Dwayne Wade leikmaður NBA liðsins Miami Heat hefur staðið í ströngu utan vallar vegna forræðisdeilu við fyrrum sambýliskonu. Dómstóll í Chicago hefur bundið enda á það mál með því að úrskurða að Wade fái fullt forræði yfir sonum sínum – en málaferlin hafa staðið yfir í tvö ár.
Wade sagði við fréttamenn að niðurstaðan væri mikill léttir fyrir hann. „Líf mitt hefur breyst mikið og ég hélt áfram að berjast fyrir þessum rétti þrátt fyrir að útlitið væri ekki gott,“ sagði Wade sem lék einn sinn besta leik á tímabilinu gegn Memphis eftir að dómurinn var kveðinn upp. Þar skoraði hann 28 stig, gaf 9 stoðsendingar og varði 5 skot.
„Ég fékk bestu fréttir sem ég hef fengið rétt fyrir leikinn og ég naut þess að leika án þess að þurfa að hafa áhyggjur,“ sagði Wade.
Dwayne Wade fékk forræði yfir tveimur sonum sínum

Mest lesið

Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila
Enski boltinn

Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“
Íslenski boltinn

Chelsea meistari sjötta árið í röð
Enski boltinn





Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM
Enski boltinn

Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool
Enski boltinn

Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“
Íslenski boltinn
Fleiri fréttir
