NBA: Boston í lykilstöðu - Lakers settist í bílstjórasætið Stefán Árni Pálsson skrifar 23. apríl 2011 11:00 Rondo gaf 20 stoðsendingar sem er félagsmet Mynd. / AP Rondo setti félagsmet er hann gaf 20 stoðsendingarBoston Celtics kom sér heldur betur í góða stöðu gegn New York Knicks í fyrstu umferð úrslitakeppni NBA, en þeir grænklæddu unnu sannfærandi sigur, 113 -96, í Madison Square Garden og leiða einvígið 3-0. Fjóra sigra þarf til að komast í næstu umferð og því vantar Boston aðeins einn sigur til viðbótar. Paul Pierce skoraði 38 stig, Ray Allen 32, en maður leiksins var líklega Rajon Rondo, leikmaður Boston sem skorðai 15 stig, sendi 20 stoðsendingar og tók 11 fráköst. Boston getur sópað New York Knicks í sumarfrí á sunnudaginn en Knicks hefur ekki leikið í úrslitakeppninni í sjö ár og allt bendir til þess að stoppið verði stutt. Pau Gasol er mætturLos Angeles Lakers sigraði New Orleans Hornets, 100-86 , í þriðja leik liðanna og komust því yfir 2-1 í einvíginu. Lakers hafði yfirhöndina allan tíman og gríðarlega mikilvægur sigur staðreynd. Pau Gasol, leikmaður L.A. Lakers mætti loksins til leiks í úrslitakeppninni en hann hefur verið nokkuð dapur hingað til. Gasol gerði 17 stig og tók 10 fráköst. Þetta var 80. leikur Kobe Bryant í úrslitakeppninni þar sem leikmaðurinn skorar 30 stig eða meira, aðeins einn leikmaður í sögunni hefur náð betri árangri en Michael Jordan gerði slíkt í 109 leikjum á sínum ferli. Chris Paul, leikmaður New Orleans Hornets, skoraði 22 stig og gaf átta stoðsendingar en það dugði ekki til. Hornets náðu að elta Lakers stórann part af leiknum en í lokin þá varð munurinn of mikill og því fór sem fór. Næsti leikur liðanna verður á sunnudaginn í New Orleans. Jamal Crawford sýndi stáltaugarAtlanta Hawks unnu Orlando Magic, 88-84, í virkilega spennandi leik, en með sigrinum komust Atlanta menn í 2-1 í einvíginu. Jafnræði var á liðinum nánast allan leikinn en heimamenn í Hawks voru alltaf einu skrefi á undan. Þegar 5 sekúndur voru eftir af leiknum setti maður leiksins , Jamal Crawford, leikmaður Atlanta Hawks, niður þriggja stiga körfu og kom heimamönnum fjórum stigum yfir. Niðurstaðan því virkilega mikilvægur sigur hjá Atlanta Hawks sem leiða einvígið 2-1. Jamal Crawford skoraði 23 stig fyrir Atlanta og var atkvæðamestur hjá heimamönnum. Dwight Howard, leikmaður Orlando Magic, gerði 21 stig og tók 15 fráköst. NBA Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Fleiri fréttir Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Sjá meira
Rondo setti félagsmet er hann gaf 20 stoðsendingarBoston Celtics kom sér heldur betur í góða stöðu gegn New York Knicks í fyrstu umferð úrslitakeppni NBA, en þeir grænklæddu unnu sannfærandi sigur, 113 -96, í Madison Square Garden og leiða einvígið 3-0. Fjóra sigra þarf til að komast í næstu umferð og því vantar Boston aðeins einn sigur til viðbótar. Paul Pierce skoraði 38 stig, Ray Allen 32, en maður leiksins var líklega Rajon Rondo, leikmaður Boston sem skorðai 15 stig, sendi 20 stoðsendingar og tók 11 fráköst. Boston getur sópað New York Knicks í sumarfrí á sunnudaginn en Knicks hefur ekki leikið í úrslitakeppninni í sjö ár og allt bendir til þess að stoppið verði stutt. Pau Gasol er mætturLos Angeles Lakers sigraði New Orleans Hornets, 100-86 , í þriðja leik liðanna og komust því yfir 2-1 í einvíginu. Lakers hafði yfirhöndina allan tíman og gríðarlega mikilvægur sigur staðreynd. Pau Gasol, leikmaður L.A. Lakers mætti loksins til leiks í úrslitakeppninni en hann hefur verið nokkuð dapur hingað til. Gasol gerði 17 stig og tók 10 fráköst. Þetta var 80. leikur Kobe Bryant í úrslitakeppninni þar sem leikmaðurinn skorar 30 stig eða meira, aðeins einn leikmaður í sögunni hefur náð betri árangri en Michael Jordan gerði slíkt í 109 leikjum á sínum ferli. Chris Paul, leikmaður New Orleans Hornets, skoraði 22 stig og gaf átta stoðsendingar en það dugði ekki til. Hornets náðu að elta Lakers stórann part af leiknum en í lokin þá varð munurinn of mikill og því fór sem fór. Næsti leikur liðanna verður á sunnudaginn í New Orleans. Jamal Crawford sýndi stáltaugarAtlanta Hawks unnu Orlando Magic, 88-84, í virkilega spennandi leik, en með sigrinum komust Atlanta menn í 2-1 í einvíginu. Jafnræði var á liðinum nánast allan leikinn en heimamenn í Hawks voru alltaf einu skrefi á undan. Þegar 5 sekúndur voru eftir af leiknum setti maður leiksins , Jamal Crawford, leikmaður Atlanta Hawks, niður þriggja stiga körfu og kom heimamönnum fjórum stigum yfir. Niðurstaðan því virkilega mikilvægur sigur hjá Atlanta Hawks sem leiða einvígið 2-1. Jamal Crawford skoraði 23 stig fyrir Atlanta og var atkvæðamestur hjá heimamönnum. Dwight Howard, leikmaður Orlando Magic, gerði 21 stig og tók 15 fráköst.
NBA Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Fleiri fréttir Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Sjá meira