Eldgosið ógnar heilli atvinnugrein 4. maí 2010 18:57 Eldgosið í Eyjafjallajökli ógnar heilli atvinnugrein. Þetta kom fram í ræðu iðnaðar- og ferðamálaráðherra, á Ferðamálaþingi í dag en þar var kynnt stærsta kynningarátak fyrir ferðaþjónustuna sem ráðist hefur verið í sögu þjóðarinnar. Búist var við því að í sumar kæmi metfjöldi ferðamanna hingað til lands, með tilheyrandi gjaldeyristekjum og atvinnuskapandi verkefnum fyrir þjóðina. Ekki veitti af. Eldgosið í Eyjafjallajökli setti strik í reikninginn. Bókanir til landsins hafa nær hrunið enda óttast margir að hér ríki hamfaraástand. Á ferðamálaþingi sem haldið var í dag og að þessu sinni var helgað gosinu var farið yfir stöðuna. „Þetta er náttúruvá sem er að hafa mjög snör áhrif á heila atvinnugrein sem er undir," segir Katrín Júlíusdóttir, iðnaðar- og ferðamálaráðherra. Katrín segir að ríkisvaldið bregðist við stöðunni með því að leggja fram um 350 milljónir til kynningarátaks. 60 einkaaðilar leggi svo fram sömu upphæð. Samanlagt verða því 700 milljónir lagðar í kynningarátak sem talið er vera mesta landkynningarátak í sögu þjóðarinnar. Samkomulag þess efnis var undirritað á ráðstefnunni í dag. Við það eru miklar vonir bundnar enda enda fjölmörg störf í húfi og á þeim veltur stór hluti gjaldeyristekna þjóðarinnar. Ferðamálastjóri það hafa verið mjög skaðlegt að gosið hafi byrjað þegar bókanir eru að hefjast af krafti. „Bókunarflæðið til ferðaþjónustuaðila nær stöðvaðist þegar askan fór að falla á þeim tíma þegar það ætti að vera í hámarki," segir Ólöf Ýrr Atladóttir, ferðamálastjóri. Hún bendir á að ef að ferðamönnum fækkar um 20 prósent, eða 100 þúsund manns, þýðir það 30 milljörðum minni gjaldeyristekjur. Ólöf segir þó að tækifæri geti skapast við allt umtalið sem hægt sé að byggja á og kynningarátakið muni koma til góða síðar meir. Eins og er sé þó allra mikilvægast reyna tryggja afkomu fólki sem byggir afkomu sína á ferðamennsku eins og best verður á kosið. Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Tengdar fréttir Risasamningur um Íslandskynningu undirritaður Samningur um eitt mesta markaðsátak sem ráðist hefur verið í til kynningar á Íslandi erlendis var undirritaður á Ferðamálaþingi 2010 í dag. Alls verður varið um 700 milljónum króna til átaksins. Ríkið leggur til 350 milljónir og Reykjavíkurborg, Icelandair, Iceland Express, Útflutningsráð og Samtök ferðaþjónustunnar leggja fram annað eins til átaksins. 4. maí 2010 15:45 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Eldgosið í Eyjafjallajökli ógnar heilli atvinnugrein. Þetta kom fram í ræðu iðnaðar- og ferðamálaráðherra, á Ferðamálaþingi í dag en þar var kynnt stærsta kynningarátak fyrir ferðaþjónustuna sem ráðist hefur verið í sögu þjóðarinnar. Búist var við því að í sumar kæmi metfjöldi ferðamanna hingað til lands, með tilheyrandi gjaldeyristekjum og atvinnuskapandi verkefnum fyrir þjóðina. Ekki veitti af. Eldgosið í Eyjafjallajökli setti strik í reikninginn. Bókanir til landsins hafa nær hrunið enda óttast margir að hér ríki hamfaraástand. Á ferðamálaþingi sem haldið var í dag og að þessu sinni var helgað gosinu var farið yfir stöðuna. „Þetta er náttúruvá sem er að hafa mjög snör áhrif á heila atvinnugrein sem er undir," segir Katrín Júlíusdóttir, iðnaðar- og ferðamálaráðherra. Katrín segir að ríkisvaldið bregðist við stöðunni með því að leggja fram um 350 milljónir til kynningarátaks. 60 einkaaðilar leggi svo fram sömu upphæð. Samanlagt verða því 700 milljónir lagðar í kynningarátak sem talið er vera mesta landkynningarátak í sögu þjóðarinnar. Samkomulag þess efnis var undirritað á ráðstefnunni í dag. Við það eru miklar vonir bundnar enda enda fjölmörg störf í húfi og á þeim veltur stór hluti gjaldeyristekna þjóðarinnar. Ferðamálastjóri það hafa verið mjög skaðlegt að gosið hafi byrjað þegar bókanir eru að hefjast af krafti. „Bókunarflæðið til ferðaþjónustuaðila nær stöðvaðist þegar askan fór að falla á þeim tíma þegar það ætti að vera í hámarki," segir Ólöf Ýrr Atladóttir, ferðamálastjóri. Hún bendir á að ef að ferðamönnum fækkar um 20 prósent, eða 100 þúsund manns, þýðir það 30 milljörðum minni gjaldeyristekjur. Ólöf segir þó að tækifæri geti skapast við allt umtalið sem hægt sé að byggja á og kynningarátakið muni koma til góða síðar meir. Eins og er sé þó allra mikilvægast reyna tryggja afkomu fólki sem byggir afkomu sína á ferðamennsku eins og best verður á kosið.
Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Tengdar fréttir Risasamningur um Íslandskynningu undirritaður Samningur um eitt mesta markaðsátak sem ráðist hefur verið í til kynningar á Íslandi erlendis var undirritaður á Ferðamálaþingi 2010 í dag. Alls verður varið um 700 milljónum króna til átaksins. Ríkið leggur til 350 milljónir og Reykjavíkurborg, Icelandair, Iceland Express, Útflutningsráð og Samtök ferðaþjónustunnar leggja fram annað eins til átaksins. 4. maí 2010 15:45 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Risasamningur um Íslandskynningu undirritaður Samningur um eitt mesta markaðsátak sem ráðist hefur verið í til kynningar á Íslandi erlendis var undirritaður á Ferðamálaþingi 2010 í dag. Alls verður varið um 700 milljónum króna til átaksins. Ríkið leggur til 350 milljónir og Reykjavíkurborg, Icelandair, Iceland Express, Útflutningsráð og Samtök ferðaþjónustunnar leggja fram annað eins til átaksins. 4. maí 2010 15:45
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?