Hann var afar ójafn leikur kvennaliða Íslands og Bretlands í undankeppni EM í handbolta í dag. Ísland vann yfirburðasigur, 40-20.
Haukastúlkan Hanna Guðrún Stefánsdóttir átti sannkallaðan stórleik og skoraði ein 17 mörk í leiknum.
Framstúlkurnar Stella Sigurðardóttir og Karen Knútsdóttir skoruðu síðan báðar fimm mörk.