OKC jafnði einvígið eftir þríframlengdan leik gegn Grizzlies Stefán Árni Pálsson skrifar 10. maí 2011 08:56 Lebrown James fór á kostum í nótt. Mynd. / AP Miami Heat er komið í algjöra lykilstöðu gegn Boston Celtics í undanúrslitum Austurdeildar NBA, en liðið bar sigur úr býtum, 98-90, eftir framlengdan leik. Jafnræði var með liðunum nánast allan leiktímann og liðin skiptust á að hafa sára litla forystu. Rajon Rondo, leikstjórnandi Boston Celtics, lék meiddur annan leikinn í röð en leikmaðurinn fór úr lið á olnboga í síðasta leik liðinna. Rondo gat ekki beitt sér sem skyldi í leiknum í nótt og átti oft á tíðum erfitt uppdráttar. Eftir venjulegan leiktíma var staðan 86-86, en þá var komið að Lebrown James, leikmanni Miami Heat, en hann tók yfir í framlengingunni og stýrði sínu liði til sigurs. James skoraði 34 stig og tók 14 fráköst fyrir Miami. Chris Bosh átti einnig afbragðsgóðan leik fyrir Miami Heat en hann gerði 20 stig og tók 12 fráköst, en Bosh hefur fengið mikla gagnrýni fyrir frammistöðu sína í rimmunni. Dwyane Wade kórónaði frammistöðu þessara þriggja leikmanna og skoraði 28 stig. Í liði heimamanna var það Paul Pierce sem var atkvæðamestur með 27 stig. Miami Heat leiðir nú einvígið 3-1, en alls þarf að sigra fjóra leiki til að komast í úrslit Austurdeildarinnar. Næsti leikur liðanna fer fram aðfaranótt fimmtudags í Miami, en þá er að duga eða drepast fyrir Boston Celtics. Oklahoma City Thunder náðu aftur á móti að jafna metinn í einvíginu gegn Memphis Grizzlies, 2-2, eftir frábæran sigur í hreint út sagt mögnuðum leik sem þurfti að þríframlengja. OKC vann að lokum sigur 133-123, en næsti leikur fer fram í Oklahoma. Gríðarleg flóð herja nú í borginni Memphis þessa daganna, en ekki kom til þess að fresta þurfti leiknum. Leikurinn var æsispennandi og líklega einn besti leikur úrslitakeppnarinnar í ár. Mike Conley, leikmaður Memphis Grizzlis, var hetjan undir lok venjulegs leiktíma en hanns setti niður þriggja stiga körfu á loka andartökum leiksins og jafnaði metinn 96-96. Þegar rétt rúmlega ein mínúta var eftir að fyrstu framlengingunni höfðu OKC 6 stiga forystu, en aftur neituðu Grizzlies menn að gefast upp, en þá var komið að Greivis Vasquez hjá Grizzlies. Vasquez hefur hreinlega spurngið út í úrslitakeppninni en hann jafnaði leikinn með magnaðri þriggja stiga körfu og önnur framlenging því staðreynd. Jafnt var á öllum tölum í annarri framlengingu og því þurfti að framlengja í þriðja sinn, en þar hafði Oklahoma City Thunder undirtökin og unnu að lokum öruggan tíu stiga sigur í mögnuðum maraþonleik. Russel Westbrook, leikmaður OKC, lék líklega sinn allra besta leik á ferlinum í úrslitakeppni en hann gerði 40 stig. Kevin Durant var frábær í þriðju framlengingunni í nótt og skoraði 35 stig fyrir OKC. Zach Randolph, leikmaður Memphis Grizzlies, var atkvæðamestur hjá sínu liði með 34 stgi og 16 fráköst. Það liggur enginn vafi á því að þessi rimma er langt frá því að vera búin og sjö leikja sería kæmi engum á óvart. NBA Mest lesið Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Handbolti „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Enski boltinn „Við eigum að skammast okkar“ Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur Körfubolti Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Fótbolti Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Handbolti Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Enski boltinn Tiger Woods sleit hásin Golf Fleiri fréttir Uppgjör: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Sjá meira
Miami Heat er komið í algjöra lykilstöðu gegn Boston Celtics í undanúrslitum Austurdeildar NBA, en liðið bar sigur úr býtum, 98-90, eftir framlengdan leik. Jafnræði var með liðunum nánast allan leiktímann og liðin skiptust á að hafa sára litla forystu. Rajon Rondo, leikstjórnandi Boston Celtics, lék meiddur annan leikinn í röð en leikmaðurinn fór úr lið á olnboga í síðasta leik liðinna. Rondo gat ekki beitt sér sem skyldi í leiknum í nótt og átti oft á tíðum erfitt uppdráttar. Eftir venjulegan leiktíma var staðan 86-86, en þá var komið að Lebrown James, leikmanni Miami Heat, en hann tók yfir í framlengingunni og stýrði sínu liði til sigurs. James skoraði 34 stig og tók 14 fráköst fyrir Miami. Chris Bosh átti einnig afbragðsgóðan leik fyrir Miami Heat en hann gerði 20 stig og tók 12 fráköst, en Bosh hefur fengið mikla gagnrýni fyrir frammistöðu sína í rimmunni. Dwyane Wade kórónaði frammistöðu þessara þriggja leikmanna og skoraði 28 stig. Í liði heimamanna var það Paul Pierce sem var atkvæðamestur með 27 stig. Miami Heat leiðir nú einvígið 3-1, en alls þarf að sigra fjóra leiki til að komast í úrslit Austurdeildarinnar. Næsti leikur liðanna fer fram aðfaranótt fimmtudags í Miami, en þá er að duga eða drepast fyrir Boston Celtics. Oklahoma City Thunder náðu aftur á móti að jafna metinn í einvíginu gegn Memphis Grizzlies, 2-2, eftir frábæran sigur í hreint út sagt mögnuðum leik sem þurfti að þríframlengja. OKC vann að lokum sigur 133-123, en næsti leikur fer fram í Oklahoma. Gríðarleg flóð herja nú í borginni Memphis þessa daganna, en ekki kom til þess að fresta þurfti leiknum. Leikurinn var æsispennandi og líklega einn besti leikur úrslitakeppnarinnar í ár. Mike Conley, leikmaður Memphis Grizzlis, var hetjan undir lok venjulegs leiktíma en hanns setti niður þriggja stiga körfu á loka andartökum leiksins og jafnaði metinn 96-96. Þegar rétt rúmlega ein mínúta var eftir að fyrstu framlengingunni höfðu OKC 6 stiga forystu, en aftur neituðu Grizzlies menn að gefast upp, en þá var komið að Greivis Vasquez hjá Grizzlies. Vasquez hefur hreinlega spurngið út í úrslitakeppninni en hann jafnaði leikinn með magnaðri þriggja stiga körfu og önnur framlenging því staðreynd. Jafnt var á öllum tölum í annarri framlengingu og því þurfti að framlengja í þriðja sinn, en þar hafði Oklahoma City Thunder undirtökin og unnu að lokum öruggan tíu stiga sigur í mögnuðum maraþonleik. Russel Westbrook, leikmaður OKC, lék líklega sinn allra besta leik á ferlinum í úrslitakeppni en hann gerði 40 stig. Kevin Durant var frábær í þriðju framlengingunni í nótt og skoraði 35 stig fyrir OKC. Zach Randolph, leikmaður Memphis Grizzlies, var atkvæðamestur hjá sínu liði með 34 stgi og 16 fráköst. Það liggur enginn vafi á því að þessi rimma er langt frá því að vera búin og sjö leikja sería kæmi engum á óvart.
NBA Mest lesið Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Handbolti „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Enski boltinn „Við eigum að skammast okkar“ Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur Körfubolti Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Fótbolti Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Handbolti Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Enski boltinn Tiger Woods sleit hásin Golf Fleiri fréttir Uppgjör: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Sjá meira