Fótbolti

Gylfi spilaði síðustu 20 mínúturnar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gylfi Sigurðsson í leik með Hoffenheim.
Gylfi Sigurðsson í leik með Hoffenheim. Nordic Photos / Bongarts
Gylfi Þór Sigurðsson kom inn á sem varamaður er lið hans, Hoffenheim, gerði markalaust jafntefli við Hamburg í nokkuð bragðdaufum leik.

Gylfi kom inn á þegar rúmar 20 mínútur voru eftir til leiksloka og fékk ekki úr miklu að moða, rétt eins aðrir leikmenn liðanna.

Leikurinn var í beinni útsendingu Eurosport 2 og sagði annar lýsandi leiksins að hann hafi verið einfaldlega versti leikurinn sem hann hafði séð á tímabilinu í þýsku úrvalsdeildinni.

Dómari leiksins var greinilega sammála því hann flautaði leikinn af eftir aðeins átta sekúndum eftir að venjulegur leiktími rann út.

Hoffenheim er í níunda sæti deildarinnar með 37 stig en Hamburg í því sjöunda með 41.

Dortmund er á toppnum með 65 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×