Eins og meðfylgjandi myndir sýna var frábær stemning á tíu ára afmælishátíð Fréttablaðsins sem fram fór í Perlunni á laugardaginn. Hátt í tíu þúsund gestir á öllum aldri fögnuðu áfanganum ásamt starfsfólki Fréttablaðsins.
Páskaeggjaleikur fór fram í Öskjuhlíðinni og boðið var upp á gómsæta tíu metra langa köku með yfir 2000 kökusneiðum sem kláraðist á 45 mínútum. Þá var einnig boðið upp á Svala, heitt kakó og hátt í þúsund vöfflur með rjóma.
Skoppa og Skrítla, leikhópurinn Lotta, Friðrik Dór, Pollapönk og Páll Óskar héldu uppi stuðinu og Franzína mús var kynnir.
10 ára afmæli Fréttablaðsins
