Opið bréf til heilbrigðisráðherra 10. nóvember 2010 06:00 Ágæti ráðherra. Fyrirhugaður niðurskurður á grunnþjónustu á sjúkrahúsum á landsbyggðinni vekur upp áleitnar spurningar. Ljóst er að tillögurnar fela í sér kerfisbreytingu þar sem þungi niðurskurðarins lendir á stofnunum sem nú standa fyrir u.þ.b. 10% af útgjöldum til heilbrigðismála. Heildarniðurskurðurinn í heilbrigðiskerfinu nemur um 4,7 milljörðum króna, þar af 3 milljörðum á héraðssjúkrahúsunum. Af þessu leiðir að verkefni verða færð frá héraðssjúkrahúsunum til Landspítala - Háskólasjúkrahúss og Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri og reyndar að öllum líkindum til einkalæknastofa í Reykjavík. Með þessum niðurskurði er því verið að ráðast í stórfellda kerfisbreytingu á fyrirkomulagi heilbrigðisþjónustunnar í landinu sem ekki hefur farið nein skipulögð umræða um. Hvers vegna ráðfærðu starfsmenn ráðuneytisins sig ekki við forsvarsmenn héraðssjúkrahúsanna áður en tillögurnar komu fram. Þeir fengu fyrst að heyra af þeim degi áður en fjárlagafrumvarpið var lagt fram? Telur ráðherrann þetta skynsamleg vinnubrögð? Hefur verið reiknað út hvaða kostnaðaraukning verður á LSH og FSA bæði hvað varðar rekstur og stofnkostnað sem leggja verður út í til að geta tekið við auknum verkefnum? Hefur verið reiknaður út kostnaður heilbrigðiskerfisins vegna flutnings sjúklinga frá dreifðari byggðum til Reykjavíkur og Akureyrar? Hefur kostnaður sem leggst á sjúklinga og aðstandendur þeirra vegna vinnutaps, ferða og dvalar í Reykjavík og á Akureyri verið metinn? Látið hefur verið í veðri vaka, bæði af læknum á Landspítalanum og stjórnmálamönnum sem tekið hafa undir með þeim, að ástæðulaust sé að reka litla landspítala úti um allt land þar sem héraðssjúkrahúsin hafi ekki yfir nægilegri fagþekkingu að ráða og öryggi sjúklinga þeirra þar með ógnað. Er ráðherrann sammála þessum sjónarmiðum og að þess vegna sé rétt að færa verkefni frá héraðssjúkrahúsunum á Suðurlandi til Landspítalans? Er ekki ábyrgðarhluti að grafa undan trausti á héraðssjúkrahúsunum með þessum hætti og vekja upp tortryggni gagnvart þjónustunni sem þau veita? Með tillögunum mun Landspítalinn verða umdæmissjúkrahús Sunnlendinga og taka við og sinna: Öllum sjúklingum sem liggja banaleguna; krabbameinssjúklingum; öllum almennum lyflæknissjúklingum; aðgerðarsjúklingum frá LSH sem verða alla leguna á LSH í stað þess að liggja eftir aðgerð í heimabyggð; öllum sjúklingum með sýkingar sem þurfa innlögn; öllum fæðingum; öllum heimsóknum mæðra í aðdraganda fæðingar; sængurlegu mæðra sem geta ekki nýtt sér heimaþjónustu ljósmæðra. Er ofantalin þjónusta byggð á tækni og fagþekkingu sem héraðssjúkrahúsin á Selfossi, Vestmannaeyjum og Hornafirði hafa ekki yfir að ráða? Er líklegt að þessi þjónusta verði ódýrari á Landspítalanum en á héraðssjúkrahúsunum á Suðurlandi? Í sumar sem leið fengu landshlutasamtök sveitarfélaga á Suðurlandi, Suðurnesjum og Vesturlandi Guðrúnu Bryndísi Karlsdóttur verkfræðing til að gera úttekt á skýrslu um endurskipulagningu sjúkrahúsþjónustu á suðvesturhorninu sem unnin var að tilhlutan heilbrigðisráðuneytisins sl. vetur. Samkvæmt úttekt Guðrúnar Bryndísar kom m.a. í ljós að sambærileg þjónusta var allt að tíu sinnum dýrari á Landspítalanum en á smærri sjúkrahúsunum. Ráðuneytinu var send úttektarskýrslan og jafnframt lýst yfir vilja til að ræða efni hennar við sérfræðinga ráðuneytisins. Engin svör bárust frá ráðuneytinu. Kann ráðherrann einhverjar skýringar á því? Hver er skýring ráðherrans á því að framlög til Heilbrigðisstofnunar Vesturlands lækka um 3% á sama tíma og þau lækka um 16-25% til heilbrigðisstofnana í Suðurkjördæmi? Bent skal á í þessu sambandi að framlög til HVE, skv. fjárlagatillögum, nema um 2.700 milljónum króna en til HSU um 1.700 milljónum þrátt fyrir að íbúar á svæði HVE séu um fjórðungi færri en á starfssvæði HSU. Einnig að töluvert styttra er til Reykjavíkur frá Akranesi en frá Selfossi og ekki um fjallveg að fara. Hefur verið reiknað út hvað aukið álag hjá einkastofum í Reykjavík, sem leiðir af þessum breytingum, kostar heilbrigðiskerfið? Nú eru horfur á að Sjúkratryggingar Íslands sem fjármagna starfsemi einkastofanna muni fara um 1500 milljónir fram úr heimildum fjárlaga á þessu ári og fyrrverandi heilbrigðisráðherra Álfheiður Ingadóttir svaraði því aðspurð að ekki hefði tekist að fá lækna til að fara að fyrirmælum fjárlaga vegna samninga sem þeir hafa við Sjúkratryggingar. Telur heilbrigðisráðherrann líklegt að árangur við sparnað í rekstri heilbrigðiskerfisins náist með því að auka viðskipti ríkisins við einkastofur lækna? Að lokum. Er hugsanlegt að þessar breytingar séu fyrirhugðar til að réttlæta byggingu hátæknisjúkrahúss í Vatnsmýrinni? Væri ekki rétt áður en lengra er haldið að kanna rækilega hvort þau áform eru skynsamleg og réttlætanleg nú þegar ríkissjóður glímir við mikinn hallarekstur. Væri ekki nær að nýta þá fjárfestingu betur sem til staðar er á héraðssjúkrahúsunum áður en lagt er út í rándýrar framkvæmdir? Með von um greinargóð svör. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Ágæti ráðherra. Fyrirhugaður niðurskurður á grunnþjónustu á sjúkrahúsum á landsbyggðinni vekur upp áleitnar spurningar. Ljóst er að tillögurnar fela í sér kerfisbreytingu þar sem þungi niðurskurðarins lendir á stofnunum sem nú standa fyrir u.þ.b. 10% af útgjöldum til heilbrigðismála. Heildarniðurskurðurinn í heilbrigðiskerfinu nemur um 4,7 milljörðum króna, þar af 3 milljörðum á héraðssjúkrahúsunum. Af þessu leiðir að verkefni verða færð frá héraðssjúkrahúsunum til Landspítala - Háskólasjúkrahúss og Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri og reyndar að öllum líkindum til einkalæknastofa í Reykjavík. Með þessum niðurskurði er því verið að ráðast í stórfellda kerfisbreytingu á fyrirkomulagi heilbrigðisþjónustunnar í landinu sem ekki hefur farið nein skipulögð umræða um. Hvers vegna ráðfærðu starfsmenn ráðuneytisins sig ekki við forsvarsmenn héraðssjúkrahúsanna áður en tillögurnar komu fram. Þeir fengu fyrst að heyra af þeim degi áður en fjárlagafrumvarpið var lagt fram? Telur ráðherrann þetta skynsamleg vinnubrögð? Hefur verið reiknað út hvaða kostnaðaraukning verður á LSH og FSA bæði hvað varðar rekstur og stofnkostnað sem leggja verður út í til að geta tekið við auknum verkefnum? Hefur verið reiknaður út kostnaður heilbrigðiskerfisins vegna flutnings sjúklinga frá dreifðari byggðum til Reykjavíkur og Akureyrar? Hefur kostnaður sem leggst á sjúklinga og aðstandendur þeirra vegna vinnutaps, ferða og dvalar í Reykjavík og á Akureyri verið metinn? Látið hefur verið í veðri vaka, bæði af læknum á Landspítalanum og stjórnmálamönnum sem tekið hafa undir með þeim, að ástæðulaust sé að reka litla landspítala úti um allt land þar sem héraðssjúkrahúsin hafi ekki yfir nægilegri fagþekkingu að ráða og öryggi sjúklinga þeirra þar með ógnað. Er ráðherrann sammála þessum sjónarmiðum og að þess vegna sé rétt að færa verkefni frá héraðssjúkrahúsunum á Suðurlandi til Landspítalans? Er ekki ábyrgðarhluti að grafa undan trausti á héraðssjúkrahúsunum með þessum hætti og vekja upp tortryggni gagnvart þjónustunni sem þau veita? Með tillögunum mun Landspítalinn verða umdæmissjúkrahús Sunnlendinga og taka við og sinna: Öllum sjúklingum sem liggja banaleguna; krabbameinssjúklingum; öllum almennum lyflæknissjúklingum; aðgerðarsjúklingum frá LSH sem verða alla leguna á LSH í stað þess að liggja eftir aðgerð í heimabyggð; öllum sjúklingum með sýkingar sem þurfa innlögn; öllum fæðingum; öllum heimsóknum mæðra í aðdraganda fæðingar; sængurlegu mæðra sem geta ekki nýtt sér heimaþjónustu ljósmæðra. Er ofantalin þjónusta byggð á tækni og fagþekkingu sem héraðssjúkrahúsin á Selfossi, Vestmannaeyjum og Hornafirði hafa ekki yfir að ráða? Er líklegt að þessi þjónusta verði ódýrari á Landspítalanum en á héraðssjúkrahúsunum á Suðurlandi? Í sumar sem leið fengu landshlutasamtök sveitarfélaga á Suðurlandi, Suðurnesjum og Vesturlandi Guðrúnu Bryndísi Karlsdóttur verkfræðing til að gera úttekt á skýrslu um endurskipulagningu sjúkrahúsþjónustu á suðvesturhorninu sem unnin var að tilhlutan heilbrigðisráðuneytisins sl. vetur. Samkvæmt úttekt Guðrúnar Bryndísar kom m.a. í ljós að sambærileg þjónusta var allt að tíu sinnum dýrari á Landspítalanum en á smærri sjúkrahúsunum. Ráðuneytinu var send úttektarskýrslan og jafnframt lýst yfir vilja til að ræða efni hennar við sérfræðinga ráðuneytisins. Engin svör bárust frá ráðuneytinu. Kann ráðherrann einhverjar skýringar á því? Hver er skýring ráðherrans á því að framlög til Heilbrigðisstofnunar Vesturlands lækka um 3% á sama tíma og þau lækka um 16-25% til heilbrigðisstofnana í Suðurkjördæmi? Bent skal á í þessu sambandi að framlög til HVE, skv. fjárlagatillögum, nema um 2.700 milljónum króna en til HSU um 1.700 milljónum þrátt fyrir að íbúar á svæði HVE séu um fjórðungi færri en á starfssvæði HSU. Einnig að töluvert styttra er til Reykjavíkur frá Akranesi en frá Selfossi og ekki um fjallveg að fara. Hefur verið reiknað út hvað aukið álag hjá einkastofum í Reykjavík, sem leiðir af þessum breytingum, kostar heilbrigðiskerfið? Nú eru horfur á að Sjúkratryggingar Íslands sem fjármagna starfsemi einkastofanna muni fara um 1500 milljónir fram úr heimildum fjárlaga á þessu ári og fyrrverandi heilbrigðisráðherra Álfheiður Ingadóttir svaraði því aðspurð að ekki hefði tekist að fá lækna til að fara að fyrirmælum fjárlaga vegna samninga sem þeir hafa við Sjúkratryggingar. Telur heilbrigðisráðherrann líklegt að árangur við sparnað í rekstri heilbrigðiskerfisins náist með því að auka viðskipti ríkisins við einkastofur lækna? Að lokum. Er hugsanlegt að þessar breytingar séu fyrirhugðar til að réttlæta byggingu hátæknisjúkrahúss í Vatnsmýrinni? Væri ekki rétt áður en lengra er haldið að kanna rækilega hvort þau áform eru skynsamleg og réttlætanleg nú þegar ríkissjóður glímir við mikinn hallarekstur. Væri ekki nær að nýta þá fjárfestingu betur sem til staðar er á héraðssjúkrahúsunum áður en lagt er út í rándýrar framkvæmdir? Með von um greinargóð svör.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun