Renault á möguleika á sigri 17. maí 2010 15:09 Robert Kubica varð þriðji í Mónakó í gær. Mynd: Getty Images Eric Bouiller hjá Renault telur að lið hans sé farið að standa nærri Ferrari og framar Mercedes eftir góða frammistöðu Robert Kubica í mótinu í Mónakó í gær. Kubica var annar á ráslínu, en missti Sebastian Vettel framúr sér í rásmarkinu og varð að sætta sig við þriðja sætið, en hélt aftur af Felipe Massa hjá Ferrari. Mark Webber á Red Bull vann mótið. "Ég geri ráð fyrir að við séum mitt á milli Ferrari og Mercedes hvað getu varðar. Við bjuggumst við góðum árangri í Mónakó, þar sem bíllinn hentar vel á mishæðóttar brautir eins og Mónakó. Við vissum að Robert er konungur Mónakó og elskar brautina og allt gekk því upp", sagði Eric í samtali við Autosport. "Við áttum ekki von á því að geta keppt við Red Bull eins og við gerðum, auk þess að vera hraðskreiðari en McLaren og Ferrari. Það eru góðu fréttir helgarinnar fyrir okkur. Við þurftum að byrja vel til að eiga möguleika á sigri", sagði Bouiller, sem telur að lið sitt geti stefnt á sigur í einhverjum mótum eins og t.d. Budapest, Singapúr eða Valencia. Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Eric Bouiller hjá Renault telur að lið hans sé farið að standa nærri Ferrari og framar Mercedes eftir góða frammistöðu Robert Kubica í mótinu í Mónakó í gær. Kubica var annar á ráslínu, en missti Sebastian Vettel framúr sér í rásmarkinu og varð að sætta sig við þriðja sætið, en hélt aftur af Felipe Massa hjá Ferrari. Mark Webber á Red Bull vann mótið. "Ég geri ráð fyrir að við séum mitt á milli Ferrari og Mercedes hvað getu varðar. Við bjuggumst við góðum árangri í Mónakó, þar sem bíllinn hentar vel á mishæðóttar brautir eins og Mónakó. Við vissum að Robert er konungur Mónakó og elskar brautina og allt gekk því upp", sagði Eric í samtali við Autosport. "Við áttum ekki von á því að geta keppt við Red Bull eins og við gerðum, auk þess að vera hraðskreiðari en McLaren og Ferrari. Það eru góðu fréttir helgarinnar fyrir okkur. Við þurftum að byrja vel til að eiga möguleika á sigri", sagði Bouiller, sem telur að lið sitt geti stefnt á sigur í einhverjum mótum eins og t.d. Budapest, Singapúr eða Valencia.
Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira