Hvað felst í dómstólaleiðinni? Þorbjörn Björnsson skrifar 23. mars 2011 09:46 Í kjölfar þess að Forseti Íslands vísaði hinum svokölluðu Icesave lögum (nr. 13/2011) til þjóðaratkvæðagreiðslu hefur mikið verið rætt um hina svokölluðu „dómstólaleið". Í dómstólaleiðinni felst í raun að flestir eru sammála um að ef lögin verða felld sé samningaleiðin fullreynd og það beri að leysa deiluna fyrir dómstólum. Menn eru þó ekki sammála um hvaða dómstóll sé hæfur til þess að leysa úr deilunni og hvort að slíkt sé á færi íslenskra eða alþjóðlegra dómstóla. Að mati höfundar verður Icesave deilan ekki endanlega leyst fyrir íslenskum dómstólum. Um er að ræða þjóðréttarleg álitaefni sem tengjast deilu fullvalda ríkja og er því vandséð af hverju Bretar og Hollendingar hefðu áhuga á að færa milliríkjadeilu til lausnar landsdómstóls deiluaðila síns. Auk þess myndi dómur íslensks dómstóls ekki takmarka rétt þessara þjóða til þess að fara með deiluna fyrir alþjóðadómstóla. Þessi grein mun fjalla um hvaða alþjóðadómstólar koma í raun til greina varðandi lausn deilunnar. Umfjöllunin verður þó að engu leyti tæmandi varðandi hugsanlega lögsögu alþjóðadómstóla eða lagaleg álitaefni sem tengjast málsókn fyrir þeim heldur er einungis um að ræða stutt yfirlit.EFTA-dómstóllinnEftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur í farvatninu samningsbrotamál gegn Íslandi vegna ófullnægjandi innleiðingar á svokallaðri innlánatilskipun (nr. 94/19/EB), en túlkun á skyldum Íslands samkvæmt þeirri tilskipun er í raun kjarni Icesave deilunnar. Það mál er hins vegar í biðstöðu vegna fyrirliggjandi samninga en málið yrði að öllum líkindum tekið upp aftur ef Icesave lögin verða felld. Það eru ákveðin rök sem eru Íslandi í hag varðandi hugsanlegan málflutning fyrir EFTA-dómstólnum. T.d. er einn af þremur dómurum sem starfa við dómstólinn Íslendingur sem þýðir að ákveðin skilningur er til staðar á sjónarmiðum Íslands og Íslendingar hafa reynslu af málflutningi fyrir EFTA-dómstólnum. Öllu mikilvægara er að ef deilan yrði endanlega ákveðin með dómi EFTA-dómstólsins er ESA bundin af kröfugerð sem nú þegar er komin fram í rökstuddu bréfi um yfirvofandi málshöfðun, þar sem miðað var við greiðsluskyldu á allt að 20.000 evrum til hvers innstæðueiganda, og kemur því ekki til greina að öll Icesave krafan yrði dæmd Bretum og Hollendingum í hag. Hins vegar myndi niðurstaða dómstólsins aldrei koma í veg fyrir að íslenskir dómstólar leituðu ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins þar sem dómstóllinn væri beðinn um að taka afstöðu til þess hvort að sú ákvörðun að tryggja innistæður þeirra sem búsettir væru á Íslandi að fullu teldist mismunun gagnvart erlendum innlánseigendum og þá myndi dómstóllinn þurfa að taka afstöðu til greiðsluskyldu vegna innlána hærri en 20.000 evrur. (Þess ber þó að geta að vegna greiðslna Breta og Hollendinga til innlánseigenda er ekki um að ræða öll innlán yfir 20.000 evrur). Það eru mun þyngri rök fyrir því að það sé ekki sérstaklega hagstætt fyrir Íslendinga að deilan verði leyst fyrir EFTA-dómstólnum. Má þar nefna fjögur atriði: 1) Mikill meirihluti þeirra áltisgjafa sem eru sérfræðingar í Evrópurétti hafa talið að Íslendingum beri að greiða kröfuna. 2) ESA hefur einungis tapað örfáum málum fyrir EFTA-dómstólnum. 3) Ef svo færi að EFTA dómstóllinn dæmdi Íslendingum í vil gæti Sameiginlega EES-nefndin talið að slík niðurstaða væri í ósamræmi við dómafordæmi Evrópudómstólsins og gæti beðið Evrópudómstólinn um túlkun á þeim réttarheimildum sem um ræddi (en EFTA-dómstólnum fylgir í framkvæmd fordæmum Evrópudómstólsins). Ef Evrópudómstóllinn myndi komast að annarri niðurstöðu heldur en EFTA-dómstóllinn myndi það þýða mjög mikinn álitshnekki fyrir EFTA-dómstólinn og stefna einsleitnimarkmiði EES-samningsins í hættu. 4) Þar sem Bretar og Hollendingar eru ekki beinir aðilar að slíku máli (þeir hafa þó rétt til þess að taka þátt í málflutningi fyrir EFTA-dómstólnum) bindur dómur EFTA dómstólsins ekki hendur þeirra varðandi áframhaldandi kröfugerð gagnvart Íslendingum. Þó svo að sýkna af kröfunum gæti verið mjög jákvæð fyrir pólítíska stöðu Íslands, að því gefnu að slíkur dómur væri vel rökstuddur.EvrópudómstóllinnBæði Bretar og Hollendingar eru aðilar að Evrópudómstólnum og tilnefna dómara til setu í honum. Íslendingar eiga ekki beina aðild að Evrópudómstólnum og eiga í engum tilvikum rétt til að skipa dómara til setu í honum. Varðandi Icesave deiluna og Evrópudómstólinn koma eftirfarandi möguleikar til greina: Í fyrsta lagi þá geta deiluaðilarnir sameiginlega beðið Evrópudómstólinn um túlkun á efni innlánatilskipunarinnar, en innan þeirrar heimildar rúmast í raun lykilatriði Icesave deilunnar frá sjónarhorni Evrópuréttar. Í öðru lagi, getur Evrópudómstóllinn að beiðni Sameiginlegu EES-nefndarinnar metið lögmæti refsiaðgerða sem gripið er til vegna vanefnda samningsaðila á skyldum sínum samkvæmt samningnum. Þá væri um að ræða refsiaðgerðir sem yrði beitt gegn Íslendingum vegna vanefnda á skyldum sínum samkvæmt innlánatilskipuninni. Í þriðja lagi, eins og að ofan greinir, gæti komið til þess að Evrópudómstóllinn myndi meta hvort túlkun EFTA-dómstólsins færi gegn fordæmum Evrópudómstólsins. Að lokum kæmi til greina að Íslendingar veiti íslenskum dómstólum heimild á grundvelli EES-samningsins til þess að bera spurningar undir Evrópudómstólinn. Það yrði síðan undir íslenskum dómstólum komið að nýta slíka heimild í hugsanlegum málarekstri einkaaðila fyrir íslenskum dómstólum. Athuga ber að Evrópudómstóllinn gæti, eftir atvikum, einnig tekið afstöðu til hugsanlegar mismununar íslenskra stjórnvalda gagnvart erlendum sparifjáreigendum og þar af leiðandi gæti dómurinn komist að þeirri niðurstöðu að Íslandi bæri greiðsluskyldu umfram 20.000 evrur.Alþjóðadómstóllinn í HaagAlþjóðadómstóllinn í Haag byggir lögsögu sína á þeirri meginreglu að alþjóðadómstólar hafa ekki lögsögu til þess að úrskurða um réttindi og skyldur ríkja nema að ríkin hafi sérstaklega samþykkt slíka lögsögu, en ríki geta gefið út almenna yfirlýsingu um að dómstóllinn hafi lögsögu í öllum deilumálum þeirra gagnvart ríkjum sem einnig hafa gefið út slíka yfirlýsingu. Íslendingar hafa ekki gefið út slíka yfirlýsingu en hins vegar er í gildi samningur við Breta frá 1937 um úrlausn deilumála sem veitir Alþjóðadómstólnum í Haag lögsögu í deilumálum milli ríkjanna. Samningurinn hefur að geyma vissar undanþágur varðandi mál sem geta komið til skoðunar, en ef á reyndi væri það Alþjóðadómstólsins að úrskuða hvort slíkar undanþágur ættu við – einnig væri hægt að halda því fram að samningurinn væri fallinn úr gildi af einhverjum orsökum en aftur væri það dómstólsins sjálfs að úrskurða um það. Ísland gæti þannig t.d. höfðað mál fyrir Alþjóðadómstólnum á grundvelli þess að hin svokallaða hryðjuverkalöggjöf sem Bretar beitu gagnvart íslensku bönkunum hafi brotið gegn EES-samningnum og í framhaldinu myndu Bretar væntanlega gagnstefna Íslendingum vegna innlánatilskipunarinnar. Slíkur málarekstur myndi að mörgu leyti vera mjög sérstakur, aðallega vegna þess að það yrði í fyrsta sinn sem löggjöf upprunninn innan Evrópusambandsins yrði túlkuð af Alþjóðadómstólnum, en samkvæmt stofnsáttmála Evrópusambandsins er aðildarríkjum óheimilt að útkljá deilumál sín á milli er varða Evrópulöggjöf fyrir öðrum dómstól en Evrópudómstólnum. EES-samningurinn hefur hins vegar ekki að geyma slíka takmörkun.Að flytja málið fyrir Alþjóðadómstólnum myndi skipta sköpum varðandi málsástæður og réttarheimildir sem byggt væri á, en dómstóllinn er á engan hátt takmarkaður af réttarreglum Evrópuréttarins eða EES-samningsins. Ýmsar meginreglur þjóðarréttar kæmu hugsanlega einnig til greina, t.d. bindandi yfirlýsingar ráðamanna og brostnar forsendur með tiliti til samninga. Þess má geta að Rossalyn Higgins, fyrrverandi forseti Alþjóðadómstólsins, hvatti Ísland til þess að notast við dómstólinn til lausnar Icesave deilunnar í viðtali hjá ríkissjónvarpinu árið 2008. Ef til slíks málareksturs kæmi fengu Íslendingar að skipa einn dómara til setu í málinu (ad hoc) sem yrði þá einn af 16 dómurum sem myndu leysa úr málinu.SamantektEins og fram kemur hér að ofan þá er einungis um stutt yfirlit að ræða og ekki er rúm til þess að ræða ýmsa aðra möguleika sem til greina koma, eins og t.d. ef að deiluaðilar kæmu sér saman um skipun gerðardóms. Þó er ljóst af ofangreindu að margir möguleikar eru í stöðunni og dómstólaleiðin flóknari en oft er gefið til kynna í umræðu seinustu misserin. Að lokum má geta þess að hvort sem Icesave lögin verða samþykkt eða ekki, er líklegast að koma muni til málaferla fyrir alþjóðadómstólum vegna Icesave. Má þá sérstaklega nefna að þrátt fyrir að lögin verði samþykkt munu erlendir einstaklingar og/eða lögaðilar líklega hefja mál fyrir íslenskum dómstólum til greiðslu innistæðna hærri en 20.000 evrur og munu byggja á Mannréttindasáttmála Evrópu og/eða EES-samningnum og er fullvíst að einhver þeirra mála enda fyrir Mannréttindadómstól Evrópu og/eða EFTA-dómstólnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Icesave Mest lesið Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Sjá meira
Í kjölfar þess að Forseti Íslands vísaði hinum svokölluðu Icesave lögum (nr. 13/2011) til þjóðaratkvæðagreiðslu hefur mikið verið rætt um hina svokölluðu „dómstólaleið". Í dómstólaleiðinni felst í raun að flestir eru sammála um að ef lögin verða felld sé samningaleiðin fullreynd og það beri að leysa deiluna fyrir dómstólum. Menn eru þó ekki sammála um hvaða dómstóll sé hæfur til þess að leysa úr deilunni og hvort að slíkt sé á færi íslenskra eða alþjóðlegra dómstóla. Að mati höfundar verður Icesave deilan ekki endanlega leyst fyrir íslenskum dómstólum. Um er að ræða þjóðréttarleg álitaefni sem tengjast deilu fullvalda ríkja og er því vandséð af hverju Bretar og Hollendingar hefðu áhuga á að færa milliríkjadeilu til lausnar landsdómstóls deiluaðila síns. Auk þess myndi dómur íslensks dómstóls ekki takmarka rétt þessara þjóða til þess að fara með deiluna fyrir alþjóðadómstóla. Þessi grein mun fjalla um hvaða alþjóðadómstólar koma í raun til greina varðandi lausn deilunnar. Umfjöllunin verður þó að engu leyti tæmandi varðandi hugsanlega lögsögu alþjóðadómstóla eða lagaleg álitaefni sem tengjast málsókn fyrir þeim heldur er einungis um að ræða stutt yfirlit.EFTA-dómstóllinnEftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur í farvatninu samningsbrotamál gegn Íslandi vegna ófullnægjandi innleiðingar á svokallaðri innlánatilskipun (nr. 94/19/EB), en túlkun á skyldum Íslands samkvæmt þeirri tilskipun er í raun kjarni Icesave deilunnar. Það mál er hins vegar í biðstöðu vegna fyrirliggjandi samninga en málið yrði að öllum líkindum tekið upp aftur ef Icesave lögin verða felld. Það eru ákveðin rök sem eru Íslandi í hag varðandi hugsanlegan málflutning fyrir EFTA-dómstólnum. T.d. er einn af þremur dómurum sem starfa við dómstólinn Íslendingur sem þýðir að ákveðin skilningur er til staðar á sjónarmiðum Íslands og Íslendingar hafa reynslu af málflutningi fyrir EFTA-dómstólnum. Öllu mikilvægara er að ef deilan yrði endanlega ákveðin með dómi EFTA-dómstólsins er ESA bundin af kröfugerð sem nú þegar er komin fram í rökstuddu bréfi um yfirvofandi málshöfðun, þar sem miðað var við greiðsluskyldu á allt að 20.000 evrum til hvers innstæðueiganda, og kemur því ekki til greina að öll Icesave krafan yrði dæmd Bretum og Hollendingum í hag. Hins vegar myndi niðurstaða dómstólsins aldrei koma í veg fyrir að íslenskir dómstólar leituðu ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins þar sem dómstóllinn væri beðinn um að taka afstöðu til þess hvort að sú ákvörðun að tryggja innistæður þeirra sem búsettir væru á Íslandi að fullu teldist mismunun gagnvart erlendum innlánseigendum og þá myndi dómstóllinn þurfa að taka afstöðu til greiðsluskyldu vegna innlána hærri en 20.000 evrur. (Þess ber þó að geta að vegna greiðslna Breta og Hollendinga til innlánseigenda er ekki um að ræða öll innlán yfir 20.000 evrur). Það eru mun þyngri rök fyrir því að það sé ekki sérstaklega hagstætt fyrir Íslendinga að deilan verði leyst fyrir EFTA-dómstólnum. Má þar nefna fjögur atriði: 1) Mikill meirihluti þeirra áltisgjafa sem eru sérfræðingar í Evrópurétti hafa talið að Íslendingum beri að greiða kröfuna. 2) ESA hefur einungis tapað örfáum málum fyrir EFTA-dómstólnum. 3) Ef svo færi að EFTA dómstóllinn dæmdi Íslendingum í vil gæti Sameiginlega EES-nefndin talið að slík niðurstaða væri í ósamræmi við dómafordæmi Evrópudómstólsins og gæti beðið Evrópudómstólinn um túlkun á þeim réttarheimildum sem um ræddi (en EFTA-dómstólnum fylgir í framkvæmd fordæmum Evrópudómstólsins). Ef Evrópudómstóllinn myndi komast að annarri niðurstöðu heldur en EFTA-dómstóllinn myndi það þýða mjög mikinn álitshnekki fyrir EFTA-dómstólinn og stefna einsleitnimarkmiði EES-samningsins í hættu. 4) Þar sem Bretar og Hollendingar eru ekki beinir aðilar að slíku máli (þeir hafa þó rétt til þess að taka þátt í málflutningi fyrir EFTA-dómstólnum) bindur dómur EFTA dómstólsins ekki hendur þeirra varðandi áframhaldandi kröfugerð gagnvart Íslendingum. Þó svo að sýkna af kröfunum gæti verið mjög jákvæð fyrir pólítíska stöðu Íslands, að því gefnu að slíkur dómur væri vel rökstuddur.EvrópudómstóllinnBæði Bretar og Hollendingar eru aðilar að Evrópudómstólnum og tilnefna dómara til setu í honum. Íslendingar eiga ekki beina aðild að Evrópudómstólnum og eiga í engum tilvikum rétt til að skipa dómara til setu í honum. Varðandi Icesave deiluna og Evrópudómstólinn koma eftirfarandi möguleikar til greina: Í fyrsta lagi þá geta deiluaðilarnir sameiginlega beðið Evrópudómstólinn um túlkun á efni innlánatilskipunarinnar, en innan þeirrar heimildar rúmast í raun lykilatriði Icesave deilunnar frá sjónarhorni Evrópuréttar. Í öðru lagi, getur Evrópudómstóllinn að beiðni Sameiginlegu EES-nefndarinnar metið lögmæti refsiaðgerða sem gripið er til vegna vanefnda samningsaðila á skyldum sínum samkvæmt samningnum. Þá væri um að ræða refsiaðgerðir sem yrði beitt gegn Íslendingum vegna vanefnda á skyldum sínum samkvæmt innlánatilskipuninni. Í þriðja lagi, eins og að ofan greinir, gæti komið til þess að Evrópudómstóllinn myndi meta hvort túlkun EFTA-dómstólsins færi gegn fordæmum Evrópudómstólsins. Að lokum kæmi til greina að Íslendingar veiti íslenskum dómstólum heimild á grundvelli EES-samningsins til þess að bera spurningar undir Evrópudómstólinn. Það yrði síðan undir íslenskum dómstólum komið að nýta slíka heimild í hugsanlegum málarekstri einkaaðila fyrir íslenskum dómstólum. Athuga ber að Evrópudómstóllinn gæti, eftir atvikum, einnig tekið afstöðu til hugsanlegar mismununar íslenskra stjórnvalda gagnvart erlendum sparifjáreigendum og þar af leiðandi gæti dómurinn komist að þeirri niðurstöðu að Íslandi bæri greiðsluskyldu umfram 20.000 evrur.Alþjóðadómstóllinn í HaagAlþjóðadómstóllinn í Haag byggir lögsögu sína á þeirri meginreglu að alþjóðadómstólar hafa ekki lögsögu til þess að úrskurða um réttindi og skyldur ríkja nema að ríkin hafi sérstaklega samþykkt slíka lögsögu, en ríki geta gefið út almenna yfirlýsingu um að dómstóllinn hafi lögsögu í öllum deilumálum þeirra gagnvart ríkjum sem einnig hafa gefið út slíka yfirlýsingu. Íslendingar hafa ekki gefið út slíka yfirlýsingu en hins vegar er í gildi samningur við Breta frá 1937 um úrlausn deilumála sem veitir Alþjóðadómstólnum í Haag lögsögu í deilumálum milli ríkjanna. Samningurinn hefur að geyma vissar undanþágur varðandi mál sem geta komið til skoðunar, en ef á reyndi væri það Alþjóðadómstólsins að úrskuða hvort slíkar undanþágur ættu við – einnig væri hægt að halda því fram að samningurinn væri fallinn úr gildi af einhverjum orsökum en aftur væri það dómstólsins sjálfs að úrskurða um það. Ísland gæti þannig t.d. höfðað mál fyrir Alþjóðadómstólnum á grundvelli þess að hin svokallaða hryðjuverkalöggjöf sem Bretar beitu gagnvart íslensku bönkunum hafi brotið gegn EES-samningnum og í framhaldinu myndu Bretar væntanlega gagnstefna Íslendingum vegna innlánatilskipunarinnar. Slíkur málarekstur myndi að mörgu leyti vera mjög sérstakur, aðallega vegna þess að það yrði í fyrsta sinn sem löggjöf upprunninn innan Evrópusambandsins yrði túlkuð af Alþjóðadómstólnum, en samkvæmt stofnsáttmála Evrópusambandsins er aðildarríkjum óheimilt að útkljá deilumál sín á milli er varða Evrópulöggjöf fyrir öðrum dómstól en Evrópudómstólnum. EES-samningurinn hefur hins vegar ekki að geyma slíka takmörkun.Að flytja málið fyrir Alþjóðadómstólnum myndi skipta sköpum varðandi málsástæður og réttarheimildir sem byggt væri á, en dómstóllinn er á engan hátt takmarkaður af réttarreglum Evrópuréttarins eða EES-samningsins. Ýmsar meginreglur þjóðarréttar kæmu hugsanlega einnig til greina, t.d. bindandi yfirlýsingar ráðamanna og brostnar forsendur með tiliti til samninga. Þess má geta að Rossalyn Higgins, fyrrverandi forseti Alþjóðadómstólsins, hvatti Ísland til þess að notast við dómstólinn til lausnar Icesave deilunnar í viðtali hjá ríkissjónvarpinu árið 2008. Ef til slíks málareksturs kæmi fengu Íslendingar að skipa einn dómara til setu í málinu (ad hoc) sem yrði þá einn af 16 dómurum sem myndu leysa úr málinu.SamantektEins og fram kemur hér að ofan þá er einungis um stutt yfirlit að ræða og ekki er rúm til þess að ræða ýmsa aðra möguleika sem til greina koma, eins og t.d. ef að deiluaðilar kæmu sér saman um skipun gerðardóms. Þó er ljóst af ofangreindu að margir möguleikar eru í stöðunni og dómstólaleiðin flóknari en oft er gefið til kynna í umræðu seinustu misserin. Að lokum má geta þess að hvort sem Icesave lögin verða samþykkt eða ekki, er líklegast að koma muni til málaferla fyrir alþjóðadómstólum vegna Icesave. Má þá sérstaklega nefna að þrátt fyrir að lögin verði samþykkt munu erlendir einstaklingar og/eða lögaðilar líklega hefja mál fyrir íslenskum dómstólum til greiðslu innistæðna hærri en 20.000 evrur og munu byggja á Mannréttindasáttmála Evrópu og/eða EES-samningnum og er fullvíst að einhver þeirra mála enda fyrir Mannréttindadómstól Evrópu og/eða EFTA-dómstólnum.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun