KR-ingar unnu 2-0 sigur á Njarðvík í einvígi liðanna í átta liða úrslitum úrslitakeppni Iceland Express deild karla en KR vann leikina tvo örugglega, með 12 stiga mun í DHL-höllinni á fimmtudaginn og með 16 stiga mun í Ljónagryfjunni í gærkvöldi.
Þetta er í fyrsta sinn síðan 1989 sem KR nær að sópa út Njarðvík og jafnframt aðeins í fjórða sinn í tólf einvígum félaganna í sögu úrslitakeppninnar þar sem KR stendur uppi sem sigurvegari. KR hefur unnið tvö síðustu einvígin því þeir unnu einnig Njarðvík í lokaúrslitunum 2007.
Síðan að KR vann 2-0 sigur á Njarðvík í undanúrslitunum 1989 hefur Njarðvík þrisvar náð að sópa KR út, í lokaúrslitum 1998, í undanúrslitum 2001 og í átta liða úrslitum 2003.
Einvígi KR og Njarðvíkur í sögu úrslitakeppninnar:Undanúrslit 1985 - Njarðvík vann 2-0 (sóp)
Undanúrslit 1987 - Njarðvík vann 2-0 (sóp)
Undanúrslit 1989 - KR vann 2-0 (sóp)
8 liða úrslit 1995 - Njarðvík vann 2-1
Lokaúrslit 1998 - Njarðvík vann 3-0 (sóp)
Undanúrslit 2000 - KR vann 3-2
Undanúrslit 2001 - Njarðvík vann 3-0 (sóp)
Undanúrslit 2002 - Njarðvík vann 3-1
8 liða úrslit 2003 - Njarðvík vann 2-0 (sóp)
Undanúrslit 2006 - Njarðvík vann 3-1
Lokaúrslit 2007 - KR vann 3-1
8 liða úrslit 2011 - KR vann 2-0 (sóp)
KR sópaði Njarðvík út í fyrsta sinn í 21 ár
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


„Menn vissu bara upp á sig sökina“
Körfubolti

Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United
Enski boltinn

Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni
Íslenski boltinn


Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar
Íslenski boltinn



Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín
Íslenski boltinn
