Oklahoma Thunder vann sinn fimmta leik í röð í NBA-deildinni í nótt er það mætti sólstrandargæjunum í Miami Heat. Þetta var fyrsta tap Miami í fjórum leikjum.
Hvorugt liðanna var að skjóta vel í leiknum en góð vörn Oklahoma ásamt fínum leik Kevin Durant gerði gæfumuninn fyrir Thunder.
Durant var stigahæstur allra á vellinum með 29 stig og Russell Westbrook skoraði 18 fyrir Thunder.
Miami skoraði aðeins 40 stig í síðari hálfleik. Dwyane Wade og Chris Bosh skoruðu báðir 21 stig fyrir Heat en hittu samanlagt úr aðeins 13 af 38 skotum sínum. LeBron James skoraði 19 stig.
Úrslit:
Atlanta-Denver 87-102
Boston-Indiana 92-80
Detroit-Toronto 107-93
Miami-Oklahoma 89-93
Milwaukee-Orlando 89-93
New Orleans-Phoenix 100-95
Houston-Charlotte 94-78
Utah-Minnesota 119-104
Sacramento-Cleveland 93-97
Golden State-Dallas 106-112
LA Clippers-Philadelphia 94-104
