Fótbolti

Leikur Hoffenheim hrundi eftir að Gylfi var tekinn útaf

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson. Mynd/Nordic Photos/Bongarts
Gylfi Þór Sigurðsson var í fyrsta sinn í byrjunarliðinu hjá Hoffenheim síðan 5. febrúar þegar liðið tapaði 0-2 á útivelli á móti botnliði Borussia Mönchengladbach í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Leikur Hoffenheim hrundi eftir að Gylfi var tekinn útaf rúmum hálftíma fyrir leikslok.

Gylfi fékk bara að spila í 59 mínútur því honum var þá skipt útaf fyrir Peniel Mlapa í stöðunni 0-0. Aðeins sex mínútum síðar fékk Gladbach víti sem Filip Daems skoraði úr fyrra mark Gladbach og ellefu mínútum eftir skiptinguna hafði Igor De Camargo komið Gladbach í 2-0.

Gylfi hafði fyrir leikinn byrjað á bekknum í þremur leikjum í röð þrátt fyrir að hafa skorað í síðasta leiknum sínum í byrjunarliðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×