Hæg heimatökin Svavar Gestsson skrifar 15. nóvember 2010 06:00 1. Álfheiður Ingadótir hafði frumkvæði að því á dögunum að Alþingi fjallaði um eftirlitsstarfsemi bandaríska sendiráðsins. Tilefnið var að bandaríska sendiráðið í Ósló hafði ráðið eftirlaunalöggur til þess að fylgjast með mannaferðum í höfuðstað Noregs og það komst upp. Hafði þessi starfsemi viðgengist án þess að norska utanríkisráðuneytið hefði hugmynd um málið. Dómsmálaráðherra hét því að láta kanna þetta mál sérstaklega á Íslandi og kvaðst hann hafa falið ríkislögreglustjóra að fjalla um málið. Verður fróðlegt að sjá hvað kemur út úr því. Ekki er nóg að skoða þetta mál í augnablikinu. Það þarf að upplýsa um sögu þessarar starfsemi í bandaríska sendiráðinu og það með hvort bandaríska sendiráðið hefur stundað þessa starfsemi með vitund og vilja einhvers annars íslensks aðila en utanríkisráðuneytisins. 2. Fyrir nokkrum árum upplýsti Kjartan Ólafsson fyrrverandi alþingismaður um hleranir á símum fjölda íslenskra vinstri manna. Hvar eru hlerunarskýrslurnar? Voru þær allar brenndar í tunnu fyrir ofan Geitháls? Fengu aðrir en lögreglan aðgang að þessum skýrslum? Hverjir? 3. Vorið 1963 birti Þjóðviljinn yfirlit yfir skráningu á stjórnmálaskoðunum vinstri manna á Íslandi sem blaðið fullyrti að hefðu verið unnar fyrir Sjálfstæðisflokkinn og jafnvel bandaríska sendiráðið. Þessar fréttir þarf að kanna betur. 4. Fyrir nokkrum árum bar svo við að rætt var í blöðum og víðar um fyrirbæri sem kallað var „íslenska öryggisþjónustan". Ekki kom þá fram hvað það var né hvar það starfaði. Þeir sem skrifuðu virtust þó sumir þekkja vel til þessa fyrirbæris. Þeir sem þá blogguðu og spurðu voru Ögmundur Jónasson, nú verðandi innanríkisráðherra og Össur Skarphéðinsson, nú utanríkisráðherra. Það færi vel á því að upplýst yrði af þessu tilefni hvar íslenska öryggisþjónustan er niður komin um þessar mundir, hvort hún hefur verið lögð niður og hvar hún hafi starfaði og á ábyrgð hverra. Eða var hún uppspuni? Það ættu að vera hæg heimatökin. Allt það sem hér hefur verið nefnt þarf að skoða; það er hluti af kaldastríðssögunni, hersetusafninu, sem senn verður stofnað. Upplýsingarnar eru nær eingöngu um liðna tíð. Þess vegna ætti að vera unnt að opna þær upp á gátt. Það þarf að gera áður en safnið sjálft verður opnað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Gestsson Mest lesið Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Sjá meira
1. Álfheiður Ingadótir hafði frumkvæði að því á dögunum að Alþingi fjallaði um eftirlitsstarfsemi bandaríska sendiráðsins. Tilefnið var að bandaríska sendiráðið í Ósló hafði ráðið eftirlaunalöggur til þess að fylgjast með mannaferðum í höfuðstað Noregs og það komst upp. Hafði þessi starfsemi viðgengist án þess að norska utanríkisráðuneytið hefði hugmynd um málið. Dómsmálaráðherra hét því að láta kanna þetta mál sérstaklega á Íslandi og kvaðst hann hafa falið ríkislögreglustjóra að fjalla um málið. Verður fróðlegt að sjá hvað kemur út úr því. Ekki er nóg að skoða þetta mál í augnablikinu. Það þarf að upplýsa um sögu þessarar starfsemi í bandaríska sendiráðinu og það með hvort bandaríska sendiráðið hefur stundað þessa starfsemi með vitund og vilja einhvers annars íslensks aðila en utanríkisráðuneytisins. 2. Fyrir nokkrum árum upplýsti Kjartan Ólafsson fyrrverandi alþingismaður um hleranir á símum fjölda íslenskra vinstri manna. Hvar eru hlerunarskýrslurnar? Voru þær allar brenndar í tunnu fyrir ofan Geitháls? Fengu aðrir en lögreglan aðgang að þessum skýrslum? Hverjir? 3. Vorið 1963 birti Þjóðviljinn yfirlit yfir skráningu á stjórnmálaskoðunum vinstri manna á Íslandi sem blaðið fullyrti að hefðu verið unnar fyrir Sjálfstæðisflokkinn og jafnvel bandaríska sendiráðið. Þessar fréttir þarf að kanna betur. 4. Fyrir nokkrum árum bar svo við að rætt var í blöðum og víðar um fyrirbæri sem kallað var „íslenska öryggisþjónustan". Ekki kom þá fram hvað það var né hvar það starfaði. Þeir sem skrifuðu virtust þó sumir þekkja vel til þessa fyrirbæris. Þeir sem þá blogguðu og spurðu voru Ögmundur Jónasson, nú verðandi innanríkisráðherra og Össur Skarphéðinsson, nú utanríkisráðherra. Það færi vel á því að upplýst yrði af þessu tilefni hvar íslenska öryggisþjónustan er niður komin um þessar mundir, hvort hún hefur verið lögð niður og hvar hún hafi starfaði og á ábyrgð hverra. Eða var hún uppspuni? Það ættu að vera hæg heimatökin. Allt það sem hér hefur verið nefnt þarf að skoða; það er hluti af kaldastríðssögunni, hersetusafninu, sem senn verður stofnað. Upplýsingarnar eru nær eingöngu um liðna tíð. Þess vegna ætti að vera unnt að opna þær upp á gátt. Það þarf að gera áður en safnið sjálft verður opnað.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun