Körfuknattleiksfélag Ísafjarðar hefur samið við bandaríska þjálfarann Bob Jerome Aldridge um að taka við þjálfun liðsins. KFÍ vann sér inn sæti í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.
Aldridge er 31. árs og er að ljúka störfum við Ashland háskóla sem aðstoðarþjálfari. Auk þess að hafa víðtæka reynslu sem körfuboltaþjálfari hefur hann meistaragráðu í íþróttastjórnun og íþróttakennaragráðu.
Aldridge er væntanlegur til landsins í byrjun ágúst en hann mun einnig vera yfirþjálfari yngri flokka KFÍ.