Þingmaður VG vill kosningar án tafar 1. október 2010 04:15 „Ég vil kosningar. Þó margir efist um að þjóðin geti staðið í kosningum núna vil ég að þær fari fram strax í kjölfar niðurstöðu atkvæðagreiðslu Alþingis," segir Lilja Mósesdóttir, þingmaður VG. Að hennar mati er niðurstaða landsdómsmálsins á þriðjudag merki um að meirihluti þingsins sé ekki tilbúinn að gera bankahrunið upp. „Það verður engin varanleg endurreisn án uppgjörs. Þess vegna er mikilvægt að þingið endurnýi umboð sitt." Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, vill að kosið verði í vetur. Hann segir marga í sínum flokki vera þeirrar skoðunar en tekur fram að þingflokkurinn hafi ekki fjallað um málið. „Ég tel að ríkisstjórnin hafi brugðist og ekki tekið á þeim brýnu málum sem þarf að taka á. Þingmenn þurfa líka skýrt umboð og um leið getur fólk kosið um hvort það vilji halda áfram þessari ruglingslegu stefnu stjórnarinnar." Valgerður Bjarnadóttir Samfylkingunni telur niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar ekki tilefni kosninga. Önnur mál kunni að vera það. „Það er til dæmis alvarlegt að við náum ekki að leysa þetta óréttlætismál sem fiskveiðistjórnunarkerfið er og þessi skjaldborg er ekki svipur hjá sjón hjá því sem hún átti að vera," segir Valgerður. Hún segir að ráði stjórnin ekki við þau verkefni sé vissulega ástæða til að efna til kosninga. Sigmundur Ernir Rúnarsson, flokksbróðir Valgerðar, hefur skilyrt stuðning sinn við stjórnina við að hún komi hjólum atvinnulífsins af stað. Hann segir stjórnina hafa fáeinar vikur til að taka á þeim málum. Kveðst hann tilbúinn í kosningar en efast um að þær gagnist þjóðinni ef stjórnvöld hafa á annað borð komið atvinnulífinu af stað. Ólöf Nordal, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, skrifaði á dögunum að boða beri til kosninga hið allra fyrsta. Þingflokkur Hreyfingarinnar hefur krafist þess sama og stjórn Frjálslynda flokksins einnig. - bþs Fréttir Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Fleiri fréttir Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Sjá meira
„Ég vil kosningar. Þó margir efist um að þjóðin geti staðið í kosningum núna vil ég að þær fari fram strax í kjölfar niðurstöðu atkvæðagreiðslu Alþingis," segir Lilja Mósesdóttir, þingmaður VG. Að hennar mati er niðurstaða landsdómsmálsins á þriðjudag merki um að meirihluti þingsins sé ekki tilbúinn að gera bankahrunið upp. „Það verður engin varanleg endurreisn án uppgjörs. Þess vegna er mikilvægt að þingið endurnýi umboð sitt." Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, vill að kosið verði í vetur. Hann segir marga í sínum flokki vera þeirrar skoðunar en tekur fram að þingflokkurinn hafi ekki fjallað um málið. „Ég tel að ríkisstjórnin hafi brugðist og ekki tekið á þeim brýnu málum sem þarf að taka á. Þingmenn þurfa líka skýrt umboð og um leið getur fólk kosið um hvort það vilji halda áfram þessari ruglingslegu stefnu stjórnarinnar." Valgerður Bjarnadóttir Samfylkingunni telur niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar ekki tilefni kosninga. Önnur mál kunni að vera það. „Það er til dæmis alvarlegt að við náum ekki að leysa þetta óréttlætismál sem fiskveiðistjórnunarkerfið er og þessi skjaldborg er ekki svipur hjá sjón hjá því sem hún átti að vera," segir Valgerður. Hún segir að ráði stjórnin ekki við þau verkefni sé vissulega ástæða til að efna til kosninga. Sigmundur Ernir Rúnarsson, flokksbróðir Valgerðar, hefur skilyrt stuðning sinn við stjórnina við að hún komi hjólum atvinnulífsins af stað. Hann segir stjórnina hafa fáeinar vikur til að taka á þeim málum. Kveðst hann tilbúinn í kosningar en efast um að þær gagnist þjóðinni ef stjórnvöld hafa á annað borð komið atvinnulífinu af stað. Ólöf Nordal, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, skrifaði á dögunum að boða beri til kosninga hið allra fyrsta. Þingflokkur Hreyfingarinnar hefur krafist þess sama og stjórn Frjálslynda flokksins einnig. - bþs
Fréttir Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Fleiri fréttir Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Sjá meira