Alonso: Þurfum að vera klókir í tímatökum 14. maí 2010 17:38 Fernando Alonso hjá Ferrari er í öðru sæti í stigakeppni ökumanna á eftir Jenson Button. Mynd: Getty Images Spánverjinn Fernando Alonso hjá Ferrari náði besta tíma á báðum æfingum á fimmtudag fyrir Mónakó kappaksturinn um helgina. Á morgun verður þriðja æfing keppnisliða og svo tímatakan í hádeginu, hvorutveggja í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. "Það er ljóst að menn verða að hafa fullt sjálfstraust á svona braut og maður verður að finna sig um borð í bílnum, til að hámarka möguleika sína. Það er gott að byrja vel á æfingum til að þurfa ekki að leita að kraftaverki varðandi uppsetningu bílsins", sagði Alonso í frétt á autosport.com. "Við Massa vorum ánægður með æfingarnar, en við vitum báðir að það verður hart barist í tímatökunni. Það var þriðjungur úr sekúndu á milli toppmanna og það eru sjö eða átta bílar með góða möguleika. Við megum engin mistök gera og verður að vera fullkomnir á laugardag." "Við höfum bætt okkur frá því í Barcelona og vonandi erum við ekki lengur sekúndu á eftir Red Bull. Við höfum stundum verið sterkir á fyrstu æfingum sem og McLaren, en svo hafa Red Bull menn náð besta tímanum í tímatökum. Við verðum að vera klárir, annars lendum við í sjötta eða sjöunda sæti", sagði Alonso. Sjá brautarlýsingu frá Mónakó Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Spánverjinn Fernando Alonso hjá Ferrari náði besta tíma á báðum æfingum á fimmtudag fyrir Mónakó kappaksturinn um helgina. Á morgun verður þriðja æfing keppnisliða og svo tímatakan í hádeginu, hvorutveggja í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. "Það er ljóst að menn verða að hafa fullt sjálfstraust á svona braut og maður verður að finna sig um borð í bílnum, til að hámarka möguleika sína. Það er gott að byrja vel á æfingum til að þurfa ekki að leita að kraftaverki varðandi uppsetningu bílsins", sagði Alonso í frétt á autosport.com. "Við Massa vorum ánægður með æfingarnar, en við vitum báðir að það verður hart barist í tímatökunni. Það var þriðjungur úr sekúndu á milli toppmanna og það eru sjö eða átta bílar með góða möguleika. Við megum engin mistök gera og verður að vera fullkomnir á laugardag." "Við höfum bætt okkur frá því í Barcelona og vonandi erum við ekki lengur sekúndu á eftir Red Bull. Við höfum stundum verið sterkir á fyrstu æfingum sem og McLaren, en svo hafa Red Bull menn náð besta tímanum í tímatökum. Við verðum að vera klárir, annars lendum við í sjötta eða sjöunda sæti", sagði Alonso. Sjá brautarlýsingu frá Mónakó
Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira