Nick Heidfeld ráðinn í stað Pedro de la Rosa hjá Sauber 14. september 2010 12:45 Nick Heidfeld mætir aftur í Formúlu 1 með Sauber um aðra helgi. Mynd: Getty Images Þjóðverjinn Nick Heidfeld hefur verið ráðinn ökumaður Sauber liðsins við hlið Kamui Kobayashi í stað Pedro de la Rosa. Heidfeld mun aka í fimm síðustu mótum ársins og byrjar í Singapúr um aðra helgi. Vefsetrið autosport.com greindi frá þessu í dag. Heidfeld starfaði á dögunum með Pirelli dekkjaframleiðandanum við prófanir á dekkjum fyrir næsta ár, en hann hafði verið varaökumaður Mercedes á árinu. "Þetta varð erfið ákvörðun og ég er þakklátur Pedro fyrir fagmennsku hans. Með því að ráða Nick (Heidfeld) þá fáum við ökumann sem við þekkjum vel og hann getur hjálpað okkur að meta möguleika bílsins", sagði Peter Sauber eigandi Sauber liðsins. Heidfeld var ökumaður Sauber um sjö ára skeið á árum áður. Pedro de la Rosa sagðist í sjokki yfir ákvörðun Sauber, en kvaðst ætla vera í Formúlu 1 á næsta ári. Hann óskaði Sauber mönnum góðs gengis. Heidfeld er spenntur að takast á við nýtt verkefni. "Ég hlakka brjálæðislega til að keyra góðan bíl aftur í Formúlu 1, frá og með Singapúr mótinu. Ég er ákafari en ella eftir síðustu mánuði. Ég mun finna mig á stað sem ég þekki hjá liðinu og er þakklátur Peter Sauber fyrir að hafa trú á mér", sagði Heidfeld Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Þjóðverjinn Nick Heidfeld hefur verið ráðinn ökumaður Sauber liðsins við hlið Kamui Kobayashi í stað Pedro de la Rosa. Heidfeld mun aka í fimm síðustu mótum ársins og byrjar í Singapúr um aðra helgi. Vefsetrið autosport.com greindi frá þessu í dag. Heidfeld starfaði á dögunum með Pirelli dekkjaframleiðandanum við prófanir á dekkjum fyrir næsta ár, en hann hafði verið varaökumaður Mercedes á árinu. "Þetta varð erfið ákvörðun og ég er þakklátur Pedro fyrir fagmennsku hans. Með því að ráða Nick (Heidfeld) þá fáum við ökumann sem við þekkjum vel og hann getur hjálpað okkur að meta möguleika bílsins", sagði Peter Sauber eigandi Sauber liðsins. Heidfeld var ökumaður Sauber um sjö ára skeið á árum áður. Pedro de la Rosa sagðist í sjokki yfir ákvörðun Sauber, en kvaðst ætla vera í Formúlu 1 á næsta ári. Hann óskaði Sauber mönnum góðs gengis. Heidfeld er spenntur að takast á við nýtt verkefni. "Ég hlakka brjálæðislega til að keyra góðan bíl aftur í Formúlu 1, frá og með Singapúr mótinu. Ég er ákafari en ella eftir síðustu mánuði. Ég mun finna mig á stað sem ég þekki hjá liðinu og er þakklátur Peter Sauber fyrir að hafa trú á mér", sagði Heidfeld
Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira