NBA í nótt: Allen tryggði Boston sigur Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. apríl 2011 09:07 Ray Allen fagnar sigrinum í nótt. Mynd/AP Ray Allen var hetja Boston þegar að hann tryggði sínum mönnum sigur á New York eftir æsispennandi leik í NBA-deildinni í nótt. Boston er því komið í 1-0 forystu í rimmu liðanna í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Allen setti niður þriggja stiga körfu þegar að ellefu sekúndur voru til leiksloka og kom Boston yfir, 87-85. Reyndust það lokatölur leiksins. New York hafði verið með frumkvæðið nánast allan leikinn en gaf eftir á lokakaflanum. Carmelo Anthony missti boltann í næstsíðustu sókn New York eftir að hafa fengið dæmt á sig sóknarbrot og skot hans geigaði svo á lokasekúndum leiksins. Allen var stigahæstur hjá Boston með 24 stig og Paul Pierce kom næstur með átján. Kevin Garnett var með fimmtán stig og þrettán fráköst. Amar'e Stoudemire átti frábæran leik í liði New York og skoraði 28 stig. Það dugði þó ekki til á endanum. Anthony skoraði samtals fimmtán stig í leiknum. New York varð þar að auki fyrir áfalli í leiknum þar sem að Chauncey Billups fór meiddur af velli í lok fjórða leikhluta. Hann virtist hafa meiðst á hné og óvíst hvort hann nái næsta leik liðanna á aðfaranótt miðvikudags. Oklahoma City vann Denver, 107-103, í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppninni. Kevin Durant skoraði 41 stig fyrir Oklahoma City og Russell Westbrook 31. Lokakafli leiksins var dramatískur en miðherjinn Kendrick Perkins skoraði mikilvæga körfu þegar rúm mínúta var til leiksloka og kom Oklahoma City yfir, 102-101. Perkins blakaði boltanum ofan í körfuna en leikmenn Denver vildu meina að um ólöglega körfu hafi verið að ræða. Karfan fékk þó að standa gild. Nene skoraði 22 stig fyrir Denver og Danilo Gallinari átján. NBA Tengdar fréttir NBA: Hornets vann Lakers óvænt í Staples Center New Orleans Hornets byrjar úrslitakeppnina í NBA-deildinni af miklum krafti, en þeir gerðu sér lítið fyrir og sigruðu meistarana í L.A. Lakers, 109-100, í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppninni og hafa því tekið forystu í einvíginu 1-0. Til að koma sér í næstu umferð í keppninni þarf að vinna fjóra leiki. 17. apríl 2011 23:36 NBA: Memphis kom á óvart og vann San Antonio Memphis Grizzlies kom verulega á óvart í kvöld þegar liði lagði San Antonio Spurs, 101-98, á útivelli í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í Vesturdeild NBA deildarinnar í körfuknattleik. 17. apríl 2011 20:30 Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Sport „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti Fleiri fréttir „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Sjá meira
Ray Allen var hetja Boston þegar að hann tryggði sínum mönnum sigur á New York eftir æsispennandi leik í NBA-deildinni í nótt. Boston er því komið í 1-0 forystu í rimmu liðanna í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Allen setti niður þriggja stiga körfu þegar að ellefu sekúndur voru til leiksloka og kom Boston yfir, 87-85. Reyndust það lokatölur leiksins. New York hafði verið með frumkvæðið nánast allan leikinn en gaf eftir á lokakaflanum. Carmelo Anthony missti boltann í næstsíðustu sókn New York eftir að hafa fengið dæmt á sig sóknarbrot og skot hans geigaði svo á lokasekúndum leiksins. Allen var stigahæstur hjá Boston með 24 stig og Paul Pierce kom næstur með átján. Kevin Garnett var með fimmtán stig og þrettán fráköst. Amar'e Stoudemire átti frábæran leik í liði New York og skoraði 28 stig. Það dugði þó ekki til á endanum. Anthony skoraði samtals fimmtán stig í leiknum. New York varð þar að auki fyrir áfalli í leiknum þar sem að Chauncey Billups fór meiddur af velli í lok fjórða leikhluta. Hann virtist hafa meiðst á hné og óvíst hvort hann nái næsta leik liðanna á aðfaranótt miðvikudags. Oklahoma City vann Denver, 107-103, í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppninni. Kevin Durant skoraði 41 stig fyrir Oklahoma City og Russell Westbrook 31. Lokakafli leiksins var dramatískur en miðherjinn Kendrick Perkins skoraði mikilvæga körfu þegar rúm mínúta var til leiksloka og kom Oklahoma City yfir, 102-101. Perkins blakaði boltanum ofan í körfuna en leikmenn Denver vildu meina að um ólöglega körfu hafi verið að ræða. Karfan fékk þó að standa gild. Nene skoraði 22 stig fyrir Denver og Danilo Gallinari átján.
NBA Tengdar fréttir NBA: Hornets vann Lakers óvænt í Staples Center New Orleans Hornets byrjar úrslitakeppnina í NBA-deildinni af miklum krafti, en þeir gerðu sér lítið fyrir og sigruðu meistarana í L.A. Lakers, 109-100, í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppninni og hafa því tekið forystu í einvíginu 1-0. Til að koma sér í næstu umferð í keppninni þarf að vinna fjóra leiki. 17. apríl 2011 23:36 NBA: Memphis kom á óvart og vann San Antonio Memphis Grizzlies kom verulega á óvart í kvöld þegar liði lagði San Antonio Spurs, 101-98, á útivelli í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í Vesturdeild NBA deildarinnar í körfuknattleik. 17. apríl 2011 20:30 Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Sport „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti Fleiri fréttir „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Sjá meira
NBA: Hornets vann Lakers óvænt í Staples Center New Orleans Hornets byrjar úrslitakeppnina í NBA-deildinni af miklum krafti, en þeir gerðu sér lítið fyrir og sigruðu meistarana í L.A. Lakers, 109-100, í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppninni og hafa því tekið forystu í einvíginu 1-0. Til að koma sér í næstu umferð í keppninni þarf að vinna fjóra leiki. 17. apríl 2011 23:36
NBA: Memphis kom á óvart og vann San Antonio Memphis Grizzlies kom verulega á óvart í kvöld þegar liði lagði San Antonio Spurs, 101-98, á útivelli í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í Vesturdeild NBA deildarinnar í körfuknattleik. 17. apríl 2011 20:30