Snyrtifræðingur hélt lífinu í viðskiptavini 16. apríl 2010 03:45 Ester kristinsdóttir Gafst ekki upp og bjargaði lífi viðskiptavinar sem fékk hjartastopp síðastliðinn þriðjudag.Fréttablaðið/Pjetur „Það var eins og hann rankaði við sér öðru hverju en um leið og ég hætti þá datt hann út aftur þannig að ég hélt bara áfram að blása,“ segir Ester Kristinsdóttir snyrtifræðingur, sem á þriðjudag bjargaði lífi manns sem fékk hjartastopp þegar hann var í fótsnyrtingu. Maðurinn, sem er 74 ára gamall Hafnfirðingur og bæði hjartveikur og með sykursýki samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins, er fastur viðskiptavinur á Snyrtistofu Rósu í verslunarmiðstöðinni Firðinum. „Hann sat bara hér í fótsnyrtingu og í fullu fjöri þegar hann virtist syfja. Sú sem var að sinna honum ætlaði að halla honum aftur en í þeirri andrá lognaðist hann út af,“ lýsir Ester. Að sögn Esterar þekkja snyrtifræðingarnir á Rósu vel til mannsins. Hann sé hress og mikill húmoristi en eigi við veikindi að stríða. Þær hafi því strax áttað sig á að staðan væri alvarleg þegar hann hneig í ómegin. „Hann var hættur að anda og orðinn blár. Við hringdum strax í 112 og það var hlaupið hér upp á heilsugæslustöð á þriðju hæð og náð í lækni og hjúkrunarfræðing,“ segir Ester, sem ásamt Helgu Sigurðardóttur, starfssystur sinni, barðist við að halda lífi í manninum þar til önnur hjálp bærist. Sjálf lærði Ester til sjúkraliða á sínum tíma og starfaði lengi í Bláa lóninu þar sem hún sótti skyndihjálparnámskeið. „Það voru eiginlega ósjálfráð viðbrögð að blása. Helga sem var með mér byrjaði að hnoða hann líka með leiðbeiningum frá Neyðarlínunni. Svo kom hjúkrunarfræðingurinn og læknirinn og slógu hann harkalega í hjartastað eins og á að gera og komu honum í gang,“ segir Ester. Veikindi mannsins eru eins og áður segir alvarleg. Hann fékk aftur hjartastopp í gær þar sem hann dvelur enn á spítala að jafna sig. „Stundum er eins og æðri máttarvöld grípi í taumana. Hann vildi vera í tíma hjá okkur klukkan eitt en fékk tíma klukkan tvö. Ef hann hefði fengið fyrri tímann og verið farinn frá okkur þegar þetta gerðist veit enginn hvernig farið hefði,“ segir Kristín Sigurrós Jónasdóttir, eigandi snyrtistofunnar Rósu. gar@frettabladid.is Innlent Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira
„Það var eins og hann rankaði við sér öðru hverju en um leið og ég hætti þá datt hann út aftur þannig að ég hélt bara áfram að blása,“ segir Ester Kristinsdóttir snyrtifræðingur, sem á þriðjudag bjargaði lífi manns sem fékk hjartastopp þegar hann var í fótsnyrtingu. Maðurinn, sem er 74 ára gamall Hafnfirðingur og bæði hjartveikur og með sykursýki samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins, er fastur viðskiptavinur á Snyrtistofu Rósu í verslunarmiðstöðinni Firðinum. „Hann sat bara hér í fótsnyrtingu og í fullu fjöri þegar hann virtist syfja. Sú sem var að sinna honum ætlaði að halla honum aftur en í þeirri andrá lognaðist hann út af,“ lýsir Ester. Að sögn Esterar þekkja snyrtifræðingarnir á Rósu vel til mannsins. Hann sé hress og mikill húmoristi en eigi við veikindi að stríða. Þær hafi því strax áttað sig á að staðan væri alvarleg þegar hann hneig í ómegin. „Hann var hættur að anda og orðinn blár. Við hringdum strax í 112 og það var hlaupið hér upp á heilsugæslustöð á þriðju hæð og náð í lækni og hjúkrunarfræðing,“ segir Ester, sem ásamt Helgu Sigurðardóttur, starfssystur sinni, barðist við að halda lífi í manninum þar til önnur hjálp bærist. Sjálf lærði Ester til sjúkraliða á sínum tíma og starfaði lengi í Bláa lóninu þar sem hún sótti skyndihjálparnámskeið. „Það voru eiginlega ósjálfráð viðbrögð að blása. Helga sem var með mér byrjaði að hnoða hann líka með leiðbeiningum frá Neyðarlínunni. Svo kom hjúkrunarfræðingurinn og læknirinn og slógu hann harkalega í hjartastað eins og á að gera og komu honum í gang,“ segir Ester. Veikindi mannsins eru eins og áður segir alvarleg. Hann fékk aftur hjartastopp í gær þar sem hann dvelur enn á spítala að jafna sig. „Stundum er eins og æðri máttarvöld grípi í taumana. Hann vildi vera í tíma hjá okkur klukkan eitt en fékk tíma klukkan tvö. Ef hann hefði fengið fyrri tímann og verið farinn frá okkur þegar þetta gerðist veit enginn hvernig farið hefði,“ segir Kristín Sigurrós Jónasdóttir, eigandi snyrtistofunnar Rósu. gar@frettabladid.is
Innlent Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira