Skriplað á skötu Haraldur Benediktsson skrifar 29. mars 2011 09:11 Í leiðara Fréttablaðsins í gær er skýrsla Ríkisendurskoðunar um vistun á verkefnum vegna landbúnaðarmála gerð að umtalsefni. Þar tekst ritstjóranum að blanda saman ólíkum málum og dregur þar af leiðandi kolrangar ályktanir. Ríkisendurskoðun ber að veita aðhald og eftirlit. Í haust sendi stofnunin frá sér úttektarskýrslu um framkvæmd nefndra verkefna. Í þeirri skýrslu, og þeirri sem nú er til umræðu, er ekkert annað sett fram en að Bændasamtökin ræki verkefni sín af ábyrgð og athugasemdalaust. Það er beinlínis rangt að halda því fram að BÍ fari með eftirlit með sjálfum sér. Yfirvöld hafa falið Bændasamtökunum hlutverk. Ef það þykir ástæða til að endurskoða það, þá er það gert. Það er misskilningur að halda að verkefnin skipti félagsskapinn höfðuðmáli, þau eru vel skilgreind en ekki félagslegt starf bænda sem er fjármagnað með öðrum hætti. Bændasamtökin hafa sagt að ef það er vilji til að endurskoða núverendi fyrirkomulag þá séu þau reiðubúin til þess. Það hefði verið mun alvarlega ef Ríkisendurskoðun hefði komist að því að Bændasamtökin hefðu ekki rækt skyldur sínar. Við vinnslu skýrslunnar fengu samtökin hana til umsagnar en sjónarmiða bænda er ekki getið. Þar voru tíunduð viðhorf og athugasemdir BÍ til málsins en umsögnina má nálgast á vef samtakanna, bondi.is. Megintilgangur ritstjórans tengist þessu málefni varla nema lauslega. Það skal reynt að sverta Bændasamtökin og málið sett í samhengi við ESB-umsókn stjórnvalda og afstöðu bænda í þeim efnum. Áður hefur verið snúið út úr varnarlínum BÍ vegna aðildarviðræðnanna, sérstaklega þeirri línu sem ber yfirskriftina "Félagsleg staða og afkoma bænda verði tryggð.“ Þar er eitt meginatriðið að "samtökum bænda verði jafnframt tryggð sambærileg staða og nú“ eins og segir orðrétt í ályktun Búnaðarþings. Þarna kýs leiðarahöfundur að draga þá ályktun að varnarlínan eigi við um rekstur og ríkisstyrki til Bændasamtakanna, sem er alrangt. Í varnarlínunni er ekki átt við að BÍ séu tryggð stjórnsýsluverkefni og þ.a.l. fjármunir. Farið er fram á að stjórnvöld tryggi félagslega stöðu bænda, þ.e. að aðild að ESB raski ekki rekstrarforsendum þeirra sem hafa fjárfest í framleiðslutækjum og greiðslumarki - byggt upp bú sín upp í góðri trú og í samræmi við gildandi stefnu stjórnvalda í landbúnaðarmálum. Verði samningur gerður þarf að útfæra afkomutryggingu sem taki mið af afskriftartíma fjárfestinganna. Með samtökum bænda er ekki einungis átt við Bændasamtökin því einnig er átt við framleiðendafélög, s.s. afurðastöðvar, sem hafa ákveðnu hlutverki að gegna innan ESB. Samtökin verða að hafa sömu möguleika á því að gæta hagsmuna sinna og áður, m.a. með því að tækifæri til tekjuöflunar verði ekki skert frá því sem nú er. Meginatriðið er að Bændasamtök Íslands eru mótfallin aðild að ESB. Þau hafa hins vegar kosið að móta lágmarkskröfugerð fyrir íslenskan landbúnað. Þær kröfur tengjast á engan hátt niðurstöðum í skýrslu Ríkisendurskoðunar og verður að gera skýran greinarmun þar á. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur Benediktsson Mest lesið Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson Skoðun Falleinkunn skólakerfis? Helga Þórisdóttir Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Raforkuverð: Stórnotendur og almenningur Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Hætt við að hækka ekki skatta á almenning Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattafíkn í skjóli réttlætis: Tímavélin stillt á 2012 Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Hver borgar brúsann? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvers vegna berðu kross? Hrafnhildur Sigurðardóttir skrifar Skoðun Þannig gerum við þetta? Ísak Ernir Kristinsson skrifar Skoðun Stærsta framfaraskref í námsmati íslenskra barna í áratugi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Falleinkunn skólakerfis? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þjónusta sem gleður – skilar sér beint í kassann Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Hvar er auðlindarentan? Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn – Rödd skynseminnar í borginni Ómar Már Jónsson skrifar Skoðun Virði barna og ungmenna Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Sættir þú þig við þetta? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Alþingi gleymir aftur fötluðum börnum Lúðvík Júlíusson skrifar Sjá meira
Í leiðara Fréttablaðsins í gær er skýrsla Ríkisendurskoðunar um vistun á verkefnum vegna landbúnaðarmála gerð að umtalsefni. Þar tekst ritstjóranum að blanda saman ólíkum málum og dregur þar af leiðandi kolrangar ályktanir. Ríkisendurskoðun ber að veita aðhald og eftirlit. Í haust sendi stofnunin frá sér úttektarskýrslu um framkvæmd nefndra verkefna. Í þeirri skýrslu, og þeirri sem nú er til umræðu, er ekkert annað sett fram en að Bændasamtökin ræki verkefni sín af ábyrgð og athugasemdalaust. Það er beinlínis rangt að halda því fram að BÍ fari með eftirlit með sjálfum sér. Yfirvöld hafa falið Bændasamtökunum hlutverk. Ef það þykir ástæða til að endurskoða það, þá er það gert. Það er misskilningur að halda að verkefnin skipti félagsskapinn höfðuðmáli, þau eru vel skilgreind en ekki félagslegt starf bænda sem er fjármagnað með öðrum hætti. Bændasamtökin hafa sagt að ef það er vilji til að endurskoða núverendi fyrirkomulag þá séu þau reiðubúin til þess. Það hefði verið mun alvarlega ef Ríkisendurskoðun hefði komist að því að Bændasamtökin hefðu ekki rækt skyldur sínar. Við vinnslu skýrslunnar fengu samtökin hana til umsagnar en sjónarmiða bænda er ekki getið. Þar voru tíunduð viðhorf og athugasemdir BÍ til málsins en umsögnina má nálgast á vef samtakanna, bondi.is. Megintilgangur ritstjórans tengist þessu málefni varla nema lauslega. Það skal reynt að sverta Bændasamtökin og málið sett í samhengi við ESB-umsókn stjórnvalda og afstöðu bænda í þeim efnum. Áður hefur verið snúið út úr varnarlínum BÍ vegna aðildarviðræðnanna, sérstaklega þeirri línu sem ber yfirskriftina "Félagsleg staða og afkoma bænda verði tryggð.“ Þar er eitt meginatriðið að "samtökum bænda verði jafnframt tryggð sambærileg staða og nú“ eins og segir orðrétt í ályktun Búnaðarþings. Þarna kýs leiðarahöfundur að draga þá ályktun að varnarlínan eigi við um rekstur og ríkisstyrki til Bændasamtakanna, sem er alrangt. Í varnarlínunni er ekki átt við að BÍ séu tryggð stjórnsýsluverkefni og þ.a.l. fjármunir. Farið er fram á að stjórnvöld tryggi félagslega stöðu bænda, þ.e. að aðild að ESB raski ekki rekstrarforsendum þeirra sem hafa fjárfest í framleiðslutækjum og greiðslumarki - byggt upp bú sín upp í góðri trú og í samræmi við gildandi stefnu stjórnvalda í landbúnaðarmálum. Verði samningur gerður þarf að útfæra afkomutryggingu sem taki mið af afskriftartíma fjárfestinganna. Með samtökum bænda er ekki einungis átt við Bændasamtökin því einnig er átt við framleiðendafélög, s.s. afurðastöðvar, sem hafa ákveðnu hlutverki að gegna innan ESB. Samtökin verða að hafa sömu möguleika á því að gæta hagsmuna sinna og áður, m.a. með því að tækifæri til tekjuöflunar verði ekki skert frá því sem nú er. Meginatriðið er að Bændasamtök Íslands eru mótfallin aðild að ESB. Þau hafa hins vegar kosið að móta lágmarkskröfugerð fyrir íslenskan landbúnað. Þær kröfur tengjast á engan hátt niðurstöðum í skýrslu Ríkisendurskoðunar og verður að gera skýran greinarmun þar á.
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Stærsta framfaraskref í námsmati íslenskra barna í áratugi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar