Sala fíkniefna í apótekum Teitur Guðmundsson skrifar 31. maí 2011 02:21 Ekki er öll vitleysan eins! Það er nánast algalið þykir mér að ætla að selja hið löglega fíkniefni tóbak í apótekum landsins. Það kemur fram í ýmsum greinum úr virtum erlendum fagtímaritum að lyfsalar, almenningur og ekki síst læknar hafa verið á móti slíkri uppstillingu og jafnvel barist árum saman fyrir því að slíkri sölu yrði hætt. Það hafa meira að segja hafa verið sett lög í Bandaríkjunum sem banna slíka sölu í apótekum og ekki að ástæðulausu. Ég er mjög hlynntur flestum þeim tillögum sem koma fram í þingsályktunartillögu þingmanna um bann við tóbaksnotkun og er mikið framfaraskref nema hvað þetta atriði snertir. Apótek eru auðvitað selja ýmsan varning, mishollan og er hægt að hafa mismunandi skoðanir á því hvað eigi heima í sölu í slíkri verslun. En að beinlínis stilla upp sígarettum eða viðlíka óþverra nálægt sýklalyfjum og krabbameinslyfjum sem eru notuð oftar en ekki til að berjast gegn meinum af völdum tóbaks er einfaldlega fáranlegt svo ekki sé sterkar að orði kveðið. Við læknar, sem eyðum miklum hluta af starfi okkar í að sinna forvörnum og fá fólk til að hætta að reykja, með miklum stuðningi og fortölum auk annarra aðferða hljótum að vera alfarið á móti slíkri uppstillingu. Ef við ímyndum okkur apótek og veltum fyrir okkur hvað fæst í slíkri verslun er yfirleitt það fyrsta sem kemur í huga vörur sem hafa lækningamátt samanber að ofan og við tengjum vörurnar almennt við heilsu og allt litróf hennar. Það á við um lyf, vítamín, bætiefni, sólavörn og smitvarnir eins og smokka svo eitthvað sé nefnt. Auðvitað er ýmis annar varningur til sölu en tæpast nokkuð sem jafnast á við hörmungarnar af tóbaksneyslu. Í umræðunni undanfarið hefur verið mikið rætt um læknadóp, sumir vilja frekar kalla það lyfjadóp, enda mjög neikvætt orð, en þau lyf sem undir þetta orð falla eru þrátt fyrir allt í flestum tilvikum notuð í réttum tilgangi og meiningin er að lækna einstaklinga eða líkna. Sú lína sem skilur þarna á milli í daglegu tali skaðar vissulega þá sem þurfa virkilega á lyfjunum að halda og upplifa tortryggni og stigmatiseringu. Nú hvarflar ekki að mér að blanda sérstaklega þessum tveimur umræðuefnum saman en velti því þó fyrir mér hvað er hið raunverulega fíkniefni, þó ekki dyljist neinum að umrædd lyf og misnotkun þeirra er auðvitað fíkn líkt og að reykja. Ekki myndi hvarfla að mér sem lækni að skrifa út tóbak, en það var kannski meiningin að láta lækna stýra neyslunni, ekki held ég að það kunni góðri lukku að stýra. Tóbak á ekki að selja í apótekum og hananú! Ef ég væri lyfsali undir þessum kringumstæðum myndi ég hafna sölu á slíkum varningi af prinsipp ástæðum. Það er best geymt bakvið kassann í ÁTVR þar sem er styttri opnunartími og færri útibú en lyfjaverslanir um land allt. Ef ætlunin er að gera aðgengið erfiðara væri þessi lausn að mínu viti mun skynsamlegri. Höfundur er læknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Ekki er öll vitleysan eins! Það er nánast algalið þykir mér að ætla að selja hið löglega fíkniefni tóbak í apótekum landsins. Það kemur fram í ýmsum greinum úr virtum erlendum fagtímaritum að lyfsalar, almenningur og ekki síst læknar hafa verið á móti slíkri uppstillingu og jafnvel barist árum saman fyrir því að slíkri sölu yrði hætt. Það hafa meira að segja hafa verið sett lög í Bandaríkjunum sem banna slíka sölu í apótekum og ekki að ástæðulausu. Ég er mjög hlynntur flestum þeim tillögum sem koma fram í þingsályktunartillögu þingmanna um bann við tóbaksnotkun og er mikið framfaraskref nema hvað þetta atriði snertir. Apótek eru auðvitað selja ýmsan varning, mishollan og er hægt að hafa mismunandi skoðanir á því hvað eigi heima í sölu í slíkri verslun. En að beinlínis stilla upp sígarettum eða viðlíka óþverra nálægt sýklalyfjum og krabbameinslyfjum sem eru notuð oftar en ekki til að berjast gegn meinum af völdum tóbaks er einfaldlega fáranlegt svo ekki sé sterkar að orði kveðið. Við læknar, sem eyðum miklum hluta af starfi okkar í að sinna forvörnum og fá fólk til að hætta að reykja, með miklum stuðningi og fortölum auk annarra aðferða hljótum að vera alfarið á móti slíkri uppstillingu. Ef við ímyndum okkur apótek og veltum fyrir okkur hvað fæst í slíkri verslun er yfirleitt það fyrsta sem kemur í huga vörur sem hafa lækningamátt samanber að ofan og við tengjum vörurnar almennt við heilsu og allt litróf hennar. Það á við um lyf, vítamín, bætiefni, sólavörn og smitvarnir eins og smokka svo eitthvað sé nefnt. Auðvitað er ýmis annar varningur til sölu en tæpast nokkuð sem jafnast á við hörmungarnar af tóbaksneyslu. Í umræðunni undanfarið hefur verið mikið rætt um læknadóp, sumir vilja frekar kalla það lyfjadóp, enda mjög neikvætt orð, en þau lyf sem undir þetta orð falla eru þrátt fyrir allt í flestum tilvikum notuð í réttum tilgangi og meiningin er að lækna einstaklinga eða líkna. Sú lína sem skilur þarna á milli í daglegu tali skaðar vissulega þá sem þurfa virkilega á lyfjunum að halda og upplifa tortryggni og stigmatiseringu. Nú hvarflar ekki að mér að blanda sérstaklega þessum tveimur umræðuefnum saman en velti því þó fyrir mér hvað er hið raunverulega fíkniefni, þó ekki dyljist neinum að umrædd lyf og misnotkun þeirra er auðvitað fíkn líkt og að reykja. Ekki myndi hvarfla að mér sem lækni að skrifa út tóbak, en það var kannski meiningin að láta lækna stýra neyslunni, ekki held ég að það kunni góðri lukku að stýra. Tóbak á ekki að selja í apótekum og hananú! Ef ég væri lyfsali undir þessum kringumstæðum myndi ég hafna sölu á slíkum varningi af prinsipp ástæðum. Það er best geymt bakvið kassann í ÁTVR þar sem er styttri opnunartími og færri útibú en lyfjaverslanir um land allt. Ef ætlunin er að gera aðgengið erfiðara væri þessi lausn að mínu viti mun skynsamlegri. Höfundur er læknir.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun