San Antonio aftur undir - ótrúleg endurkoma Portland Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. apríl 2011 11:00 Leikmenn Memphis Grizzlies fagna í nótt. Mynd/AP Þrír leikir fóru í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og því nóg um að vera í úrslitakeppninni en fyrsta umferðin stendur nú sem hæst. San Antonio, liðið sem varð í fyrsta sæti í Vesturdeildinni, er aftur lent undir í rimmu sinni gegn Memphis, 2-1. Memphis vann leik liðanna í nótt, 91-88. Ef þetta heldur áfram á þessari braut verður Memphis aðeins fjórða liðið í sögunni sem slær úr deildarmeistara í fyrstu umferð úrslitakeppninnar, hvort sem er í austrinu eða vestrinu. Zach Randolph fór mikinn í nótt og skoraði 25 stig, þar af setti hann niður þriggja stiga körfu þegar 41,9 sekúnda var til leiksloka. Sú karfa fór langt með að tryggja Memphis sigurinn. Marc Gasol bætti við sautján stigum, Mike Conley var með fjórtán og OJ Mayo tíu. Hjá San Antonio, sem lengi vel var með bestan árangur allra liða í NBA-deildinni í vetur, var Manu Ginobili með 23 stig, Tony Parker sextán, Tim Duncan þrettán og George Hill ellefu. San Antonio leiddi aðeins í upphafi leiksins og aldrei eftir að staðan var 12-11, liðinu í hag. Memphis komst mest fimmtán stigum yfir en það var engu að síður mikil spenna á lokamínútum leiksins. Oklahoma City vann Denver, 97-94, og komst þar með í 3-0 í rimmu liðanna. Leikurinn fór fram í Denver þar sem að liðin mætast aftur aðfaranótt þriðjudags. Þá getur Oklahoma City tryggt sér sæti í undanúrslitum Vesturdeildarinnar. Kevin Durant og Russell Westbrook fóru sem fyrr mikinn í liði Oklahoma City en sigurinn var engu að síður tæpur. Það munaði reyndar gríðarlega miklu um Serge Ibaka í nótt en hann skoraði 22 stig og tók sextán fráköst fyrir Oklahoma City. Durant skoraði 26 stig og Westbrook 23. En það var Ibaka sem setti niður mikilvæga körfu þegar tíu sekúndur voru til leiksloka og dugði Oklahoma City til sigurs. Hjá Denver voru þrír leikmenn með fimmtán stig - þeir Kenyon Martin, Nene og JR Smith. Arron Affalo og Chris Anderson skoruðu þrettán hvor. Portland vann Dallas, 84-82, og jafnaði þar með metin í rimmunni í 2-2. Brandon Roy var frábær í liði Portland en hann skoraði körfu þegar 40 sekúndur voru eftir og tryggði í raun sigur sinna manna í leiknum. Portland hefur því unnið tvo leiki í röð og náð að jafna metin í rimmunni eftir að hafa lent 2-0 undir. Stórglæsileg endurkoma hjá liðinu sem má greinilega ekki afskrifa. Roy skoraði 24 stig í leiknum, þar af átján í fjórða leikhluta. Portland lenti mest 23 stigum undir í leiknum en náði að komast yfir og vinna leikinn. Það er aðeins í þriðja sinn í sögunni síðan að skotklukkan var tekin upp að liði í úrslitakeppninni nær að vinna upp minnst átján stiga forystu andstæðingsins í leik. Dirk Nowitzky skoraði 20 stig fyrir Dallas og Jason Terry þrettán. LaMarcus Aldridge skoraði átján stig fyrir Portland og Gerrard Wallace var með tíu stig og ellefu. Körfuboltaunnendur munu hafa nóg að gera í dag því að það verða tveir leikir í beinni sjónvarpsútsendingu. Klukkan 17.00 verður leikur Philadelphia og Miami í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Svo, klukkan 19.30, verður leikur Boston og New York í beinni á NBA TV sem er á rás 48 á Digital Ísland. NBA Mest lesið Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Ísfold Marý til liðs við Víking Íslenski boltinn Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Körfubolti Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Íslenski boltinn Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Körfubolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Fleiri fréttir Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Sjá meira
Þrír leikir fóru í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og því nóg um að vera í úrslitakeppninni en fyrsta umferðin stendur nú sem hæst. San Antonio, liðið sem varð í fyrsta sæti í Vesturdeildinni, er aftur lent undir í rimmu sinni gegn Memphis, 2-1. Memphis vann leik liðanna í nótt, 91-88. Ef þetta heldur áfram á þessari braut verður Memphis aðeins fjórða liðið í sögunni sem slær úr deildarmeistara í fyrstu umferð úrslitakeppninnar, hvort sem er í austrinu eða vestrinu. Zach Randolph fór mikinn í nótt og skoraði 25 stig, þar af setti hann niður þriggja stiga körfu þegar 41,9 sekúnda var til leiksloka. Sú karfa fór langt með að tryggja Memphis sigurinn. Marc Gasol bætti við sautján stigum, Mike Conley var með fjórtán og OJ Mayo tíu. Hjá San Antonio, sem lengi vel var með bestan árangur allra liða í NBA-deildinni í vetur, var Manu Ginobili með 23 stig, Tony Parker sextán, Tim Duncan þrettán og George Hill ellefu. San Antonio leiddi aðeins í upphafi leiksins og aldrei eftir að staðan var 12-11, liðinu í hag. Memphis komst mest fimmtán stigum yfir en það var engu að síður mikil spenna á lokamínútum leiksins. Oklahoma City vann Denver, 97-94, og komst þar með í 3-0 í rimmu liðanna. Leikurinn fór fram í Denver þar sem að liðin mætast aftur aðfaranótt þriðjudags. Þá getur Oklahoma City tryggt sér sæti í undanúrslitum Vesturdeildarinnar. Kevin Durant og Russell Westbrook fóru sem fyrr mikinn í liði Oklahoma City en sigurinn var engu að síður tæpur. Það munaði reyndar gríðarlega miklu um Serge Ibaka í nótt en hann skoraði 22 stig og tók sextán fráköst fyrir Oklahoma City. Durant skoraði 26 stig og Westbrook 23. En það var Ibaka sem setti niður mikilvæga körfu þegar tíu sekúndur voru til leiksloka og dugði Oklahoma City til sigurs. Hjá Denver voru þrír leikmenn með fimmtán stig - þeir Kenyon Martin, Nene og JR Smith. Arron Affalo og Chris Anderson skoruðu þrettán hvor. Portland vann Dallas, 84-82, og jafnaði þar með metin í rimmunni í 2-2. Brandon Roy var frábær í liði Portland en hann skoraði körfu þegar 40 sekúndur voru eftir og tryggði í raun sigur sinna manna í leiknum. Portland hefur því unnið tvo leiki í röð og náð að jafna metin í rimmunni eftir að hafa lent 2-0 undir. Stórglæsileg endurkoma hjá liðinu sem má greinilega ekki afskrifa. Roy skoraði 24 stig í leiknum, þar af átján í fjórða leikhluta. Portland lenti mest 23 stigum undir í leiknum en náði að komast yfir og vinna leikinn. Það er aðeins í þriðja sinn í sögunni síðan að skotklukkan var tekin upp að liði í úrslitakeppninni nær að vinna upp minnst átján stiga forystu andstæðingsins í leik. Dirk Nowitzky skoraði 20 stig fyrir Dallas og Jason Terry þrettán. LaMarcus Aldridge skoraði átján stig fyrir Portland og Gerrard Wallace var með tíu stig og ellefu. Körfuboltaunnendur munu hafa nóg að gera í dag því að það verða tveir leikir í beinni sjónvarpsútsendingu. Klukkan 17.00 verður leikur Philadelphia og Miami í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Svo, klukkan 19.30, verður leikur Boston og New York í beinni á NBA TV sem er á rás 48 á Digital Ísland.
NBA Mest lesið Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Ísfold Marý til liðs við Víking Íslenski boltinn Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Körfubolti Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Íslenski boltinn Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Körfubolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Fleiri fréttir Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Sjá meira