Klúr fúkyrði um kvenkyns eftirmann ekki lögbrot Karen D. Kjartansdóttir skrifar 11. mars 2011 14:18 Ríkissaksóknari telur að meint ummæli Helga Magnúsar Gunnarssonar, varasaksóknara í Landsdómi, um Öldu Hrönn Jóhannsdóttur, setts saksóknara efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra, varði ekki við lög. Því beri hvorki Ríkissaksóknara né lögreglustjóra höfuðborgarsvæðinu að aðhafast í máli hennar. Þetta kemur fram í úrskurði Ríkissaksóknara frá því í gær. Úrskurðinn má lesa í heild sinni í skjali sem fylgir hér að neðan.„Kerlingar tussa" Málið hófst 23. janúar en þá kvartaði Alda Hrönn til innanríkisráðherra og ríkislögreglustjóra vegna framkomu Helga þremur dögum áður. Í úrskurði ríkissaksóknara segir að kvörtunin sé til komin vegna ummæla sem Helgi hafi átt að hafa um Öldu á göngum efnahagsbrotadeildarinnar. Eða eins og segir í úrskurðinum „er hann sagði um kæranda á göngum efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra „kerlingar tussa", áheyrandi starfsmönnum deildarinnar." Starfsmaður sem heyrði til Helga á svo að hafa greint Öldu svo frá því að Helgi hefði haft um hana ýmis óviðurkvæmileg ummæli svo aðrir heyrðu til. Þótti Öldu sem að Helgi hefði með þessu meitt æru hennar og veist að henni með aðdróttunum. Einkum þóttu henni ummælin ósmekkleg þar sem hún taldi þau vísa á niðurlægjandi hátt til kynferðis hennar. Því taldi hún að orð hans vörðuðu við ákveðnar greinar hegningarlaga sem kveða á um ummæli eða aðdróttanir gagnvart opinberum starfsmanni. Ríkissaksóknari vísaði málinu til Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, sem taldi ekki ástæðu til að aðhafast í málinu og vísaði því frá.Ekki ærumeiðandi Í bréfi lögreglustjóra segir meðal annars: „Ummæli sem virðast hafa verið viðhöfð í áheyrn a.m.k. þriggja starfsmanna yðar, sem þér nafngreinið þó ekki, eru að mati lögreglustjóra hvorki til þess fallin að meiða æru yðar eða vera virðingu yðar til hnekkis í skilningi 234. gr. og 235. gr. almennra hegningarlaga." Þá segir. „Þá verður ekki séð af bréfum yðar með hvaða hætti hinum meintu ummælum var beint að yður sem opinberum starfsmanni eða hvernig þau vörðuðu að einhverju leyti starf yðar."Óeðlileg samskipti Þessari ákvörðun vildi Alda hins vegar ekki una og 2. mars kærði hún ákvörðun lögreglustjóra til ríkissaksóknara og mótmælti ákvörðun hans harðlega. Í mótmælum sínum segir hún að ummæli forvera hennar geti í engu talist eðlileg í samskiptum fólks og því síður af vörum forvera hennar. Orðin séu eingöngu til þess fallin að draga úr trúverðugleika hennar sem yfirmanns á afar ósmekklegan hátt. Nú hefur Ríkissaksóknari farið yfir málið í annað sinn og telur að með vísunum í hegningarlög og svo lög um tjáningarfrelsi verði ekki séð að embætti Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu beri að aðhafast frekar í málinu. Því er ákvörðun lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu staðfest af Ríkissaksóknara.Helgi Magnús sáttur Í samtali við fréttastofu kvaðst Helgi Magnús ánægður með niðurstöðuna. „Það er niðurstaða ríkissaksóknara að þau orð sem mér er gert að hafa haft uppi og kærandi segist hafa eftir ónafngreindum heimildarmönnum en heyrði ekki sjálf, varði ekki við refsilög," Hann segir að með þessu sé sett ofan í við Öldu Hrönn, þar sem hún hafi beint kæru til lögreglu sem ætti ekki undir neinum kringumstæðum að sæta lögreglurannsókn. Alda Hrönn hefur ekki viljað tjá sig við fjölmiðla vegna málsins. Dómsmál Innlent Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Fleiri fréttir Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Sjá meira
Ríkissaksóknari telur að meint ummæli Helga Magnúsar Gunnarssonar, varasaksóknara í Landsdómi, um Öldu Hrönn Jóhannsdóttur, setts saksóknara efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra, varði ekki við lög. Því beri hvorki Ríkissaksóknara né lögreglustjóra höfuðborgarsvæðinu að aðhafast í máli hennar. Þetta kemur fram í úrskurði Ríkissaksóknara frá því í gær. Úrskurðinn má lesa í heild sinni í skjali sem fylgir hér að neðan.„Kerlingar tussa" Málið hófst 23. janúar en þá kvartaði Alda Hrönn til innanríkisráðherra og ríkislögreglustjóra vegna framkomu Helga þremur dögum áður. Í úrskurði ríkissaksóknara segir að kvörtunin sé til komin vegna ummæla sem Helgi hafi átt að hafa um Öldu á göngum efnahagsbrotadeildarinnar. Eða eins og segir í úrskurðinum „er hann sagði um kæranda á göngum efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra „kerlingar tussa", áheyrandi starfsmönnum deildarinnar." Starfsmaður sem heyrði til Helga á svo að hafa greint Öldu svo frá því að Helgi hefði haft um hana ýmis óviðurkvæmileg ummæli svo aðrir heyrðu til. Þótti Öldu sem að Helgi hefði með þessu meitt æru hennar og veist að henni með aðdróttunum. Einkum þóttu henni ummælin ósmekkleg þar sem hún taldi þau vísa á niðurlægjandi hátt til kynferðis hennar. Því taldi hún að orð hans vörðuðu við ákveðnar greinar hegningarlaga sem kveða á um ummæli eða aðdróttanir gagnvart opinberum starfsmanni. Ríkissaksóknari vísaði málinu til Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, sem taldi ekki ástæðu til að aðhafast í málinu og vísaði því frá.Ekki ærumeiðandi Í bréfi lögreglustjóra segir meðal annars: „Ummæli sem virðast hafa verið viðhöfð í áheyrn a.m.k. þriggja starfsmanna yðar, sem þér nafngreinið þó ekki, eru að mati lögreglustjóra hvorki til þess fallin að meiða æru yðar eða vera virðingu yðar til hnekkis í skilningi 234. gr. og 235. gr. almennra hegningarlaga." Þá segir. „Þá verður ekki séð af bréfum yðar með hvaða hætti hinum meintu ummælum var beint að yður sem opinberum starfsmanni eða hvernig þau vörðuðu að einhverju leyti starf yðar."Óeðlileg samskipti Þessari ákvörðun vildi Alda hins vegar ekki una og 2. mars kærði hún ákvörðun lögreglustjóra til ríkissaksóknara og mótmælti ákvörðun hans harðlega. Í mótmælum sínum segir hún að ummæli forvera hennar geti í engu talist eðlileg í samskiptum fólks og því síður af vörum forvera hennar. Orðin séu eingöngu til þess fallin að draga úr trúverðugleika hennar sem yfirmanns á afar ósmekklegan hátt. Nú hefur Ríkissaksóknari farið yfir málið í annað sinn og telur að með vísunum í hegningarlög og svo lög um tjáningarfrelsi verði ekki séð að embætti Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu beri að aðhafast frekar í málinu. Því er ákvörðun lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu staðfest af Ríkissaksóknara.Helgi Magnús sáttur Í samtali við fréttastofu kvaðst Helgi Magnús ánægður með niðurstöðuna. „Það er niðurstaða ríkissaksóknara að þau orð sem mér er gert að hafa haft uppi og kærandi segist hafa eftir ónafngreindum heimildarmönnum en heyrði ekki sjálf, varði ekki við refsilög," Hann segir að með þessu sé sett ofan í við Öldu Hrönn, þar sem hún hafi beint kæru til lögreglu sem ætti ekki undir neinum kringumstæðum að sæta lögreglurannsókn. Alda Hrönn hefur ekki viljað tjá sig við fjölmiðla vegna málsins.
Dómsmál Innlent Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Fleiri fréttir Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Sjá meira