Fótbolti

Verður van Gaal rekinn frá Bayern?

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Það er heitt undir Louis van Gaal.
Það er heitt undir Louis van Gaal. Nordic Photos/Getty Images
Sögusagnir eru um að Hollendingurinn Louis van Gaal verði rekinn frá Bayern Munich á næstu dögum. Bayern tapaði fyrir Hannover, 3-1, í gær og á að hættu að ná ekki í sæti í Meistaradeildinni.

Liðið er einnig dottið úr leik í þýsku bikarkeppninni en er ennþá með í Meistaradeild Evrópu. Samkvæmt sögusögnum er forseti félagsins, Uli Hoeness, allt annað en ánægður með stöðu mála og vill losna við van Gaal sem gerði liðið að tvöföldum meistara á síðustu leiktíð og kom liðinu í úrslit Meistaradeildarinnar.

Bayern er í fjórða sæti þýsku deildarinnar og er fimm stigum frá sæti í Meistaradeildinni. Van Gaal tók við Bayern þegar Jurgen Klinsmann var rekinn árið 2009.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×