NBA í nótt: Fimmta tap Miami í röð Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. mars 2011 09:00 Chris Bosh klórar sér í hausnum í nótt. Mynd/AP Það virðist ekkert ganga upp hjá Miami Heat í NBA-deildinni í körfubolta þessa dagana en liðið tapaði í nótt sínum fimmta leik í röð. Miami tapaði nú fyrir Portland, 105-96, á heimavelli þó svo að ofurstjörnurnar Dwyane Wade og LeBron James hafi skilað sínu. Wade skoraði 38 stig og James var með 31 stig, ellefu fráköst og átta stoðsendingar í nótt. En það dugði ekki til og aðrir leikmenn í liðinu náðu sér illa á strik. Til að mynda skoruðu varamenn Portland samtals 41 stig í nótt en bekkurinn hjá Miami skilaði aðeins átta stigum. Þriðja „stjarnan" í þríeykinu svokallaða hjá Miami, Chris Bosh, nýtti aðeins þrjú af ellefu skotum sínum í leiknum og skoraði ekki nema sjö stig. Miami er aðeins tólfta liðið í sögu NBA-deildarinnar sem nær því að vinna bæði tólf leiki í röð og tapa fimm leikjum í röð á sama tímabilinu. LaMarcus Aldridge skoraði 26 stig fyrir Portland og Gerald Wallace 22. Brandon Roy og Andre Miller áttu einnig fínan leik og skiluðu báðir fjórtán stigum. Miami reyndi sitt besta til að ná undirtökunum í leiknum en varnarleikur Portland virtist snúast um að stöðva alla í liði Miami nema þá Wade og James. Það virkaði en á tæplega tíu mínútna kafla í síðari hálfleik skoraði enginn í liði Miami stig nema Wade. Portland náði því að halda Miami í þokkalegri fjarlægð á lokamínútum og fagna góðum sigri. Það var alls áttundi sigur liðsins á útivelli í röð.LA Lakers vann Atlanta, 101-87. Kobe Bryant skoraði 26 stig í leiknum og komst þar með upp fyrir Moses Malone í sjötta sætið á lista stigahæstu leikmanna NBA-deildarinnar frá upphafi með 27.423 stig. Þetta var áttundi sigur Lakers í röð sem mætir næst liði Miami á fimmtudagskvöldið.Philadelphia vann Indiana, 110-100. Thaddeus Young skoraði átján stig og Andre Iguodala sextán fyrir Philadelphia.Milwaukee vann Washington, 95-76. Brandon Jennings skoraði 23 stig og Andrew Bogut var með fjórtán stig, níu fráköst og sjö stoðsendingar fyrir Milwaukee.Golden State vann Cleveland, 95-85. Monta Ellis skoraði 24 stig en hann setti alls niður sex þrista í leiknum í nótt sem er persónulegt met. Stephen Curry bætti við 23 stigum.Phoenix vann Houston, 113-110. Hakim Warrick bætti persónulegt met með því að skora 32 stig í leiknum fyrir Phoenix. NBA Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Celtics festa þjálfarann í sessi Körfubolti Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Sport Axel leiðir að öðrum degi loknum Golf Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Sjá meira
Það virðist ekkert ganga upp hjá Miami Heat í NBA-deildinni í körfubolta þessa dagana en liðið tapaði í nótt sínum fimmta leik í röð. Miami tapaði nú fyrir Portland, 105-96, á heimavelli þó svo að ofurstjörnurnar Dwyane Wade og LeBron James hafi skilað sínu. Wade skoraði 38 stig og James var með 31 stig, ellefu fráköst og átta stoðsendingar í nótt. En það dugði ekki til og aðrir leikmenn í liðinu náðu sér illa á strik. Til að mynda skoruðu varamenn Portland samtals 41 stig í nótt en bekkurinn hjá Miami skilaði aðeins átta stigum. Þriðja „stjarnan" í þríeykinu svokallaða hjá Miami, Chris Bosh, nýtti aðeins þrjú af ellefu skotum sínum í leiknum og skoraði ekki nema sjö stig. Miami er aðeins tólfta liðið í sögu NBA-deildarinnar sem nær því að vinna bæði tólf leiki í röð og tapa fimm leikjum í röð á sama tímabilinu. LaMarcus Aldridge skoraði 26 stig fyrir Portland og Gerald Wallace 22. Brandon Roy og Andre Miller áttu einnig fínan leik og skiluðu báðir fjórtán stigum. Miami reyndi sitt besta til að ná undirtökunum í leiknum en varnarleikur Portland virtist snúast um að stöðva alla í liði Miami nema þá Wade og James. Það virkaði en á tæplega tíu mínútna kafla í síðari hálfleik skoraði enginn í liði Miami stig nema Wade. Portland náði því að halda Miami í þokkalegri fjarlægð á lokamínútum og fagna góðum sigri. Það var alls áttundi sigur liðsins á útivelli í röð.LA Lakers vann Atlanta, 101-87. Kobe Bryant skoraði 26 stig í leiknum og komst þar með upp fyrir Moses Malone í sjötta sætið á lista stigahæstu leikmanna NBA-deildarinnar frá upphafi með 27.423 stig. Þetta var áttundi sigur Lakers í röð sem mætir næst liði Miami á fimmtudagskvöldið.Philadelphia vann Indiana, 110-100. Thaddeus Young skoraði átján stig og Andre Iguodala sextán fyrir Philadelphia.Milwaukee vann Washington, 95-76. Brandon Jennings skoraði 23 stig og Andrew Bogut var með fjórtán stig, níu fráköst og sjö stoðsendingar fyrir Milwaukee.Golden State vann Cleveland, 95-85. Monta Ellis skoraði 24 stig en hann setti alls niður sex þrista í leiknum í nótt sem er persónulegt met. Stephen Curry bætti við 23 stigum.Phoenix vann Houston, 113-110. Hakim Warrick bætti persónulegt met með því að skora 32 stig í leiknum fyrir Phoenix.
NBA Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Celtics festa þjálfarann í sessi Körfubolti Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Sport Axel leiðir að öðrum degi loknum Golf Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti