Hrunið er bein afleiðing af samkrulli spilltrar stjórnmálastéttar og fjárglæframannanna í útrásarbönkunum. Almenningur hefur orðið vitni að því að furðu lítið hefur breyst í íslensku samfélagi á þeim rúmu tveimur árum sem liðin eru frá hruni nema, jú, að lífskjör almennings eru stórskert. Enn eru sömu aðilar á ferðinni í viðskiptalífinu, og sömu kerfin og hagsmunabandalögin halda saman sem áður. Skýringarnar á þessari stöðnun eru þær að fjórflokkurinn sigraði í síðustu alþingiskosningum og fékk 59 sæti gegn fjórum.
Sameiginlegir hagsmunir stjórnmálamanna og fjárglæframannanna hafa farið saman um að forðast hreinskiptið uppgjör og gera raunverulegar breytingar á íslensku samfélagi.
Ógöngurnar sem Icesave-málið hefur ítrekað ratað í eru angi af þessu getu- og viljaleysi stjórnvalda til að verja hagsmuni íslensks almennings, enda hafa þau óhreint mjöl í pokahorninu. Á síðustu misserum hefur stór meirihluti Alþingis, svo undarlegt sem það er, miklu frekar verið harður málsvari þess að íslenskir skattgreiðendur beri einir alla ábyrgð og áhættu af Icesave-málinu í stað þess að halda á lofti málstað íslenskra skattgreiðenda. Icesave-málið er bein afleiðing af gölluðu innistæðutryggingakerfi og óvönduðu eftirliti með glæfralegu fjármálakerfi sem búið var að vara við um árabil.
Ósanngjarnt er að íslenskir skattgreiðendur séu einir látnir sitja uppi með að tryggja tjón vegna kerfisins og endurgreiða fjármuni sem aldrei rötuðu til landsins. Miklu nær væri að Evrópusambandið hefði forgöngu um að tjóninu væri að einhverju leyti skipt af sanngirni í stað þess að beita Íslendinga þrýstingi og jafnvel síendurteknum hótunum.
Svo rammt hefur kveðið að þessum róðri innanlands gegn hagsmunum Íslands í Icesave-málinu að margir standa í þeirri trú að sú aðgerð stjórnvalda að tryggja innistæður í bönkum á Íslandi hafi að einhverju leyti skaðað þá sem áttu fjármuni inni á Icesave-reikningum Landsbankans.
Þessu er algerlega öfugt farið þar sem Bretar fá mörg hundruð milljörðum króna hærri upphæð endurgreidda en ef Íslendingar hefðu látið hjá líða að setja umdeild neyðarlög sem deilt er um, þ.e. á sjöunda hundrað milljarða króna í stað þess að fá á tólfta hundrað milljarða króna. Íslendingar hafa því gert vel við Breta í umræddu uppgjörsmáli sem snýst um fjármuni sem eins og áður segir runnu að öllum líkindum ekki frá Bretlandseyjum og skiluðu sér ekki hingað til landsins.
Efnahagsörðugleikar Íslands eru miklir og víst er að samþykkt Icesave verður til þess að óréttlátar og ólögvarðar skuldbindingar sem enginn veit hvað verða háar verða að kröfum á hendur komandi kynslóðum sem hægt verður að innheimta.
Íslendingar eiga að afþakka það kinnroðalaust að taka á sig skuldir fjárglæframanna þann 9. apríl nk. þó svo að stjórnmálamenn sem hafa meira og minna verið á spillingarjötunni forðist umfram allt heiðarlegt uppgjör við hrunið.

Óútfyllt ávísun afstýrir uppgjöri
Skoðun

Hvað er markaðsverð á fiski?
Sverrir Haraldsson skrifar

Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda
Anna Karen Svövudóttir skrifar

Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt
BIrgir Dýrfjörð skrifar

Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað?
Valentina Klaas skrifar

Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti
Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar

Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna
Berit Mueller skrifar

Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði
Eiríkur Rögnvaldsson skrifar

Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi?
Einar Jóhannes Guðnason skrifar

Þakkir til starfsfólk Janusar
Sigrún Ósk Bergmann skrifar

Mun gervigreindin senda konur heim?
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Frá, frá, frá. Fúsa liggur á
Eiríkur Hjálmarsson skrifar

Nokkur orð um stöðuna
Dögg Þrastardóttir skrifar

Kynbundinn munur í tekjum á efri árum
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar

#blessmeta – þriðja grein
Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar

Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins?
Berglind Halla Elíasdóttir skrifar

Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara!
Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar

Feluleikur Þorgerðar Katrínar
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Ráðalaus ráðherra
Högni Elfar Gylfason skrifar

Spólum til baka
Snævar Ingi Sveinsson skrifar

Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis
Erna Bjarnadóttir skrifar

Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna
Birna Ösp Traustadóttir skrifar

Sæluríkið Ísland
Einar Helgason skrifar

Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna
Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar

Stormurinn gegn stóðhryssunni
Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar

Kallið þið þetta fjölbreytni?
Hermann Borgar Jakobsson skrifar

Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu
Pétur Jónasson skrifar

Réttlætið sem refsar Jóni
Hjálmar Vilhjálmsson skrifar

Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum
Kristján Blöndal skrifar

Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár
Katrín Matthíasdóttir skrifar