingræðinu: Viljum við þingræði eða viljum við eitthvað allt annað? Sú stjórnskipun sem Ólafur Ragnar hefur skapað hefur ekkert nafn því hvergi á jörðinni er þingið svo lítilsiglt að það þurfi að biðja um leyfi hjá þjóðhöfðingjanum til þess að fá að samþykkja mál. Unir Alþingi þessu eða er það kannski orðið alger drusla? Ólafur Ragnar hefur setið í 16 ár, fjögur kjörtímabil. Hann gengst upp í því að setja söguleg met. Hann mun bjóða sig fram til fimmta kjörtímabilsins og hann hefur fundið pottþétta aðferð til að tryggja sér kosningu: Hann setur erfið mál í þjóðaratkvæði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Gestsson Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Sjá meira
Forseti Íslands lýsti því yfir á dögunum að hann íhugaði að setja Icesave-málið aftur í þjóðaratkvæði. Hann dró ummæli sín ekki til baka í yfirlýsingu frá forsetaskrifstofunni sama dag eins og hann hefði getað gert en vildi greinilega ekki gera. Þar með hefur hann í raun afnumið þingræðið í þessu máli - og hann getur það í fleiri málum. Nú er vitað að niðurskurður í heilbrigðismálum úti á landi er afar óvinsælt mál þar. Verður fjárlagafrumvarpið sent til þjóðaratkvæðis? Rökrétt afleiðing af þessari afstöðu forsetans væri sú að framvegis byrjaði Alþingi á því að spyrja forsetann áður en mál væri til meðferðar á Alþingi hvort líklegt væri að forsetinn myndi fallast á málið eða ekki. Alþingi hefur málskotsrétt til forsetans. Hvernig ætlar Alþingi að höggva á þennan hnút? Forsetinn getur tekið sér þetta vald gagnvart Alþingi af því að Alþingi er svo óvinsælt - meðal annars fyrir málflutning þingmannanna sjálfra - að enginn mun taka upp hanskann fyrir Alþingi. Ólafur mun því halda áfram; hann verður eins og Pútín og Medvedjeff í einum og sama manninum. Forsetinn getur líka komist upp með þetta vegna þess að það er ekki bannað í stjórnarskránni, engin skýr lög hafa verið sett um forsetaembættið. Þau þarf að setja og það er vel hægt að setja lög um forsetaembættið á grundvelli stjórnarskrárinnar eins og hún er. Þetta er ekki skrifað hér í hálfkæringi og enn síður í gríni. Hér er komið að kjarna lýðræðisins, þingræðinu: Viljum við þingræði eða viljum við eitthvað allt annað? Sú stjórnskipun sem Ólafur Ragnar hefur skapað hefur ekkert nafn því hvergi á jörðinni er þingið svo lítilsiglt að það þurfi að biðja um leyfi hjá þjóðhöfðingjanum til þess að fá að samþykkja mál. Unir Alþingi þessu eða er það kannski orðið alger drusla? Ólafur Ragnar hefur setið í 16 ár, fjögur kjörtímabil. Hann gengst upp í því að setja söguleg met. Hann mun bjóða sig fram til fimmta kjörtímabilsins og hann hefur fundið pottþétta aðferð til að tryggja sér kosningu: Hann setur erfið mál í þjóðaratkvæði.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun