NBA í nótt: Ótrúleg frammistaða þríeyksins í Miami Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. mars 2011 09:00 LeBron James í leiknum í nótt. Mynd/AP Miami vann í nótt öruggan sigur á Houston, 125-119, í NBA-deildinni í körfubolta og þar með áttunda sigur liðsins í síðustu níu leikjum þess. Þríeykið öfluga í Miami - sem samanstendur af þeim LeBron James, Dwayne Wade og Chris Bosh - átti ótrúlegan leik í nótt en allir skiluðu minnst 30 stigum og 10 fráköstum. James var með 33 stig og tíu fráköst, Bosh 31 stig og tólf fráköst og Wade 30 stig og ellefu fráköst. Er þetta í fyrsta sinn síðan í febrúarmánuði 1961 að þrír leikmenn sama liðsins ná svoleiðis tölum í óframlengdum leik. Mike Bibby skoraði fjórtán stig fyrir Miami sem vantar ekki mikið upp á að komast upp fyrir Boston í annað sæti Austurdeildarinnar. Chicago er í efsta sætinu sem stendur. Kevin Martin skoraði 29 stig fyrir Houston, Luis Scola 28 og Kyle Lowry 25 stig auk þess sem hann gaf níu stoðsendingar og sjö fráköst. Houston hafði unnið fimm leiki í röð fyrir leik næturinnar. Miami var yfir allan fjórða leikhlutann en Wade tryggði sínum mönnum endanlega sigurinn með körfu þegar 33 sekúndur voru til leiksloka. Memphis vann San Antonio, 111-104. Tony Allen og Zach Randolph skoruðu 23 stig hver fyrir Memphis.Boston vann Minnesota, 85-82. Paul Pierce skoraði 23 stig og tók sjö fráköst fyrir Boston.Oklahoma City vann Portland, 99-90. Russell Westbrook setti niður þrjá þrista á lokakaflanum, þar af einn sem að tryggði sigurinn þegar 21 sekúnda var til leiksloka. Gerald Wallace skoraði 40 stig fyrir Portland en það dugði ekki til. Með sigrinum tryggði Oklahoma City sér sæti í úrslitakeppninni.Atlanta vann Cleveland, 99-83. Marvin Williams skoraði 31 stig fyrir Atlanta og Al Horford 20. Sacramento vann Philadelphia, 114-111. Marcus Thornton skoraði 32 stig fyrir Sacramento.Golden State vann Washington, 114-104. Monta Ellis skoraði 37 stig og gaf þrettán stoðsendingar fyrir Golden State.LA Lakers vann New Orleans, 102-84. Kobe Bryant skoraði 30 stig og Pau Gasol var með 23 stig og sextán fráköst. Þetta var fimmtándi sigur liðsins í síðustu sextán leikjum.Dallas vann Phoenix, 91-83. Jason Kidd setti niður tvo þrista undir lokin sem dugði Dallas til sigurs í leiknum. Útlitið hjá Phoenix um sæti í úrslitakeppninni er nú orðið ansi dökkt.Staðan í deildinni. NBA Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Sjá meira
Miami vann í nótt öruggan sigur á Houston, 125-119, í NBA-deildinni í körfubolta og þar með áttunda sigur liðsins í síðustu níu leikjum þess. Þríeykið öfluga í Miami - sem samanstendur af þeim LeBron James, Dwayne Wade og Chris Bosh - átti ótrúlegan leik í nótt en allir skiluðu minnst 30 stigum og 10 fráköstum. James var með 33 stig og tíu fráköst, Bosh 31 stig og tólf fráköst og Wade 30 stig og ellefu fráköst. Er þetta í fyrsta sinn síðan í febrúarmánuði 1961 að þrír leikmenn sama liðsins ná svoleiðis tölum í óframlengdum leik. Mike Bibby skoraði fjórtán stig fyrir Miami sem vantar ekki mikið upp á að komast upp fyrir Boston í annað sæti Austurdeildarinnar. Chicago er í efsta sætinu sem stendur. Kevin Martin skoraði 29 stig fyrir Houston, Luis Scola 28 og Kyle Lowry 25 stig auk þess sem hann gaf níu stoðsendingar og sjö fráköst. Houston hafði unnið fimm leiki í röð fyrir leik næturinnar. Miami var yfir allan fjórða leikhlutann en Wade tryggði sínum mönnum endanlega sigurinn með körfu þegar 33 sekúndur voru til leiksloka. Memphis vann San Antonio, 111-104. Tony Allen og Zach Randolph skoruðu 23 stig hver fyrir Memphis.Boston vann Minnesota, 85-82. Paul Pierce skoraði 23 stig og tók sjö fráköst fyrir Boston.Oklahoma City vann Portland, 99-90. Russell Westbrook setti niður þrjá þrista á lokakaflanum, þar af einn sem að tryggði sigurinn þegar 21 sekúnda var til leiksloka. Gerald Wallace skoraði 40 stig fyrir Portland en það dugði ekki til. Með sigrinum tryggði Oklahoma City sér sæti í úrslitakeppninni.Atlanta vann Cleveland, 99-83. Marvin Williams skoraði 31 stig fyrir Atlanta og Al Horford 20. Sacramento vann Philadelphia, 114-111. Marcus Thornton skoraði 32 stig fyrir Sacramento.Golden State vann Washington, 114-104. Monta Ellis skoraði 37 stig og gaf þrettán stoðsendingar fyrir Golden State.LA Lakers vann New Orleans, 102-84. Kobe Bryant skoraði 30 stig og Pau Gasol var með 23 stig og sextán fráköst. Þetta var fimmtándi sigur liðsins í síðustu sextán leikjum.Dallas vann Phoenix, 91-83. Jason Kidd setti niður tvo þrista undir lokin sem dugði Dallas til sigurs í leiknum. Útlitið hjá Phoenix um sæti í úrslitakeppninni er nú orðið ansi dökkt.Staðan í deildinni.
NBA Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Sjá meira