Þetta var eins og í helvíti Boði Logason skrifar 25. maí 2011 14:49 Bændur í nágrenni við Kirkjubæjarklaustur hafa smalað kindum í dag. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd/Valgarður Gíslason „Það er allt annað ástand í dag en það var í gær og fyrradag, nú sér maður rigningadropa og það er ekkert mistur úti," segir Sigurður Kristinsson, bóndi á Hörgslandi II sem er sjö kílómetrum austan við Kirkjubæjarklaustur. Hann segir að askan sem fallið hefur til jarðar haldist nú á jörðu niðri en úrlítil úrkoma hefur verið á svæðinu í morgun. „Við erum núna að fara í gegnum féð okkar og skola úr augunum á þeim, það eru nokkrar kindur sem eru hreinlega blindar," segir Sigurður en það drápust þrjár ær og tvö lömb hjá honum í öskufallinu. „Við eigum eftir að fara meðfram skurðunum, en þeir eru allir fullir af ösku svo það sést ekkert sérstaklega vel, við munum skoða þá betur þegar það hefur rignt ofan í þá," segir Sigurður sem er með rúmlega 500 fjár og 30 hross á bænum hjá sér.Mörg lömb hafa drepist vegna öskufallsins. Mynd/Valgarður Gíslason„Við björguðum svo einni hryssu sem var föst ofan í skurði og svo misstum við eitt folald í köstun, hún var eitthvað að flýta sér hún átti ekkert að kasta núna," segir Sigurður. Hann segir að hann hafi ekki verið búinn að hleypa öllu fénu út þegar gosið byrjaði á laugardagskvöld. „Það var kuldaspá í loftunum og það hefði alveg eins getað snjóað eins og gerðist fyrir austan svo ég var með mikinn fjölda inni þegar gosið byrjaði."Eins og í helvíti Og Sigurður segir að nú sé mikið hreinsunarstarf framundan. „Askan er alls staðar en þó slapp heimilið okkar nokkuð vel, það er bara mikil aska í anddyrinu. Það var náttúrlega lítið hægt að fara um þegar verst var," segir hann. „Það var nú einhver gálgahúmor hérna eftir að gosið byrjaði að þetta væri svipað og að vera í helvíti, nema að þar væri aðeins heitara. Þegar þú fórst út með vasaljós, gerðu þau ekki neitt því þegar þú réttir fram hendina sástu ekki einu sinni fingurna." Hann segir að það hafi tekið á að vera upplifa öskufallið. „En það þýðir ekkert að æsa sig yfir þessu því þá fer maður bara yfir um, en auðvitað leið manni ekki vel að vita af skepnunum úti í þessum óþvera," segir hann. Grímsvötn Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
„Það er allt annað ástand í dag en það var í gær og fyrradag, nú sér maður rigningadropa og það er ekkert mistur úti," segir Sigurður Kristinsson, bóndi á Hörgslandi II sem er sjö kílómetrum austan við Kirkjubæjarklaustur. Hann segir að askan sem fallið hefur til jarðar haldist nú á jörðu niðri en úrlítil úrkoma hefur verið á svæðinu í morgun. „Við erum núna að fara í gegnum féð okkar og skola úr augunum á þeim, það eru nokkrar kindur sem eru hreinlega blindar," segir Sigurður en það drápust þrjár ær og tvö lömb hjá honum í öskufallinu. „Við eigum eftir að fara meðfram skurðunum, en þeir eru allir fullir af ösku svo það sést ekkert sérstaklega vel, við munum skoða þá betur þegar það hefur rignt ofan í þá," segir Sigurður sem er með rúmlega 500 fjár og 30 hross á bænum hjá sér.Mörg lömb hafa drepist vegna öskufallsins. Mynd/Valgarður Gíslason„Við björguðum svo einni hryssu sem var föst ofan í skurði og svo misstum við eitt folald í köstun, hún var eitthvað að flýta sér hún átti ekkert að kasta núna," segir Sigurður. Hann segir að hann hafi ekki verið búinn að hleypa öllu fénu út þegar gosið byrjaði á laugardagskvöld. „Það var kuldaspá í loftunum og það hefði alveg eins getað snjóað eins og gerðist fyrir austan svo ég var með mikinn fjölda inni þegar gosið byrjaði."Eins og í helvíti Og Sigurður segir að nú sé mikið hreinsunarstarf framundan. „Askan er alls staðar en þó slapp heimilið okkar nokkuð vel, það er bara mikil aska í anddyrinu. Það var náttúrlega lítið hægt að fara um þegar verst var," segir hann. „Það var nú einhver gálgahúmor hérna eftir að gosið byrjaði að þetta væri svipað og að vera í helvíti, nema að þar væri aðeins heitara. Þegar þú fórst út með vasaljós, gerðu þau ekki neitt því þegar þú réttir fram hendina sástu ekki einu sinni fingurna." Hann segir að það hafi tekið á að vera upplifa öskufallið. „En það þýðir ekkert að æsa sig yfir þessu því þá fer maður bara yfir um, en auðvitað leið manni ekki vel að vita af skepnunum úti í þessum óþvera," segir hann.
Grímsvötn Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira