NBA í nótt: Miami slapp naumlega við annað neyðarlegt tap Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 31. mars 2011 09:00 Slagsmálin sem urðu til þess að þremur leikmönnum var vísað af velli í fyrri hálfleik. Mynd/AP Miami Heat mátti þakka fyrir að liðið tapaði ekki fyrir Washington Wizards í NBA-deildinni í nótt sem var þó án síns sterkasta leikmanns. Miami vann leikinn, 123-107. LeBron James skoraði 35 stig í leiknum en Miami tapaði í fyrrinótt fyrir hans gamla liði, Cleveland, sem er með lakasta árangur allra liða í deildinni. John Wall, sem var valinn fyrstur í nýliðavalinu í fyrra, var rekinn af velli í fyrri hálfleik en munurinn á liðunum var þó aðeins eitt stig, 91-90, í fjórða leikhlutanum. Dwyane Wade setti þá niður þrist fyrir sína menn og Washington náði ekki að ógna forystu Miami frekar eftir það. James var góður í nótt og tók átta fráköst og gaf átta stoðsendingar auk stiganna 35 sem hann skoraði. Wade var með 33 stig og níu stoðsendingar og Chris Bosh með 26 stig. Wall var rekinn af velli eftir að hann brást illa við olnbogaskotum frá þeim Zydrunas Ilgauskas og Juwan Howard. Hinir tveir voru einnig reknir af velli. Miami er í þriðja sæti Austurdeildarinnar en liðið er með næstum jafn góðan árangur og Boston sem er í öðru sætinu. Chicago er hins vegar með ágæta forystu á toppi deildarinnar en liðið vann Minnesota í nótt, 108-91. Derrick Rose var öflugur sem fyrr og skoraði 23 stig og gaf tíu stoðsendingar en hann spilaði samt ekkert í fjórða leikhlutanum.Milwaukee vann Toronto, 104-98. Brandon Jennings skoraði 25 stig fyrir Milwaukee en þeir Andrew Bogut og Drew Gooden náðu báðir tvöfaldri tvennu í leiknum.Atlanta vann Orlando, 85-82, í uppgjöri tveggja sterkra liða í Vesturdeildinni. Joe Johnson kom Atlanta yfir þegar tæp mínúta var til leiksloka en Jameer Nelson klúðraði tveimur tækifærum sem hann fékk eftir það til að jafna metin. Orlando er í fjórða sæti deildarinnar og með nokkuð mikla forystu á Atlanta sem er í því fimmta.Oklahoma City vann Phoenix, 116-98. Kevin Durant og James Harden skoruðu báðir 22 stig fyrir Oklahoma City.Philadelphia vann Houston, 108-97. Jrue Holiday var með 24 stig og tólf stiðsendingar og Thaddeus Young skoraði 22 stig fyrir Philadelphia.New Orleans vann Portland, 95-91. Carl Landry skoraði 21 stig fyrir New Orleans sem kom sér þar með upp í sjötta sæti Vesturdeildarinnar á kostnað Portland.New York vann New Jersey, 120-116. Carmely Anthony skoraði 39 stig fyrir New York í sínum öðrum leik í röð.Memphis vann Golden State, 110-91. Tony Allen skoraði 21 stig fyrir Memphis sem náði með sigrinum að tryggja að liðið verði með jákvætt sigurhlutfall á tímabilinu. Það er í fyrsta sinn í fimm ár sem það tekst.Indiana vann Detroit, 111-101. Darren Collison skoraði 20 stig og Danny Granger sautján fyrir Indiana.Denver vann Sacramento, 104-90. Ty Lawson skoraði 20 stig og þeir JR Smith og Danilo Gallinari voru með sautján hvor.Charlotte vann Cleveland, 98-97. Boris Diaw skoraði 26 stig og tryggði sínum mönnum sigur þegar fjórtán sekúndur voru til leiksloka.Dallas vann LA Clippers, 106-100. Dirk Nowitzky skoraði 24 stig fyrir Dallas en liðið vann þar með sinn 27. leik á útivelli á tímabilinu sem er besti árangur allra liða í deildinni. NBA Mest lesið Krakkarnir í Keníu kalla hana „mzungu“ og hlaupa með henni Sport Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Enski boltinn Saumaskandallinn sem skekur skíðaheiminn Sport Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Íslenski boltinn Bjartsýnn þrátt fyrir áfall: „Reyni bara að hlæja að þessu“ Fótbolti 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Íslenski boltinn Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Enski boltinn Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Körfubolti Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið Sjá meira
Miami Heat mátti þakka fyrir að liðið tapaði ekki fyrir Washington Wizards í NBA-deildinni í nótt sem var þó án síns sterkasta leikmanns. Miami vann leikinn, 123-107. LeBron James skoraði 35 stig í leiknum en Miami tapaði í fyrrinótt fyrir hans gamla liði, Cleveland, sem er með lakasta árangur allra liða í deildinni. John Wall, sem var valinn fyrstur í nýliðavalinu í fyrra, var rekinn af velli í fyrri hálfleik en munurinn á liðunum var þó aðeins eitt stig, 91-90, í fjórða leikhlutanum. Dwyane Wade setti þá niður þrist fyrir sína menn og Washington náði ekki að ógna forystu Miami frekar eftir það. James var góður í nótt og tók átta fráköst og gaf átta stoðsendingar auk stiganna 35 sem hann skoraði. Wade var með 33 stig og níu stoðsendingar og Chris Bosh með 26 stig. Wall var rekinn af velli eftir að hann brást illa við olnbogaskotum frá þeim Zydrunas Ilgauskas og Juwan Howard. Hinir tveir voru einnig reknir af velli. Miami er í þriðja sæti Austurdeildarinnar en liðið er með næstum jafn góðan árangur og Boston sem er í öðru sætinu. Chicago er hins vegar með ágæta forystu á toppi deildarinnar en liðið vann Minnesota í nótt, 108-91. Derrick Rose var öflugur sem fyrr og skoraði 23 stig og gaf tíu stoðsendingar en hann spilaði samt ekkert í fjórða leikhlutanum.Milwaukee vann Toronto, 104-98. Brandon Jennings skoraði 25 stig fyrir Milwaukee en þeir Andrew Bogut og Drew Gooden náðu báðir tvöfaldri tvennu í leiknum.Atlanta vann Orlando, 85-82, í uppgjöri tveggja sterkra liða í Vesturdeildinni. Joe Johnson kom Atlanta yfir þegar tæp mínúta var til leiksloka en Jameer Nelson klúðraði tveimur tækifærum sem hann fékk eftir það til að jafna metin. Orlando er í fjórða sæti deildarinnar og með nokkuð mikla forystu á Atlanta sem er í því fimmta.Oklahoma City vann Phoenix, 116-98. Kevin Durant og James Harden skoruðu báðir 22 stig fyrir Oklahoma City.Philadelphia vann Houston, 108-97. Jrue Holiday var með 24 stig og tólf stiðsendingar og Thaddeus Young skoraði 22 stig fyrir Philadelphia.New Orleans vann Portland, 95-91. Carl Landry skoraði 21 stig fyrir New Orleans sem kom sér þar með upp í sjötta sæti Vesturdeildarinnar á kostnað Portland.New York vann New Jersey, 120-116. Carmely Anthony skoraði 39 stig fyrir New York í sínum öðrum leik í röð.Memphis vann Golden State, 110-91. Tony Allen skoraði 21 stig fyrir Memphis sem náði með sigrinum að tryggja að liðið verði með jákvætt sigurhlutfall á tímabilinu. Það er í fyrsta sinn í fimm ár sem það tekst.Indiana vann Detroit, 111-101. Darren Collison skoraði 20 stig og Danny Granger sautján fyrir Indiana.Denver vann Sacramento, 104-90. Ty Lawson skoraði 20 stig og þeir JR Smith og Danilo Gallinari voru með sautján hvor.Charlotte vann Cleveland, 98-97. Boris Diaw skoraði 26 stig og tryggði sínum mönnum sigur þegar fjórtán sekúndur voru til leiksloka.Dallas vann LA Clippers, 106-100. Dirk Nowitzky skoraði 24 stig fyrir Dallas en liðið vann þar með sinn 27. leik á útivelli á tímabilinu sem er besti árangur allra liða í deildinni.
NBA Mest lesið Krakkarnir í Keníu kalla hana „mzungu“ og hlaupa með henni Sport Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Enski boltinn Saumaskandallinn sem skekur skíðaheiminn Sport Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Íslenski boltinn Bjartsýnn þrátt fyrir áfall: „Reyni bara að hlæja að þessu“ Fótbolti 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Íslenski boltinn Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Enski boltinn Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Körfubolti Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið Sjá meira