Svavar Gestsson: Málfrelsisfélag góð hugmynd? Svavar Gestsson skrifar 9. apríl 2010 06:00 Ég rak tána ofan í laugina og skrifaði eina litla grein á dögunum. Þakklætið lét ekki á sér standa: „Athyglisjúkur bjálfi að mínu mati,“ sagði maður sem segist heita Karl Lars Kristjánsson. Jón Gunnar Guðmundsson sagði: „Fær þessi útbrunni kommi ekki hellingslaun fyrir að gera mistök…“ Og Einar Strand sagði: „Þeir sem klikka eru skammaðir.“ Og: „Bogga: Hvað með Indriða og Svavar? Og Þórólf? Á nú að ganga yfir þá á skítugum skónum? Þeir hafa talað máli Hollendinga og Englendinga. Verið mjög duglegir og einbeittir.“ Sem sagt ég, Indriði og Þórólfur Matthíasson við erum talsmenn Hollendinga og Englendinga. Hvað er að? Einn kallaði mig nafnlaust að vísu hluta af stofnanaveldinu. Vingjarnlegt! En þetta voru sem betur fer ekki einu viðbrögðin; nokkrir sögðust vilja stofna málfrelsisfélag og það strax. En það var reyndar í einkanótum til mín. Þeir vilja helst ekki koma fram; þeir hafa orðið fyrir persónulegum og meiðandi árásum þegar þeir hafa rekið tána ofan í umræðulaugina. Það verður að segja sannleikann. Það verður að fá að segja það fullum fetum að töfin á Icesave-málinu hefur gert þúsundir manna atvinnulausa. Það stafar af því að vextir eru hærri en ella væri. Og af því að lánsfjármögnun fæst ekki til þjóðarbúsins. Og gengið er allt of lágt. Það verður að reyna að þróa opna og heiðarlega umræðu og leiða málið til lykta; ekki með öskrum. Meðan stór hluti opinberrar umræðu stendur á öskrunum birtast svona tíðindi í blöðunum eins og í mbl.is 6. apríl: „Alþjóðlega greiningarfyrirtækið Moody‘s tilkynnti í morgun að það hefði breytt horfum fyrir lánshæfiseinkunn íslenska ríkisins, Landsvirkjunar og Orkuveitu Reykjavíkur, úr stöðugum í neikvæðar, aðallega vegna óvissunnar um Icesave-málið.“ Niðurstaða matsfyrirtækisins er því miður staðreynd; þeir sem kalla eftir rökum þurfa bara að horfa í kringum sig í staðinn fyrir að reyna að gera menn tortryggilega með hópuppnefnum. Málfrelsisfélag virðist vera brýn hugmynd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Gestsson Mest lesið Halldór 17.01.2026 Halldór Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Skoðun Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Sjá meira
Ég rak tána ofan í laugina og skrifaði eina litla grein á dögunum. Þakklætið lét ekki á sér standa: „Athyglisjúkur bjálfi að mínu mati,“ sagði maður sem segist heita Karl Lars Kristjánsson. Jón Gunnar Guðmundsson sagði: „Fær þessi útbrunni kommi ekki hellingslaun fyrir að gera mistök…“ Og Einar Strand sagði: „Þeir sem klikka eru skammaðir.“ Og: „Bogga: Hvað með Indriða og Svavar? Og Þórólf? Á nú að ganga yfir þá á skítugum skónum? Þeir hafa talað máli Hollendinga og Englendinga. Verið mjög duglegir og einbeittir.“ Sem sagt ég, Indriði og Þórólfur Matthíasson við erum talsmenn Hollendinga og Englendinga. Hvað er að? Einn kallaði mig nafnlaust að vísu hluta af stofnanaveldinu. Vingjarnlegt! En þetta voru sem betur fer ekki einu viðbrögðin; nokkrir sögðust vilja stofna málfrelsisfélag og það strax. En það var reyndar í einkanótum til mín. Þeir vilja helst ekki koma fram; þeir hafa orðið fyrir persónulegum og meiðandi árásum þegar þeir hafa rekið tána ofan í umræðulaugina. Það verður að segja sannleikann. Það verður að fá að segja það fullum fetum að töfin á Icesave-málinu hefur gert þúsundir manna atvinnulausa. Það stafar af því að vextir eru hærri en ella væri. Og af því að lánsfjármögnun fæst ekki til þjóðarbúsins. Og gengið er allt of lágt. Það verður að reyna að þróa opna og heiðarlega umræðu og leiða málið til lykta; ekki með öskrum. Meðan stór hluti opinberrar umræðu stendur á öskrunum birtast svona tíðindi í blöðunum eins og í mbl.is 6. apríl: „Alþjóðlega greiningarfyrirtækið Moody‘s tilkynnti í morgun að það hefði breytt horfum fyrir lánshæfiseinkunn íslenska ríkisins, Landsvirkjunar og Orkuveitu Reykjavíkur, úr stöðugum í neikvæðar, aðallega vegna óvissunnar um Icesave-málið.“ Niðurstaða matsfyrirtækisins er því miður staðreynd; þeir sem kalla eftir rökum þurfa bara að horfa í kringum sig í staðinn fyrir að reyna að gera menn tortryggilega með hópuppnefnum. Málfrelsisfélag virðist vera brýn hugmynd.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun