Allir setjist niður og klári mál fyrirtækja 17. september 2010 06:00 Vilhjálmur Egilsson „Það er gott að fá þessa niðurstöðu og stórt skref í að eyða óvissu," segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. „Meginlínan er að dragast upp. Það sem nú þarf að gerast hvað varðar fyrirtækin er að allir setjist niður við sama borð, bankarnir og viðskiptavinirnir, og fari yfir hvernig best sé að vinna úr lánamálum fyrirtækjanna. Það verður að ganga eins hratt og mögulegt er í fjárhagslega endurskipulagningu á atvinnulífinu án þess að réttur sé tekinn af einum eða öðrum." Vilhjálmur segir ekki einhlítt hver græði og hver tapi á uppgjörinu. „Í gegnum tíðina hafa margir hagnast á þessum lánum, sem nú er búið að ákveða hvernig á að vaxtareikna aftur í tímann. Svo eru aðrir sem hafa tapað. Þá vaknar spurningin gagnvart fyrirtækjunum hvort bankarnir eigi kröfurétt á fyrirtækin sem hafa hagnast. Það er svo hin hliðin á peningnum hvað verður um fyrirtækin sem töpuðu." Alls konar mál munu koma upp, segir Vilhjálmur og nefnir dæmi: „Hvað um þau fyrirtæki sem þegar eru orðin gjaldþrota? Hvað gerist með fyrirtæki sem reynst hafa borgað of lítið, þegar lánin verða reiknuð upp?" Mestu skiptir, segir Vilhjálmur, að nú í fyrsta skipti sé hægt að taka á þessum málum þegar grundvallar óvissunni um vextina hefur verið eytt. - shá Fréttir Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Fleiri fréttir Óskandi að hægt væri að binda hnút á deiluna í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Sjá meira
„Það er gott að fá þessa niðurstöðu og stórt skref í að eyða óvissu," segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. „Meginlínan er að dragast upp. Það sem nú þarf að gerast hvað varðar fyrirtækin er að allir setjist niður við sama borð, bankarnir og viðskiptavinirnir, og fari yfir hvernig best sé að vinna úr lánamálum fyrirtækjanna. Það verður að ganga eins hratt og mögulegt er í fjárhagslega endurskipulagningu á atvinnulífinu án þess að réttur sé tekinn af einum eða öðrum." Vilhjálmur segir ekki einhlítt hver græði og hver tapi á uppgjörinu. „Í gegnum tíðina hafa margir hagnast á þessum lánum, sem nú er búið að ákveða hvernig á að vaxtareikna aftur í tímann. Svo eru aðrir sem hafa tapað. Þá vaknar spurningin gagnvart fyrirtækjunum hvort bankarnir eigi kröfurétt á fyrirtækin sem hafa hagnast. Það er svo hin hliðin á peningnum hvað verður um fyrirtækin sem töpuðu." Alls konar mál munu koma upp, segir Vilhjálmur og nefnir dæmi: „Hvað um þau fyrirtæki sem þegar eru orðin gjaldþrota? Hvað gerist með fyrirtæki sem reynst hafa borgað of lítið, þegar lánin verða reiknuð upp?" Mestu skiptir, segir Vilhjálmur, að nú í fyrsta skipti sé hægt að taka á þessum málum þegar grundvallar óvissunni um vextina hefur verið eytt. - shá
Fréttir Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Fleiri fréttir Óskandi að hægt væri að binda hnút á deiluna í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Sjá meira