Hvað gengur þeim til? Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar 24. mars 2011 16:08 Borgarstjórnarmeirihlutinn ætlar sér, eins og kunnugt er orðið, í mikinn og sársaukafullan uppskurð á skólakerfi borgarinnar. Fórnarlömb þessa eru börn sem nú eru á leik- og grunnskólaaldri og þau sem á eftir þeim koma. Það sem mig langar að ræða hér stuttlega er eingöngu einn liður í þessum tillögupakka borgaryfirvalda, sá er lýtur að því að færa 7. bekk Grandaskóla, Melaskóla og Vesturbæjarskóla í Hagaskóla. Rök borgarinnar fyrir þessari tillögu eru sett fram í fjórum stuttum málsgreinum í skýrslu starfshóps. Hin „faglegu" rök sem þar eru sett fram eru þau að halda fram að „góð reynsla [sé] af skólastarfi 7. bekkjar í Laugalækjarskóla" og síðan sagt almennum orðum að „fjölbreyttari félagatengsl nemenda styrkja einstaklinga og efla sjálfsmynd og félagsfærni". Frekari fagleg rök eru ekki gefin fyrir þessari veigamiklu breytingu. Í mínum huga liggur í augum uppi að 12 ára bekkingar eiga ekki erindi í unglingaskóla. Við eigum að neyta allra bragða til að tryggja börnunum okkar möguleika til að viðhalda æskunni eins lengi og kostur er og það gerum við ekki með því að setja þau ótímabært í unglingaskóla. Í Grandaskóla, Melaskóla og Vesturbæjarskóla njóta 6-12 ára börn þess að vera í minni skólum sem hver um sig býður vel grundaða nálgun að menntun og þroska barna á þessu aldursbili. Það er allt annað en fjölmenn og framandi unglingaskólaumgjörð Hagaskóla – eins ágæt og hún kann að vera fyrir unglinga. Hin fjárhagslegu og rekstrarlegu rök borgarinnar fyrir umræddri tillögu eru þau að fyrirsjáanlegt sé að nemendum í Vesturbænum fjölgi verulega á næstu árum svo byggja verði við Melaskóla og Vesturbæjarskóla. Einnig að löng bið sé eftir leikskólaplássi í Vesturbænum sem leysa mætti í húsnæði Grandaskóla. Alþekkt er að það er ákveðin aldurssveifla í skólahverfum. Þegar hverfi byggjast upp, safnast þar gjarnan fólk á vissu aldursbili og þannig eldist hverfið smám saman, þar til eldra fólkið flytur burt og yngra fólk kemur inn. Þannig endurtekur sagan sig. Slíka sveifla er til staðar í Vesturbænum eins og í öðrum hverfum borgarinnar. Á meðfylgjandi grafi má sjá aldursskiptingu aldurshópanna 0-5 ára, 6-12 ára og 13-15 ára í Vesturbænum síðastliðin 15 ár, frá 1997 til 2011. Þarna sést að fjöldi í hverjum aldursflokki sveiflast frá einu ári til annars. Á myndinni má jafnframt sjá nemendaspá sem sett er fram í skýrslu starfshópsins fyrir árin 2012-2015. Af þessu grafi er ekki að sjá að á næstu árum sé að vænta mikillar nemendasprengju í Vesturbænum sem kalli á panikk-aðgerðir. Þvert á móti þá virðist eingöngu vera um reglubundna sveiflu að ræða sem hlýtur að vera hægt að fást við með einfaldari ráðum. Skólastjórnendur og kennarar í Vesturbænum hafa fengist við nemendatölur af þessari stærðargráðu (í því skólahúsnæði sem nú er) áður og eru örugglega færir um að gera það áfram, ef nauðsyn krefur og fjárhagur leyfir ekki frekari húsbyggingar um skeið. Ég fæ sem sagt ekki séð að það sé mikið að gera með hvorki hin faglegu, né hin fjárhags- og rekstrarlegu rök sem þessi tillaga byggir á. Og því hvet ég Jón Gnarr til að gera eins og á kosningafundinum síðastliðið vor – hrópa „DJÓK" og draga þessi afleitu áform til baka.Fjöldi barna í Vesturbænum 1997-2011 og spá um nemendafjölda í Vesturbænum 2012-2015 (Fjármáladeild Reykjavíkurborgar 1999, Hagstofa Íslands 2011 og Skýrsla starfshóps 2011). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Borgarstjórnarmeirihlutinn ætlar sér, eins og kunnugt er orðið, í mikinn og sársaukafullan uppskurð á skólakerfi borgarinnar. Fórnarlömb þessa eru börn sem nú eru á leik- og grunnskólaaldri og þau sem á eftir þeim koma. Það sem mig langar að ræða hér stuttlega er eingöngu einn liður í þessum tillögupakka borgaryfirvalda, sá er lýtur að því að færa 7. bekk Grandaskóla, Melaskóla og Vesturbæjarskóla í Hagaskóla. Rök borgarinnar fyrir þessari tillögu eru sett fram í fjórum stuttum málsgreinum í skýrslu starfshóps. Hin „faglegu" rök sem þar eru sett fram eru þau að halda fram að „góð reynsla [sé] af skólastarfi 7. bekkjar í Laugalækjarskóla" og síðan sagt almennum orðum að „fjölbreyttari félagatengsl nemenda styrkja einstaklinga og efla sjálfsmynd og félagsfærni". Frekari fagleg rök eru ekki gefin fyrir þessari veigamiklu breytingu. Í mínum huga liggur í augum uppi að 12 ára bekkingar eiga ekki erindi í unglingaskóla. Við eigum að neyta allra bragða til að tryggja börnunum okkar möguleika til að viðhalda æskunni eins lengi og kostur er og það gerum við ekki með því að setja þau ótímabært í unglingaskóla. Í Grandaskóla, Melaskóla og Vesturbæjarskóla njóta 6-12 ára börn þess að vera í minni skólum sem hver um sig býður vel grundaða nálgun að menntun og þroska barna á þessu aldursbili. Það er allt annað en fjölmenn og framandi unglingaskólaumgjörð Hagaskóla – eins ágæt og hún kann að vera fyrir unglinga. Hin fjárhagslegu og rekstrarlegu rök borgarinnar fyrir umræddri tillögu eru þau að fyrirsjáanlegt sé að nemendum í Vesturbænum fjölgi verulega á næstu árum svo byggja verði við Melaskóla og Vesturbæjarskóla. Einnig að löng bið sé eftir leikskólaplássi í Vesturbænum sem leysa mætti í húsnæði Grandaskóla. Alþekkt er að það er ákveðin aldurssveifla í skólahverfum. Þegar hverfi byggjast upp, safnast þar gjarnan fólk á vissu aldursbili og þannig eldist hverfið smám saman, þar til eldra fólkið flytur burt og yngra fólk kemur inn. Þannig endurtekur sagan sig. Slíka sveifla er til staðar í Vesturbænum eins og í öðrum hverfum borgarinnar. Á meðfylgjandi grafi má sjá aldursskiptingu aldurshópanna 0-5 ára, 6-12 ára og 13-15 ára í Vesturbænum síðastliðin 15 ár, frá 1997 til 2011. Þarna sést að fjöldi í hverjum aldursflokki sveiflast frá einu ári til annars. Á myndinni má jafnframt sjá nemendaspá sem sett er fram í skýrslu starfshópsins fyrir árin 2012-2015. Af þessu grafi er ekki að sjá að á næstu árum sé að vænta mikillar nemendasprengju í Vesturbænum sem kalli á panikk-aðgerðir. Þvert á móti þá virðist eingöngu vera um reglubundna sveiflu að ræða sem hlýtur að vera hægt að fást við með einfaldari ráðum. Skólastjórnendur og kennarar í Vesturbænum hafa fengist við nemendatölur af þessari stærðargráðu (í því skólahúsnæði sem nú er) áður og eru örugglega færir um að gera það áfram, ef nauðsyn krefur og fjárhagur leyfir ekki frekari húsbyggingar um skeið. Ég fæ sem sagt ekki séð að það sé mikið að gera með hvorki hin faglegu, né hin fjárhags- og rekstrarlegu rök sem þessi tillaga byggir á. Og því hvet ég Jón Gnarr til að gera eins og á kosningafundinum síðastliðið vor – hrópa „DJÓK" og draga þessi afleitu áform til baka.Fjöldi barna í Vesturbænum 1997-2011 og spá um nemendafjölda í Vesturbænum 2012-2015 (Fjármáladeild Reykjavíkurborgar 1999, Hagstofa Íslands 2011 og Skýrsla starfshóps 2011).
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun