Stan Van Gundy þjálfari NBA liðsins Orlando Magic gerir eitt mjög vel – að tala, og nú hefur hinn litríki þjálfari reitt David Stern framkvæmdastjóra NBA deildarinnar til reiði. Enda ekki á hverjum degi sem Stern er líkt við einræðisherra.
Gundy er ekki sáttur við þá meðferð sem miðherjinn Dwight Howard fær hjá dómurum deildarinnar. Gundy hefur nú gengið enn lengra í gagnrýni sinni á Stern og líkir hann stjórnunaraðferðum hans við það sem þekkist í einræðisríkjum.
„Þetta kerfi sem við búum við er það sem David Stern og hans lærisveinar hafa skapað. Ég má ekki hafa skoðun á því, og ég get ekki gagnrýnt þetta kerfi. David Stern þolir ekki að aðrir hafi skoðun og láti þær í ljós – líkt og margir leiðtogar heimsins. Málfrelsið er ekki til staðar," sagði Gundy en hann var sektaður um 35.000 bandaríkjadali í janúar fyrir að lýsa óánægju sinni með dómara.
Stern mun eflaust bregðast hart við þessum orðum Gundy og ætlar framkvæmdastjórinn að ræða málið við eigendur Orlando Magic.
Þjálfari Orlando líkir David Stern við einræðisherra
Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar

Mest lesið





Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995
Íslenski boltinn




Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar
Enski boltinn

Starf Amorims öruggt
Enski boltinn